Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa, 2. maí 2018.

Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa, 2. maí 2018.

Mættir:

Jóhann Helgason, Hjördís Björg Kristinsdóttir,  Thor B. Eggertsson, Ráðhildur Sigurðardóttir, Baldur  Magnússon, Katrín Þorsteinsdóttir, Páll Bjarnason, Eggert Sigfússon, Einar Magnús Sigurbjörnsson, S. Dinah Dunn og Egill Sigurðsson.

 

Fundarefni :

 1. Jóhann Helgason formaður setur fundinn
 2. Lesin fundargerð síðasta fundar ( 4.apríl 2018)
 3. Grafarvogsdagurinn 3.júní 2018
 4. Sölu og handverkssýning – Pönnuköku-kaffi – og fl.
 5. Sumarið í Borgum 2018
 6. Upplýsingar frá nefndum
 7. Önnur mál
 8. JH-formaður slítur fundi

 

 1. Jóhann Helgason formaður setur fundinn

                Jóhann setti fundinn kl. 10:10.

 

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar ( 4.apríl 2018).

                  Thor las upp fundargerð síðasta fundar.

 

 1. Grafarvogsdagurinn sunnudaginn 3. júní 2018.
 • Fræðslunefnd sér um kaffið.
 • Ráðhildur, Guðrún Birna og Helga (kona Jóhanns) munu sjá um pönnukökubakstur.
 • Tvær pönnukökur saman, ein með rjóma og önnur með sykri.
 • Hafa líka bara pönnukökur með sykri fyrir yngri kynslóðina og gefa þeim.

 

 1. Sölu og handverkssýning – Pönnuköku-kaffi – og fl.
 • Samþykkt að hafa sölu og handverkssýninguna á Grafarvogsdeginum.
 • Samþykkt að hafa handverksýninguna í listasmiðju og sölusýninguna í sal 1 og 2.
 • Baldur benti á að fá fleka lánaða hjá kirkjunni, Jóhann bauðst til að fá son og tengdason til að flytja.
 • Fræðslunefnd mun hafa samband við þá sem koma til með að sýna og selja.

 

 1. Sumarið í Borgum 2018.
 • Styttri opnunartími 16. júlí til 14. ágúst.
 • Félagsvistin verður næsta mánudag, 7. maí, en eftir það á miðvikudögum. Skemmtinefndin mun skipta með sér dögunum.
 • Korpúlfar hafa miðvikudagana fyrir félagsvist, prjóna, veitingar og fl., dagana 18. og júlí, 1. og 8. ágúst. Skemmtinefndin ætlar að sjá um kaffi a.m.k. 3 daga og reyna að dreifa álaginu milli manna.
 • Baldur lagði til að hafa tvær fótboltasýningar til viðbótar
 1. Upplýsingar frá nefndum.

Ferðanefnd.

 • Góð þátttaka er í Vestmannaeyjaferðina, en það þarf að senda tölvupóst á þá sem hafa skráð sig og minna á greiðslu sem þarf að ganga frá fyrir 10. maí. Thor ætlar að hjálpa við að senda fjölpóstinn.
 • Hugmynd um að fara í haustferð um árnessveitir.
 • Golfmótið verður 30. maí. Tvískipt: Púttmót og höggleikur. Búið er að fá 9 holu völl og green fyrir púttið. Þátttökugjald er 1.000 kr.

 

Skemmtinefnd.

 • Félagsvist á miðvikudögum.
 • Keppni hjá +50, landsamband eldri borgara, á Sauðárkróki. Þátttökugjald er 4.900 en 6.900 eftir 15. júní. Ræða í stjórn um hóp hvort Korpúlfar muni styrkja þá sem taka þátt.
 • Boccia verður á miðvikudagsmorgnum.
 • Bridge verður næstu tvo föstudaga.
 • Skákin fram í júní.

 

Menningarnefnd.

 • Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, ætlar að koma og segja frá leitinni að hinum klaustrunum í haust.
 • Katrín sagði að óperukvöldin færi að ljúka en það yrði tekið aftur í haust. Settur verði upp þátttökulisti, miðinn kostar 3.100 kr.

 

 1. Önnur mál.
 • Fótboltasýningar yrðu, 16. júní kl. 13, 22. og 26. júní kl. 18. Aðrar sýningar verða tilkynntar síðar.

      

Fundi slitið kl. 11:10 „Við erum öll vinir“.