Fundargerð stjórnar- og nefnda Korpúlfa 7. febrúar 2018

Fundargerð stjórnar- og nefnda Korpúlfa, haldinn 7. febrúar 2018

að Stóragerði 11.

 

Mætt voru: Jóhann Helgason, Jóhannes Óli Garðarsson, Esther Ólafsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Minerva Sveinsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Nikulás Friðrik Magnússon, Davíð Guðbjartsson, S. Dinah Dunn, Birna Róbertsdóttir, Ragnar Benediktsson, Guðrún Birna, og Thor B. Eggertsson.

 

Fundarefni:

1          Lesin síðasta fundargerð

2          Aðalfundurinn 28. febrúar  

3          Listsýningar Korpúlfa í Borgum    

4          Þorrablótið    

5          Önnur mál.   

 

Jóhann Helgason formaður setti fundinn.

Esther Ólafsdóttir las upp síðustu fundargerð.

 

2          Aðalfundurinn 28. febrúar. Venjuleg aðalfundarstörf. Jóhannes Óli Garðarsson verður fundarstjóri. Korpusystkin syngja í byrjun fundar og í lokin. Jóhann Helgason les skýrslu stjórnar og Baldur Magnússon fer yfir reikninga félagsins og skýrir stöðu félagsins. Haraldur Sumarliðason eða einhver annar verður með gamanmál. Uppstillingarnefnd kemur með tillögur að nýju starfsfólki í stjórn og nefndir. Borið upp til atkvæða. Fráfarandi stjórnar- og nefndarfólki þakkað fyrir vel unnin störf. Og skemmtinefndin kemur með eitthvað skemmtilegt. Ath. með börn frá Hörpunni með tónlist. Þetta er tillaga að dagskrá. Það verða send út bréf um miðjan febrúar.

3          Listsýningar Korpúlfa í Borgum. Nú er komin aðstaða í listasmiðjunni fyrir fólk að sýna. Hengja upp  myndir og málverk. Nú þegar hefur einn aðili óskað eftir að fá að sýna, Theadór Blöndal. Hann ætlar að sýna myndir eftir föður sinn Pétur Blöndal Væri gaman að því að þessi aðstaða yrði opnuð með verkum eftir Pétur Blöndal. Það fer eftir aðsókn hve lengi hver sýning er og hugsanlega geta tveir sýnt í einu. Þetta er ómótað. Menningarnefnd og fræðslunefnd vinna saman að þessu verefni.

4          Þorrablótið. Allt komið í fastar skorður með Þorrablótið. Jóhann ætlar að setja samkomuna, Hildur Hákonunardóttir verður með mynni karla og Nikulás Magnússon með mynni kvenna.

5          Önnur mál. Gleði og gaman. Föstudaginn   23. febrúar verður þekkingardagur í Ráðhúsinu frá klukkan 08:00-16:00. Ragnar og Grímkell ætla að stjórna þessu. Við vorum þarna í fyrra og þótti takast vel. Birna ætlar að tala við þann sem stjórnar þarna og fá upplýsingar. Þeir  sem hafa áhuga á að vera með láti þá vita.

Engar fréttir frá nefndum.

Grímkell kom með spurningu um hvað væri að frétta af sögu Korpúlfa. Jóhann sagði að allt væri í vinnslu. Ragnar Benedíksson fékk tilboð frá Ingólfi og ætlar að athuga í Háskólanum með tilboð. Birna og Ragnar eru bókarritarar. Þetta er í mjög góðum farvegi.

Jóhann sleit fundi og allir tókust í hendur og sögðu „við erum vinir“.

Esther Ólafsdóttir ritari.