Fundargerð stjórnar- og nefnda 1. nóvember 2017

Fundargerð stjórnar- og nefnda Korpúlfa, haldinn 1. nóvember 2017

kl.10:00 að Borgum.

 

Mætt voru: Jóhann Helgason, Jóhannes Óli Garðarsson, Esther Ólafsdóttir, Ragnar Benediktsson, Baldur Magnússon, Sigríður Gísladóttir, Minerva Sveinsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Thor B. Eggertsson, Guðrún Birna Árnadóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Nikulás Friðrik Magnússon, Davíð Guðbjartsson, Eggert Sigfússon, S. Dinah Dunn, Birna Róbertsdóttir, Þröstur Sigtryggsson og Egill Sigurðsson. Fjarverandi voru Rósa Jónsdóttir og Hjördís Björg Kristinsdóttir.

 

Jóhann Helgason formaður setti fundinn.

Esther Ólafsdóttir las upp síðustu fundargerð

 

Fundardagskrá:

1        Lesin fundargerð síðasta fundar

2       Styrkir til Korpúlfa

3       Félagsfundur 29. nóvember

4       Sölu og handverksýning Korpúlfa laugardaginn 2. desember – skipulag og                         hugmyndir.

5       6. janúar þrettándinn samstarf við Korpúlfa.

6       Upplýsingar frá nefndum

7       Aðventufundur Korpúlfa

8       Önnur mál

 

Styrkir til Korpúlfa

Baldur Magnússon hefur að mestu leyti séð um styrkumsóknir, en nú er ákveðið að það verði einnig í höndum nefndanna. Umsóknareyðublöð má sækja á netinu og gæti Sigrún Ósk starfsmaður í Miðgarði, verið fólki til aðstoðar. Ef það eru einhverjar hugmyndir sem nefndirnar fá og vantar pening fyrir, má alltaf leita eftir styrkjum. Korpúlfar eru vel kynntir. Baldur og Birna geta einnig verið fólki til aðstoðar. Styrkur vegna ruslatínslu hefur fengist úr Hverfispottinum, það er ekki auglýst fyrr en eftir áramót. Það þarf bara að búa til verkefni og láta það fara eina „hringferð“, sagði Baldur. Það er alltaf einn ábyrgðarmaður fyrir hverjum styrk og sendir sá  inn skilagrein. Þetta fer nú flest allt í gegnum Betri Reykjavík.

Jóhann ætlar að tala við Dag B. Eggertsson. Fá styrk fyrir 20 ára afmælinu og styrk fyrir  bókaútgáfuna. Gott væri að búa til viðburðar dagskrá fyrir afmælið. Afmælisveislan er býsna dýr og þurfum við að vera dugleg að útvega peninga.

 

Félagsfundurinn 29. nóvember.

Janus Guðlaugsson kemur með erindi sem hann hefur farið með víða. Erindi um heilsufar eldri borgara. Allir að láta til sín taka. Nefndirnar eiga að hugsa sinn gang.

Sölu og handverksýning Korpúlfa 2. desember.

Sigríður Gísladóttir ætlar að hafa umsjón með sýningunni. Hafa vöfflusölu og sleppa þá vöfflunum á föstudeginum. Byrja að auglýsa nógu snemma. Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.

 

6.Janúar. Þrettándi.

Það er verið að bjóða okkur að hafa Hlöðuna fyrir okkur, ef við viljum hafa sölu eða eitthvað annað. Litla sölu og handverkssýningu.

 

Upplýsingar frá nefndum:

Ferðanefnd: Kynning á ferð til Kanada 3. nóvember. Annar kynningarfundur næsta föstudag 10 nóvember. „Líf og fjör á Spáni“. Calpe, klukkustundar akstur frá flugvelli. Gunnar Þorláksson kemur og kynnir. Síðan er ferðin á Lava setrið 14. nóvember. Farið af stað klukkan 10 um morguninn og komið til baka ca: kl. 16:30.

Skemmtinefnd:

Nefndin óskar eftir upplýsingum um hvernig fjárhagsstaðan er eftir bingóin og Hausfagnaðinn.

Menningarnefnd:

Það er komin dagskrá út allt árið nema 30. nóvember. Ragnar Ingi Aðalsteinsson kom með bókina „Limrur og gaman mál.“ Hann hefur áhuga á að koma með bókina, 30. nóvember og sýna hana og hafa til sölu. Síðan kemur Sóley Dröfn Davíðsdóttir, 30. nóvember og kynnir bókina sína „Náðu tökum á félagskvíða.“ Skerjafjarðar skáldið kom með hugmynd, að kenna okkur um ljóð, 4 daga í janúar og í framhaldinu að gefa út bók.

 

Fræðslunefnd:

Það er fátt að frétta en Fjóla Hilmars heldur námskeið í tvöföldu prjóni 7. nóvember.

 

Aðventufundur 13. desember.

Hugmyndir:

Björgvin óskar eftir að fá að lesa jólasögu.

Börnin í tónleikaskóla Hörpunnar koma og spila.

Fá prest eins, og alltaf.

Börnin á leikskólanum Fífuborg koma með helgileikinn.

 

Hér í húsinu eru margir, sem ekki komast t.d. á jólahlaðborðið. Sumir hafa spurt hvort ekki eigi að hafa eitthvað hér fyrir fólkið í húsinu. Við skulum hugsa þetta og sjá hvað okkur dettur í hug. Margir spurðu hvort ekki yrði jólastund.

Það mætti sýna jólamynd. Syngja jólalög. Hafa súkkulaði og smákökur.

Önnur mál:

Dótturdóttir Jóhanns, Telma vill halda kynningarfundi núna í desember, í Súmba. Hún er að útskrifast. Hefur svo áhuga á að koma eftir áramót með fasta tíma.

Helga Margrét hafði samband við Birnu. Hún hefur áhuga á að koma og sýna myndina „Við erum til“,sem hún gerði. Kára frá kór eldriborgara langar að koma og hafa söngstund.

Það á að panta rútu fyrir jólahlaðborðs gesti..

Dinah tók til máls. Kristín Eggertsdóttir kom til hennar og gaf í bingóið, 2 poka með ýmsum skemmtilegum hlutum. Pokarnir eru handunnir.

Ragnar Benediktsson minnti á að senda því fólki, sem er að gefa okkur styrki/hluti, þakkarkort eða jólakort.

Birna minnti á sparidagana á Hótel Örk.

 

Fundi slitið kl. 11:45 og allir klöppuðu, hver fyrir öðrum því við erum öll frábær.

 

Esther Ólafsdóttir ritari.