Fundargerð stjórnar- og nefnda 6. desember 2017

Fundargerð stjórnar- og nefnda Korpúlfa, haldinn 6. des. 2017

  1. 10.00 að Borgum.

 

Mætt voru: Jóhann Helgason, Jóhannes Óli Garðarsson, Esther Ólafsdóttir, Baldur Magnússon,  Sigríður Gísladóttir, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Minerva Sveinsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir,  Katrín Þorvaldsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Nikulás Friðrik Magnússon, Davíð Guðbjartsson, S. Dinah Dunn og Birna Róbertsdóttir. Fjarverandi voru: Egill Sigurðsson, Ragnar Benediktsson, Guðrún Birna Árnadóttir, Rósa Jónsdóttir, Þröstur Sigtryggsson, Thor B. Eggertsson.

Fundarefni:

1          Lesin upp síðasta fundargerð.

2       Aðventufundurinn, 13. des.

3       Jólasöngur og súkkulaði, 14. des.   

4       Vorönn hjá nefndum.

5       Jólafrí í Borgum.

6       Önnur mál.

 

Jóhann Helgason formaður setti fundinn.

Esther Ólafsdóttir las upp síðustu fundargerð.

 

2          Aðventufundurinn, 13.desember. Fyrst kemur lúðrasveit og spilar.Textum varpað upp á vegg. Síðan koma börnin á Fífuborg syngjandi og sýna helgileik. Þá kemur Björgvin Magnússon og les upp jólasögu. Þar á eftir kemur Ragnar Ingi Aðalsteinsson og les uppúr bók sem hann kallar Gaman listabókin. Þá verður kaffihlé, súkkulaði með rjóma og smákökur sem stelpurnar í eldhúsinu ætla að baka. Það þurfa einhverjir að vera við súkkulaðistöðvarnar og aðstoða við að hella í bollana. Svo koma börn úr Hörpunni og spila jólalög. Síðan kemur séra Guðrún Karlsdóttir og les upp jólahugvekju. Korpusystkin syngja í byrjun 3 lög og í lokin 3 lög. Við stöndum öll á fætur þegar síðasta lag er sungið: Heims um ból. Og allir haldi á logandi kertum.

Skemmtinefndin ætlar að vera til staðar til að aðstoða og menningarnefnd bauð sig fram líka.

3          Jólasöngur og súkkulaði, 14. des.  Það verður boðið uppá súkkulaði og smáköku. Það koma fjórar stelpur sem spila á þverflautu. Magnús og Dinah ætla að taka nokkur jóladansspor. Þetta er sérstaklega ætlað þeim sem komast ekki mikið út en allir eru velkomnir. Hafa svona kaffihúsa samveru, sitja við borð og hafa kertaljós. Jóhann spilar og textar uppá vegg og allir syngja með jólalög.

4          Vorönn hjá nefndum. Minerva í menningarnefnd byrjaði á að segja að Þröstur Sigtryggsson hefði dottið og slasast illa á höfði og væri þungt haldinn. Sótt var um styrk hjá Hverfisráði fyrir námskeiðið með Kristjáni Sveinssyni. Námskeið í ljóðlist: Öll getum við ort. Styrkurinn fékkst 150. þúsund krónur. Menningarnefnd er að hugsa um að vera aðeins hálfsmánaðarlega eftir áramót, það er í athugun.

Skemmtinefnd: Þorrablótið er næsta verkefni nefndarinnar. Það er ákveðið að fá matinn frá sama kokkaliði og síðast og ætlar Baldur að panta matinn. Síðan er spurning um dansmúsikina, stungið var uppá að fá Pálmar (Dinah veit um þann mann) þekkir til hans en hann tekur 45. þúsund fyrir kvöldið. Eitthvað er til af happadrættis vinningum en svo þarf að koma með einhver skemmtiatriði.

Upplýsingar komu frá Baldri um að haustfagnaðurinn hefði gefið 44.490.kr. Bingó yfir árið til nóvember 259.067 kr. og vöfflukaffið rúm 60. þúsund.

Ferðanefnd: Jóhannes Óli upplýsti að tap hefði verið á ferðinni á Lava-setrið, 35. þúsund. Fólk var almennt ánægt með ferðina. Það er léleg aðsókn á Calpe ferðina. Jónas Þór kemur 15. janúar kl.10:00 og ræðir frekar um Kanada ferðina sem er vel sótt.

Fræðslunefnd: Allt rólegt hjá þeim.

5          Jólafrí í Borgum. Boccia verður fram undir jól, til 19.desember. Félagsvistin til 18. desember. Handavinnan, til 15. desember. Bridsið til 15. desember. Ekki vitað með skákina.

6          Önnur mál: Dinah kom með spurningu um hvort hægt væri að fá annað sett af boccia kúlum. Og ætlar Hjördís Björg að panta þær.

Það verður mikil þrettánda gleði í Hlöðunni 6.janúar, Jóhann Helgason mun spila á meðan fólk gengur í salinn. Korpúlfum er boðið að selja vörur ef þeir vilja nýta Hlöðuna. Það vantar fulltrúa úr okkar röðum fyrir þrettánda gleðina. Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær gleðin byrjar.

Það var rætt um óánægjuna sem var meðal söluaðila á handverks sýningunni vegna tveggja aðila sem voru að selja, Jóhann og Birna komu með skýringu á því og verður það passað framvegis að enginn nema Korpúlfar komi þar að með sölu.

Birna þakkaði öllum vel unnin störf og færði fundarmönnum gjöf. Jóhann tók til máls og þakkaði Birnu fyrir allt sem hún gerir fyrir Korpúlfa.

Fundi var slitið kl.11.35.

Allir á fundinum mynduðu vinabandið og sögðu: við erum öll vinir.

 

Esther Ólafsdóttir ritari.