Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa, 7. mars 2018.

Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa, 7. mars 2018.

 

Mættir:

Jóhann Helgason, Hjördís Björg Kristinsdóttir,  Thor B. Eggertsson, Ráðhildur Sigurðardóttir, Baldur  Magnússon, Grímkell Arnljótsson, Páll Bjarnason, Guðrún Birna Árnadóttir, Oddgeir Þór Árnason, Ragnhildur Einarsdóttir, Pétur Ágústsson, Eggert Sigfússon, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Páll Steinar Hrólfsson og Birna Róbertsdóttir

 

Fjarverandi:

Egill Sigurðsson, Steinar Gunnarsson, Katrín Þorsteinsdóttir, Friðrik Bergsveinsson, S. Dinah Dunn og Axel Ólafsson.

 

Dagskrá:

 1. Fundargerð síðasta fundar
 2. Farið yfir samþykktir Korpúlfa og verklagsreglur nefnda
 3. Félagsfundur 28. mars
 4. Önnur mál.

 

Jóhann setti fundinn kl. 10:05.

 

 1. Jóhann setti fundinn og bað alla velkomna á þennan fyrsta fund.
 2. Jóhann bað alla að kynna sig.
 3. Jóhann kynnti fyrir fundarmönnum að stjórnar og nefndarfundir væru fyrsta miðvikudag hvers mánaðar allan veturinn. Stjórnarfundir eru þriðja hvern miðvikudag.
 4. Thor las upp síðustu fundargerð.
 5. Fundarmenn fengu afhent verklagsreglur nefnda og samþykktir Korpúlfa.
 6. Birna kynnti verklagsreglur nefnda.
 7. Jóhann fór yfir samþykktir Korpúlfa.
 8. Fræðslunefnd hefur skipt með sér verkefnum:
  1. Guðrún Birna, formaður.
  2. Ragnhildur, ritari.
  3. Oddgeir, meðstjórnandi.
 9. Aðrar nefndir þurfa að hittast sem fyrst og skipta með sér störfum.
 10. Félagsfundur 28. mars.
  1. Arna Ýr, sóknarprestur, hefur óskað eftir að halda fyrirlestur um drauma.
  2. Susuki-píanóskólinn bjóða fram og börn komi að spila, ca 10 mínútur.
  3. Mertí syngur og Jóhann spilar undir.
 11. Regína Ástvaldsdóttir, var hjá Miðgarði um sama leiti og Korpúlfar voru stofnaðir, kann vel sögur Korpúlfa.
 12. Birna benti á að komið hafi kvörtun um seturnar á stólunum væri þreytandi við langa setu á fundum. Kom hún upp með þá hugmynd að Korpúlfar mynda kaupa nokkrar stólsessur til að lána á fundum. Baldur kom fram með að tala við Grafarvogskirkju og hafa samvinnu. Stungið upp á að Friðrik yrðri sessustjóri.
 13. Grímkell vakti athygli á því að aðalfundurinn væri kominn inná vefsíðu Korpúlfa.
 14. Jóhann hefur beðið Hjördísi að vera menningarnefnd innan handa með fyrstu fundi.
 15. Fundi slitið kl. 10:50 og allir tókust í hendur og sögðu „við erum góðir vinir“.

 

Thor B. Eggertsson, ritari.