Fundargerð stjórnar- og nefnda 6. september 2017

Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa

Borgum. Miðvikudaginn 6. september 2017

 

Mættir:

Jóhann, Baldur, Thor, Eggert, Mínerva, Þröstur og Nikulás.

Birna mætti um kl. 10:30.

 

 1. Jóhann setti fundinn. Jóhann lét vita að Birna yrði ekki með á fundinum fyrsta hálftíman

 

 1. Thor las upp fundargerð síðasta fundar.

 

 • Athugasemd kom frá Baldri að hann hefði ekki tekið að sér að tala við Kristján Sveinsson, en hann hélt að þetta ætti að Vera Birna.
 • Það kom fram að mikið af því sem samþykkt hafi verið á fundinum sé komið í framkvæmd eða komið á teikniborðið. Og við gætum verið stolt af því.

 

 1. Kynning frá nefndum.
  • Ferðanefnd en hún kynnti ekki neyt þar sem hún er öll út á Króatíu.
  • Fræðslunefnd býður betri tíma.
  • Menningarnefnd: Mínerva lagði fram áætlun fram að jólum.
  • september: Lesið úr ævisögu Ellý Vilhjálmsdóttur.
  • október: Framhald: Lesið úr ævisögu Ellý.
  • október:  Leikhússýning í Borgarleikhúsinu Elly. kl. 20: 00.
  • október: Umfjöllun um leikritið og sögu Ellý Vilhjálmsdóttur.
  • október: Árni Bergman rithöfundur kynnir verk sín. Mínerva er búinn að tala við hann.
  • október: Ragnar Ingi Aðalsteinsson kynnir verk sín. Katrín er búin að tala við hann.
  • nóvember: Heimsókn í Árbæjarsafn, farið á einkabílum frá Borgum.
  • nóvember: Kynning á íslenska þjóðbúningnum. (Anna, Mínerva og Katrín).
  • nóvember: Valborg Dagbjartsdóttir segir okkur draugasögur. Birna er búinn að tala við hana en það þarf að sækja hana.
  • nóvember: Einar Már Guðmundsson rithöfundur kemur í heimsókn. Þröstur talar við Einar um dagsetninguna.
  • nóvember: Jólaupplestur rithöfundar koma í heimsókn með jólabækurnar, Baldur ætlar að tala við Steinunni frænku sína.
  • desember: Upplestur út jólabókum, höfundar koma í heimsókn.
  • október: Þröstur heldur kynningu um páskahretið í Eyjafirði 1963 og mun fá Hauk Sigvaldason til að sýna vídeómynd frá páskahretinu í Eyjarfirði 1963.
  • Ákveðið að senda öllum Korpúlfum dagskránna svo þeir viti hvað stendur til hvern dag. Tilkynningar í Mogganum koma sama dag og viðburðurinn á sér stað
  • Skemmtinefnd:
 • Allt verður með sama horfi og áður.
 • Haustfangaður verður 13. október.
 • Baldur talar við þá hjá Meistarakokkum hvað maturinn muni kosta.
 • Sölu og handverksýningin.

 

 1. Bingó 13. sept.
 • Baldur ætlar að fara yfir Bingó-forritið með Nikullási og Eggerti.
 • Skemmtinefndin ætlar að fá gjafabréf í Bónus og fiskbúðinni sem vinninga.

 

 1. Hafsteinn Grétar Gufunesbæ kemur með kynningu kl. 10:30
 • Hafsteinn Grétar, Gufunesbæ, kom á fundinn og kynnti starfsemina þar.
 • Þar er búið að koma upp frístundagarði, rólegheitasvæði og verið koma upp úti Boccia velli og Betonge svæði.
 • Þeim langar til að leita samvinnu við Korpúlfa með uppbyggingu þessa svæðis.
 • Ráðhildur og maðurinn hennar eru með hóp ca. 20 manns sem hittast reglulega og spila Beonge. Þau eru tilbúin að vera með náskeið fyrir Korpúlfa, einnig er velkomið að mæta til að kynnast þessu í Samráði við Ráðhildi.
 • Hugmynd um að fara í kynningarferð í gámafélagið.
 • Samþykkt að stofna samstarfsnefnd.

 

 1. Hugmyndir frá Fjölni.
 • Íþróttafélagið Fjölnir hefur leitað til Korpúlfa með samstarf að fylgja börnum á leið úr skóla í Egilshöll og til baka.
 • Börnin stoppa í um það bil 1 klst. Hugmund er um að Korpúlfar geti nýtt sér þennan klukkutíma til ýmissa íþróttaiðkana. T.d. Boccía, leikfimi, gönguferðir, keilu, pútt o.fl. Bjóða öllum Korpúlfum til að taka þátt. Fjölnir er búinn að leigja sal fyrir Korpúlfa
 • Sunddeildin varpaði fram þeirri hugmynd að fá Korpúlfa til aðstoða við dómarastörf.
 • Handboltadeildin kom fram með hugmynd um að við gætum aðstoðað við miðasölu.
 • Ákveðið að halda kynningarfund fyrir félaga Korpúlfa 27. september n.k. þar sem fulltrúar Fjölnir myndu mæta og kynna sínar hugmyndir og svara spurningum.

           

 1. Önnur mál
  • Ákveðið að hafa tölvukynningu, 23. nóvember, Facebook, Internetið og tölvupóst.
  • Fræðslunefndin heldur utan um tölvuverið. Baldur, Ragnar og Thor verður þeim innan handar.
  • Þröstur kom með bók sem heitir Núpsskóli í Dýrafirði og hann hefur áhuga að kynna hana. Ákveðið að lesið yrði úr bókinni á menningarfundi.

 

Fundi slitið kl. 11:40

 

Thor B. Eggertsson, ritaði fundinn.