Fundargerð stjórnar- og nefnda 3. maí 2017

Stjórnar-og nefndarfundur 3. maí 2017 kl.10:00

að Borgum.

 

Mætt voru:

 

Jóhann Helgason, Hjördís B. Kristinsdóttir, Esther Ólafsdóttir, Baldur Magnússon, Ragnar Benediktsson, Thor B. Eggertsson, Jóhannes Ó. Garðarsson, Egill Sigurðsson, Hulda Jóhannsdóttir, Guðrún Birna Árnadóttir, Mínerva Sveinsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Nikulás F. Magnússon, Eggert Sigfússon og Birna Róbertsdóttir.

Fjarverandi voru: Rósa Jónsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Þröstur Sigtryggsson, Davíð B.Guðbjartsson, S.Dinah Dunn.

Fundaratriði:

1          Skemmtidagskrá 17. maí

2          Sölu- og handverksýning 27. maí

3          Upplýsingar frá nefndum á haustönn

4          Sumarið í Borgum

5          Dagskrá félagsstarfs 2017 til 2018

6          Önnur mál.

Jóhann Helgason formaður setti fundinn.

Esther Ólafsdóttir las upp síðustu fundargerð.

1          Skemmtidagskrá 17. maí. Grímkell sagði að dagskráin væri í mótun, að það væri ekkert merkilegt komið, en þeir eru að vinna í því. Jóhann spurði þá hvort Svanavatnið yrði á dagskrá eins og heyrst hefur og svaraði Grímkell því að það væri í athugun.  Jóhann nefndi nokkur atriði sem mætti athuga. S.s. Kórinn Hljóm, sem Guðrún Ísleifsdóttir syngur með og er hún að athuga hvort kórinn getur komið og sungið fyrir okkur. Einnig mætti athuga með Svavar Knút, hvort hann væri til í að spila og syngja, hann hefur komið áður. Svo eru tveir sem gætu verið með uppistand, Haraldur Sumarliðason og eða Gunnar Valgeir.

2          Sölu- og handverksýning 27. maí. Guðrún Birna sagði að það yrði mætt klukkan 10 um morguninn til að raða upp borðum svo mundi þetta ganga eins og alltaf. Kórinn syngur frammi og Jóhann spilar á nikkuna. Hjördís Björg ætlar að stjórna vöfflubakstrinum. Grímkell spurði hvort áhugi væri fyrir að hann mundi taka videó skot af handverksýningunni. Svona eins og hann gerði hér um árið. Var það samþykkt. Guðrún Birna sagði að það hefði hringt í sig kona og spurt hvort hún mætti koma með muni sem Helga heitin gerði til sýningar. Þetta var samþykkt.

3-1       Upplýsingar frá nefndum. Jóhannes óli sagði að Skotland hefði verið blásið af. Kanski skoðað síðar. 8. júní er plönuð ferð Suðurstrandarveginn og fyrsta stopp við Strandakirkju. Staðarhaldari tekur á móti okkur. Næsta stopp er við Húsið á Eyrarbakka, þar er margt að skoða og kanski hittum við orgelsmiðinn, þann eina á landinu svo vitað sé. Síðan förum við á Fjöruborðið og fáum okkur humarsúpu með ný bökuðu brauði. Þaðan er haldið í Hveragerði og eldri borgarar heimsóttir sem taka örugglega vel á móti okkur.

3-2      Fræðslunefnd hélt fund 21. apríl og ræddi um hvað yrði á dagskrá í haust. Ásta er tilbúin að halda áfram með postulínsmálunina (ef heilsa hennar leyfir ). Marteinn verður áfram með málaranámskeiðið. Fríða verður áfram með glerlist. Taflið verður áfram og tölvuleiðsögn. Thor kom með þá hugmynd að byrja í haust á námskeiðum fyrir facebook, internetið og tölvupóst. Hafa þetta sitt hvorn daginn. Svo er spurning með börnin í skólunum að fá þau aftur til að leiðsegja. Birna stakk uppá því að hún ásamt fræðslunefn hefði samband við námsráðgjafa í skólunum. Það kostar mikinn áhuga og samvinnu hjá námsráðgjöfunum. Síðan var nefnt hvort Logy kæmi inn með sölu á fatnaði. Það kom fyrirspurn hvort ekki væri hægt að „merkja“ fólk með nafni, þetta hefur nú komið til tals áður. Margir þekkja ekki fólk með nafni.

Birna upplýsti um að salirnir væru mjög uppteknir og það þyrfti að ákveða dagsetningar sem fyrst. Birna sendi á sundlaugina í gær að fá tíma 2x í viku klukkan 9:30. Vonandi gengur það. Hjördís Björg upplýsti um það að þeir sem skráðu sig á sundnámskeiðið hefðu ekki mætt og ekki látið kennarann vita, hún hafði ein mætt í síðasta tíma. Birna skkoðar þetta mál betur.

3-3      Menningarnefnd hefur ekkert hittst undanfarið og ekkert ákveðið. Talað hefur verið um að lesa uppúr Englum alheimsins og fá jafnvel Einar Má í heimsókn. Hugmynd um að fá Sigurð Skúlason með kennslu í ljóðagerð, ljóðalestri eða leiklist og tala við Þórð með skapandi skrif, sem er mjög vinsælt. Tala við hann í haust en hann hefur verið mjög upptekinn.  Það mætti tala við Skjerjafjarðar skáldið Kristján Hreinsson sjá hvað hann segir. Baldur ætlar hugsanlega að taka að sér að tala við Kristján. Jóhann stakk uppá Davíð Oddsyni, sem væri ekki leiðinlegt, hann er brandarakarl sem gæti fengið fólk til að hlæja. Þetta var nú svona uppástunga.

Farið verður á morgun í Listhús Steinunnar Marteinsdóttur í Mosfellsbæ og ætlar hún að taka á móti allt að 30 manns.

3-4      Skemmtinefndin. 17. maí er hugmynd um að fá lánuð hjól til að keyra fólk um hverfið. Það yrði fyrir hádegi klukkan 10-12. Síðan kom hugmynd um að fólk mætti með hatta. Svo ætla eldhússtelpurnar að sjá um að baka góða afmælistertu sem yrði seld á góðu verði. Annað er í athugun og kemur vonandi sem fyrst í ljós.

Skemmtinefndin hefur í huga í staðinn fyrir jólahlaðborð á Hótel Örk að leita annað, ætla þeir að fara saman og skoða aðra staði s.s. Hótel Glym, Hótel Rangá og fleira. Breyta til.

Heilmikið rætt um Bozzía, skráninguna og nýjar kúlur, athuga á verð á kúlum. Baldur ætlar að athuga það.

Ljósmyndaklúbburinn verður áfram, Baldur talaði við viðhaldið hjá borginni og fá þá til að setja upp lista  svo hægt sé að hengja upp myndir og fleira. Baldur kom með ágætis hugmynd að byrja veturinn með ljósmyndasýningu. Það yrði frábært. Thor kom með skanna fyrir ljósmyndir.

4          Sumarið í Borgum. Húsið verður opið frá 10-14 frá og með 10. júlí til 8. ágúst.

Skemmtinefndin ætlar að sjá um dagskrána á miðvikudögum í sumar, bozzia og félagsvist. Þá daga ætla Korpúlfar að sjá um kaffið. Það liggur frammi listi þar sem hægt er að skrá sig.

5          Dagskrá félagsstarfs 2017-2018.

Fyrsti fundur, stjórnar og nefndar verður 30. ágúst 2017.

Fyrsti félagsfundur verður 25. október 2017.

6          Önnur mál. Það fæddist sú hugmynd að allir Korpúlfar færu í boli merkta Korpúlfum. Það er verið að bíða eftir svari frá Arion banka um styrk. Vera í svona bolum í ferðinni austur. Bjóða á uppá þann möguleika að láta prenta nafnið á bolina.

Gönguhóparnir verða öflugir eins og alltaf og tína rusl.

Fundi slitið kl.11.45.

Esther ólafsdóttir ritari.