Ferð til Krítar 2014

Krít er fimmta stærsta í Miðjarðarhafinu. Krít er ennfremur næst-stærsta eyjan í Austur Miðjarðarhafinu næst á eftir Kípur. Flatarmál hennar er 8336 ferkílómetrar Hún hefur oft verið kölluð þröskuldur Evrópu.

Ferð Korpúlfa til Krítar hófst á Keflavíkurflugvelli eldsnemma 22.maí 2014.Þar sem flugið var á áætlun var erindi fararstjórans í styttra lagi. Hann náði að segja frá því að Seifur æðstur Grískra guða hafi fæðst á eyjunni fyrir all löngu.

 

Krít er stærsta eyja Grikklands og jafnframt syðsti hluti landssins, ef undan er skilin smáeyjan Gavos. Krít er 260 km á lengdina og 56 km á breiddina þar sem hún er breiðust. Krít er eitt af 13 sjálfsstjórnarhéruðum Grikklands. Á krít búa ríflega 600.000 manns en Grikkir eru um 10,6 milljónir.

Helstu borgir eyjarinnar eru á norðurströndinni, þær eru Heraklvar í með 200.000 íbúa, Chania 80.000 íbúa og Rethymnon 30.000 íbúa.

Lent var á á áætlun á Akrotiri flugvelli sem er næstur Chania. Allir í góðu skapi eins og Korpúlfa er vandi. Undir öruggri leiðsögn Péturs farastjóra röðuðu ferðalangarnir sér í rúturnar sem biðu farþega á vellinum.

Gististaður Korpúlfa var rétt sunnan við Chania, í frekar smáum húsum og einu stóru sem helst líktist hóteli. Misvel líkaði mannskapnum við gistinguna, sumum fannst hún góð, öðrum ekki alveg eins góð. En það var stutt á barinn svo allt var í lagi.

Frá 2001 hefur evran verið gjaldmiðill í Grikklandi.

myndir frá Önnu Bjarna

Myndir frá Grímkeli ofl.