Fundargerð stjórnar- og nefnda haldinn 10. janúar 2018

Fundargerð stjórnar- og nefnda Korpúlfa, haldinn 10. janúar 2018

kl.10.00 að Borgum.

 

Mætt voru: Jóhann Helgason, Jóhannes Óli Garðarsson, Esther Ólafsdóttir, Baldur Magnússon, Egill Sigurðsson, Sigríður Gísladóttir, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Nikulás Friðrik Magnússon, Davíð Guðbjartsson, Eggert Sigfússon, S. Dinah Dunn og Birna Róbertsdóttir. Fjarverandi voru: Rósa Jónsdóttir, Minerva Sveinsdóttir, Ragnar Benediktsson, Guðrún Birna, og Thor B. Eggertsson.

Fundarefni:

1          Lesin síðasta fundargerð

2          Félagsfundurinn 31. janúar 2018

3          Zumba kennsla Thelmu

4          Dagskrárbreytingar

5          Þorrablót 7. febrúar 2018

6          Önnur mál.

Jóhann Helgason formaður setti fundinn.

Esther Ólafsdóttir las upp síðustu fundargerð.

2          Félagsfundurinn 31. janúar 2018. Dagskráin er að mestu tilbúin. Korpusystkin syngja í byrjun fundar og í lokin. Níels Árni Lund verður með gaman mál. Hann er búinn að gefa út rit um Melrakkasléttu o.fl. og verður það rit til sölu á fundinum. Edda verður með Línudans til 7. febrúar en þá fer hún í frí. Á félagsfundinum kemur hún með dansatriði með nemendum sínum. Árdís Freyja öldrunarfulltrúi kemur og segir okkur frá ýmsu sem í boði er fyrir eldri borgara. Það væri gaman að fá hana í heimsókn öðru hvoru, fólk veit oft ekki hvað því stendur til boða.

3          Zumba kennsla Thelmu. Thelma kemur og sýnir okkur aftur Zumba 16. janúar kl. 16:30 og er fólk beðið um að skrá sig ef það hefur áhuga, svo hægt sé að setja niður tíma með henni sem hugsanlega yrði á þriðjudögum kl: 17:00. Hver tími verður 500 krónur á mann.

4          Dagskrárbreytingar. Birna sagði frá breytingum á dagskrá en það eru alltaf einhverjar breytingar. Ljósmyndaklúbburinn er hættur, þar var engin þátttaka. Tréskurðar tíminn með Sigurjóni fellur niður. Hann hefur skilað af sér og er kominn annarsstaðar í vinnu. Engin þátttaka var á kærleiksjógað, og þar með var hætt við það. Fjölgað hefur verið í boccia, og er orðið 4x í viku.

5          Þorrablót 7. febrúar 2018. Búið er að panta matinn, ganga frá hljóðfæraleikara, ákveða miðaverð sem verður 4.900 kr. og aðeins vantar einn happadrættisvinning, brunch frá Vox. Það verður hámark 120 manns. Það vantar veislustjóra og einhvern upplestur eða eitthvert skemmtiatriði ca: 10-15 mínútur. Skemmtinefndin og stjórnin ætla að hittast mánudaginn 22. janúar.

6          Önnur mál: Talað var um að skipuleggja betur tölvu aðstoðina í tölvuverinu. Það á að reyna að fá skóla til að hjálpa okkur með tölvuaðstoðina. Og sjá hvort það gengur fyrir næsta starfsár eða næsta haust. Jafnvel að tala við Borgarholtsskóla, framhaldsdeildina.

Jóhann verður með hópsöng 24. janúar og verða þorralögin sungin og æfð. Æfing fyrir Þorrablótið, en Jóhann er til í að spila þorralög á Þorrablótinu.

Hjördís Björg er búin að panta kúlurnar fyrri bozzia, það gekk erfiðlega en tókst.

Grímkell tók til máls og benti á að hægt væri að benda fólki á Tæknibæ ef þarf að lagfæra eitthvað í tölvunni eins og að setja upp Word eða annað.

Baldur og Birna ætla að vinna í þessu.

Hjördís tók til máls og sagðist ætla að skrifa Hverfisráði bréf (hugmynd) um að bæta aðstöðu fyrir hreyfihamlaða við Hallsteinsgarð, með góðu bílastæði. Ætlar að skrifa það í nafni Korpúlfa.

Katrín talaði um að hún og Minerva gætu ekki haldið áfram í óbreyttri mynd, þar sem svo fáir mæti t. d. þegar fenginn er upplesari. Verður tekið fyrir seinna.

Birna minntist á Öskudagsgleðina í Seljaskóla, skoðað seinna.

Jóhannes Óli tók til máls um þær ferðir sem talað hefur verið um eins og ferðin til Calpe, sem slegin var af vegna slakrar þátttöku. Það er komið tilboð í ferð til Tenerife frá 2. maí -16. maí. Hotel La Siesta, Club Alexander, 172.619.-með hálfu fæði, hægt að lengja ferðina um eina viku. Ferðanefndin býður eftir svari um haustferð, sem yrði þá hugsanlega til Benedorm eða Tenerife. Dagsferð innanlands er á teikniborðinu.

Jónas Þór fer yfir Kanadaferðina 17. Janúar.

Aðalfundur Korpúlfa verður 28. febrúar 2018. Stjórnir og nefndir eru kosnar eitt ár í senn. Þeir sem hugsa sér að hætta þurfa að láta Birnu vita í síðasta lagi 24. janúar. Uppstillingarnefnd tekur til starfa 24. janúar og hefur þá samband við þá sem vilja halda áfram.

Baldur sagði frá ungri konu sem hefur áhuga á að fjölga ipadum og heyrnatólum fyrir fólk sem er í meðferð (sem getur tekið frá 4-8 klukkustundum) vegna krabbameins, á krabbameinsdeild Landsspítalans. Hann bar upp þá spurningu hvort Korpúlfar vildu gefa eins og ein heyrnatól sem kosta ca. 49.990. kr. Fer kanski í 45.000. kr. með afslætti.

Jóhann sló þetta af til næsta fundar. Vill ræða þetta betur og skoða.

Fundi slitið og endað á vinabandinu.

Esther Ólafsdóttir ritari.