Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa, 4. apríl 2018.

Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa, 4. apríl 2018.

 

Mættir:

Jóhann Helgason, Hjördís Björg Kristinsdóttir,  Thor B. Eggertsson, Ráðhildur Sigurðardóttir, Baldur  Magnússon, Páll Bjarnason, Grímkell Arnljótsson, Guðrún Birna Árnadóttir, Oddgeir Þór Árnason, Ragnhildur Einarsdóttir, Pétur Ágústsson, Eggert Sigfússon, Einar Magnús Sigurbjörnsson, S. Dinah Dunn, Egill Sigurðsson, Páll Steinar Hrólfsson og Birna Róbertsdóttir

 

Fjarverandi:

Katrín Þorsteinsdóttir, Friðrik Bergsveinsson (mætti seinna á fundinn) og Pétur Ágústsson.

 

Fundarefni :

 1. Lesin upp fundargerð síðasta fundar.
 2. Grafarvogsdagurinn sunnudaginn 3. júní 2018, þátttaka Korpúlfa.
 3. Sölu og handverkssýning í Borgum.
 4. Sumarið í Borgum.
 5. Félagsfundur 25. apríl 2018.
 6. Sala á afmælismiðum og bókum.
 7. Hugmynd að 20 ára afmælisgolfmóti Korpúlfa 30. maí 2018.
 8. Peqanu hjá Korpúlfum í sumar
 9. Upplýsingar frá nefndum….
 10. Önnur mál.

 

Jóhann setti fundinn kl. 10:00.

 

 1. Lesin upp fundargerð síðasta fundar.

Thor las upp fundargerð síðasta fundar.

 

 1. Grafarvogsdagurinn sunnudaginn 3. júní 2018, þátttaka Korpúlfa.

Grafarvogsdagurinn hefur verið haldinn síðastliðin 20 ár. Birna ásamt fleirum voru boðuð á fund um Grafarvogsdaginn. Korpúlfar hafa komið að þessum degi á margvíslegan máta. Grafarvogsdagurinn var færður yfir á sunnudag, þar sem ýmsir erlendir skemmtikraftar verða uppteknir á laugardeginum.  Við vorum beðin um að koma með hugmyndir um hvað við viljum vera með. Kirkjan ætlar að vera með gæludýrablessun og það kom upp hugmynd að það yrði hér í húsinu sem var samþykkt

Samþykkt að hafa pönnukökur á stað vöfflur. Menn taki sig saman og baki pönnukökur og komi með á Grafarvogsdaginn.

 

 1. Sölu og handverkssýning í Borgum.

Samþykkt að hafa sölu og handverkssýninguna á Grafarvogsdeginum.

Samþykkt að hafa handverksýninguna í listasmiðju og sölusýninguna í sal 1 og 2.

 

 1. Sumarið í Borgum.

Styttri opnunartími 16. júlí til 14. ágúst. Búið að fá leyfi um að Korpúlfar hafi miðvikudagana fyrir félagsvist, prjóna og veitingar, dagana 18. og  25. júlí, 1. og 8. ágúst. Skemmtinefndin ætlar að sjá um kaffi a.m.k. 3 daga. Reyna að dreifa álaginu milli manna. Skemmtinefndin ætlar að skipta með sér félagsvistina.

 

 

 

 1. Félagsfundur 25. apríl 2018.

Jóhann lagði fram tillögu að fundinum:

     Korpusystkyn í byrjun og lok fundar.

     Menningarnefnd verði með innlegg ca. 10-15 mínútur. T.d. lestur úr „Röddum daganna“.

     Skemmtinefnd verði með innlegg ca. 10-15 mínútur.

     Jóhannes Óli verði með létt efni.

     MPJ-tríó, Maddý, Palli og Jói.

     Kynning á Peqanu.

Fréttaveitan.

     Séra Arna Ýr með hugleiðingu um drauma.

Samþykkt að hafa fundinn á þessum nótum.

 

 1. Sala á afmælismiðum og bókum.

Hjördís sagði að það gengi vel að selja miða og bókina.

Kynning á bókinni „Raddir daganna“

 

 1. Hugmynd að 20 ára afmælisgolfmóti Korpúlfa 30. maí 2018.

Páll Steinar verður mótsstjóri og Haukur til aðstöðar.

 

 1. Peqanu hjá Korpúlfum í sumar

Ráðhildur og Magnús komu með upplýsinagar. Þátttaka hefur verið lítil. Þau eru á vellinum við Gufunesbæ við hliðina á hlöðunni, laugardaga kl. 13 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.

Ráðhildi og Magnúsi var falið að sjá um þetta og kynna á næsta félagsfundi.

 

 1. Upplýsingar frá nefndum.

Ferðanefnd.

Nefndin á eftir að ræða betur saman. Hugmynd um ferð til Vestmannaeyja og/eða vestfirði.

Fræðslunefnd.

     Hélt fund 21.3.2018.

     Fyrirkomulag með sýningar t.d. minni sýningar, 1 viku í senn.

Skemmtinefnd.

     Hélt fund 14.2.2018.

     Formaður var kosinn Diana og Eggert ritari.

     Axel baðst um að losna úr nefndinni og Haukur Aðalsteinsson kom í staðin.

Menningarnefnd.

     Friðrik sagði frá fyrsta óperukvöldinu og það hefði verið mjög gaman.

     Settur verði upp þátttökulisti, miðinn kostar 3.100 kr.

 

 1. Önnur mál.

            Baldur.

Tilkynnti að fótboltasýningar yrðu, 16. júní kl. 13, 22. og 26. júní kl 18.

            Hreinsunardagur verður 4. maí.

 1. apríl verðu lokadagur til að sækja um styrk í hverfispottinn, tillaga um að sækja um styrk fyrir afmælisbókinni.

Friðrik „sessustjóri“ kom með sýnishorn af tveim sessum úr Rúmfatalagernum.

Önnur á 900 kr. en hin á 1.100 kr. Samþykkt að Friðrik myndi kaupa 20 stk.

 

Fundi slitið kl. 11:00 „Við erum öll vinir“.

Thor B. Eggertsson, ritari.