Fundargerð stjórnar- og nefnda 4. október 2017

Fundargerð stjórnar- og nefnda Korpúlfa, haldinn 4. október 2017

kl.10.00 að Borgum.

 

Mætt voru: Jóhann Helgason, Jóhannes Óli Garðarsson, Esther Ólafsdóttir, Ragnar Benediktsson, Baldur Magnússon, Sigríður Gísladóttir, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Minerva Sveinsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Thor B. Eggertsson, Guðrún Birna Árnadóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Nikulás Friðrik Magnússon, Davíð Guðbjartsson, Eggert Sigfússon, S. Dinah Dunn, Birna Róbertsdóttir og Þröstur Sigtryggsson. Fjarverandi voru Rósa Jónsdóttir og Egill Sigurðsson.

Fundarefni:

1          Lesin upp fundargerð síðasta fundar

2          Haustfagnaður

3          Félagsfundur 25. október

4          Upplýsingar frá nefndum

5          Samstarf við Fjölni

6          Félagsvist

7          Önnur mál

Jóhann Helgason formaður setti fundinn.

1          Thor B. Eggertsson las upp síðustu fundargerð.

2          Byrjað verður að selja miða á Haustfagnaðinn klukkan 13:00 í dag. Ákveðið hefur verið að miðinn kosti 4.000 kr. Heilmikil umræða varð um Haustfagnaðinn. Skemmtinefnd kemur saman eftir fundinn um áframhaldið.

3          Félagsfundurinn verður 25. október. Það eru líkur á að næringarfræðingur komi frá Reykjarvíkurborg og verði með erindi. Reynt var að fá Janus Guðlauksson íþróttakennara, en hann verður í útlöndum þennan dag. Hann stefnir á að koma á félagsfundinn í lok nóvember og segi okkur frá erindi um heilsueflingu eldra fólks, sem hann hefur farið með um allan heim. Hjördís Björg verður fundarstjóri á félagsfundinum 25. október. Hjördís kom með þá tillögu að fá umboðsmann borgara á fund og segja frá sínu starfi. Hann heitir Ingi Björn Paulsen og er félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.

4          Ferðanefnd. Jóhannes Óli fór yfir ferðir, sem farnar hafa verið. Hagnaður varð á öllum ferðunum. Ferðin til Króatíu gekk ágætlega, fyrir utan að tveir duttu á andlitið, tveir týndust og ein kona fékk hjartaáfall. Fararstjórinn stóð sig mjög vel í þessu öllu. Það er í farvatninu, kynning á ferð til Kanada og kemur Almar Grímsson og kynnir ferðina. Dagsferð er fyrirhuguð á Hvolsvöll í haust að skoða Eldfjallasetrið. Hugmynd að Spánar ferð í vor, 25. mai til 8. júní 2018 til Calpe. Hægt að bæta viku, framan við. Gunnar Þorláksson kynnir. Verð gæti orðið ca. 200. þúsund. Verður kynnt betur síðar.

Fræðslunefnd. Rætt var um Steinamálun eftir áramótin. Birna ætlar að skoða það mál. Postulínsmálun er komin í gang, eins glerskurður og fleira. Hjördís Björg ætlar að vera með snyrtinámskeið eftir áramótin, óskað hafði verið eftir því. Það er búið að vera spænsku námskeið. Engin þáttaka í sundnámskeiðinu.  ( Ég vil minnast á það að fundarmenn verða að tala í míkrafóninn annars heyri ég ekki hvað sagt er í iPadinum mínum ).

Menningarnefnd. Byrjað er að lesa um Ellý. Árni Bergmann kemur 19. október. Það þarf að sækja hann. Menningarnefnd er að mestu leyti komin með dagskrá fyrir áramót, kannski einn fimmtudagur laus. Davíð er búinn að afhenda bók, eftir dóttur sína Sóleyju Dröfn. Eftir er að  ákveða tíma fyrir það.

Skemmtinefnd. .Grímkell las upp síðustu fundargerð skemmtinefndar. Gestur fundarins var Magnús, maður Dinahu. Eins ræddi hann um breytinguna á félagsvistinni og sagði frá hugmynd sem kom frá Ragnari Benediktssyni, að spila 12 umferðir og fara þá í kaffi (ca 30 mínútur)og ljúka svo spilinu. Mörgum leist vel á þessa hugmynd. En ýmis konar  misskilningur kom fram varðandi breytingar á tímasetningu félagsvistar, sem var leiðrétt. En regla númer eitt er að meirihluti sé alltaf ánægður með tíma.

5          Samstarf við Fjölni. Starfið fer rólega af stað.Verðum að vera dugleg að kynna samstarfið fyrir öllum félagsmönnum.

6          Félagsvistin. Dinah sagði að margir hefðu komið að máli við sig, að hafa félagsvistina klukkan 13:00. Það var borið til atkvæða. Ákveðið að færa vistina til kl.13:00.

7          Önnur mál. Katrín tók til máls og sagði frá þeirri ábyrgð að taka við gæslu barna á leiðinni í og úr Egilshöll. Hún hefur reynslu af því að fara með hóp barna eins og t.d. á Þjóðmynjasafnið. Rætt var betur um það mál. Meiningin er, að minnst tveir verði í hverjum strætó með börnunum. Börnin verða eina klukkustund í íþróttum og geta korpúlfar nýtt sér þann tíma við ýmislegt sem er í boði. Grímkell tók til máls og vill að tölvuverið verði kynnt betur. Það á að kynna það á næsta félagsfundi. Guðrún Birna stakk uppá því að setja upp trönur svo fólk geti sýnt verkin sín. Á næstunni, verður komið upp listum í lofti tómstundaherbergisins, þar sem hægt verður að hengja upp myndir. Til eru tvær trönur hér. Birna sagði að það þyrfti að fara mjög varlega kringum trönurnar, því hætta er á að hjólastólar og annað gætu rekist í þær. Davíð sagði frá góðum móttökum sem hann fékk hjá Óskari í Heilsuborg Bíldshöfða 9. Jóhann verður trúlega undirleikari hjá kórnum í vetur.

 

Fundi slitið kl. 11:45 og allir klöppuðu, hver fyrir öðrum því við erum öll frábær.

Esther Ólafsdóttir ritari.

 

Mig langar að segja frá því að leikfimin á fimmtudögum, er styrktar- og jafnvægisleikfimi alveg frábær. Yndisleg stúlka sem þjálfar og heitir Halla. Vonandi koma fleiri í leikfimina, við vorum aðeins fjögur síðast. Ekkert farið á Trampólín nema ef vill.