Ferð til Ungverjalands 6-13.sept. 2012

6.sept.

Ferðin byrjaði við Rimaskóla eins og svo margar ferðir Korpúlfa. Rútunni frá Guðmundi Jónassyni seinkaði um tæpan hálftíma vegna ókunnugleika bílstjórans um staðsetningu skólans. Einhver hafði orð á því að bílstjórinn hafi beðið við elliheimilið, ekki trúað því að við færum frá grunnskóla.

En það olli engum vandræðum,  við komum tímanlega til flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Fyrsti áfangi var Flugstöðin í Muchen í Þýskalandi. Þar tók fararstjórinn Soffía Halldórsdóttir á móti okkur. Frá Munchen var haldið bæjarins Passau sem er nærri landamærum Austurríkis og Þýskalands, um það bil 200 km frá Munchen.

Passau, sem var fyrsti gististaður ferðarinnar er í neðri Bavariu, við landamæri Þýskalands og Austurríkis, þar sem árnar Ill og Inn sameinast Dóná. Íbúafjöldi er um 50.500 en þar af eru um 10.000 stúdentar  við nám í háskólanum i Passau.

Á annarri öld fyrir Krist hröktust frá norður Ítalíu þjóðflokkur sem kallaður var „Boii“ þetta fólk settist að og myndaði borgríkið Boiodrum sem nú heitir Passau.  Í Passau var sverðasmíði og smíði annarra bitvopna,  sem eru orðlögð fyrir gæði. Sverðasmiðir stimpluðu sverð sín með Passau-úlfinum sem er í merki bæjarins. 1662 brann Passau, en var endurbyggð í „barrok“ stíl.images

Frá 1892 til 1894 bjó fjölskylda Adolfs Hitlers í Passau.

3.maí 1945 gáfust herir Nasista í Passau upp fyrir bandamönnum.

Gist var á Hotel Weisser Hase, hvíti hérinn. Kvöldverður mjög góður að okkar mati, og gisting bara fín. Hótelið er í miðbænum og  var því tilvalið að fá sér göngu um hann. Mjög snyrtilegur lítill miðbær.

Passau

Passau þar sem árnar Ill og Inn sameinast

Í mótökunni var ansi hugguleg stúlka elskuleg og lipur. Þegar einhver í hópnum spurði hana hvort einhverjir afkomendur herra Hitlers hafi gist á hótelinu, brosti hún út að eyrum og spurði,hver er þessi Hitler?

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Sólarsellu akur í Þýskalandi

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Hotel Weisser Hase í Passau

 

 

 

 

Stærð landsins er 93.032 km2. Íbúafjöldi rúmlega 10 milljónir.

Ungverjaland er lýðveldi.
Forsetinn heitir László Sólyom.
Aðal atvinnuvegur Ungverja er landbúnaður einkum mais og korn rækt.

Gjaldmiðill er Forint ca 2 forint í einni krónu (Kallaður Forynjur af Korpúlfum).
Flestir Ungverjar eru Rómversk-kaþólskir.
Þjóðarréttur Ungverja er gullassúpa.

-mikil paprika
-kjöt og grænmeti

Í kring um 895- 896 komu þjóðflokkar austan frá sléttunni vestast í Síberíu rétt austan Úralfjalla,  það voru einir sjö ættbálkar úgríta og magyara sem  sameiginlega fengu nafnið Magyarország sem landið heitir eftir. Ungverjar þessir stofnuðu konungsríkið Ungverjaland, um einni öld síðar.

Mongólar lögðu undir sig Ungverjaland og löndin í kring 1241.
Osmanir (Tyrkir) lögðu undir sig mest allt Ungverjaland á 16.öld. Habsborgarar réðu hluta Ungverjalands á móti Tyrkjum og skipti Dóná lengi löndum milli Habsborgara og Tyrkja . 1849 stofnuðu Ungverjar byltingarráð til að sporna við yfirráðum Habsborgara og fengu upp úr því sjálfsstjórn innan Austurríska-Ungverska keisaradæmisins.

Í síðari heimsstyrjöldinni fylgdi Ungverjaland Þjóðverjum og Ítölum. En þegar tók að halla undan fæti hjá Þjóðverjum, hóf þáverandi forsætisráðherra Ungverja Miklos Horthy friðarumleitanir við bandamenn. Hitler brást við því með að leggja undir sig Ungverjaland,  það var haustið 1944.

Talið er að allt að 40% gyðinga hafi fallið fyrir Nasistum í Búdapest einni í svonefndum Boga kross hreinsunum  1944 og 1945. Þrátt fyrir það er Búdapest  með hæsta hlutfall  gyðinga í evrópskum borgum.

Dóná rennur þvert yfir Ungverjaland  um 428 km af 2.850 km.

Landslagseinkenni Ungverjalands eru miklar sléttur.

Merkilegt að Ungverjar hafa haldið tungumálinu þrátt fyrir að í löndunum í kring séu töluð önnur og alls ólík mál.

Ungverjaland var fyrsta  austurevrópska ríkið til að ganga í NATO það var í mars 1999.

1.Maí 2004 fékk Ungverjaland inngöngu í Evrópubandalagið.

Frægir Ungverjar: Albert Szent-Györgyi fann upp  C-vítamínið og bjó til fyrstu gervi vítamínin.
Kálman Tihanyi  fann upp hitamyndavélina og plasma sjónvarpið. Edward Teller ásamt Roberti Oppenheimer
smíðaði fysrtu kjarnorkusprengjuna. László Bíró fann upp bírópennan. Emö Rubik fann upp Rubik kubbinn.
Þekkt Ungversk tónskáld.
Franz Liszt, Imre Kalman, Franz Lehár og Béla Bartók.

800px-Hungary_map[1]

Siófok 7.september Ferðin til Síófok er um 550 km, þar gistum við í fimm nætur .

Síófok stendur við Balaton vatn, sem er stærsta vatn í Miðevrópu og vinsæll ferðamannabær  jafnframt sá stærsti við Balaton vatnið.

Um 1866 varð Siófok vinsæll sumarleyfisstaður meðal annars fyrir veðursæld og heitar lindir sem raunar eru víða við vatnið og raunar um landið allt.

Það var um 1878 sem kirkjan sem átti jarðir við vatnið fór að selja lönd undir sumarhús.

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Vinabær Síófok í Finnlandi gaf þessa kirkju

 

Vatnsturninn sem byggður var 1912 sést víða að og er gott að hafa til að átta sig á hvar maður er staddur.  Nú er hann útsýnisturn.

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Vatnsturninn

Í Siófok eru ágætis verslanir svo sem eins og H&M. Einnig er markaðsgata í miðbænum þar sem er til sölu allt mögulegt.

Ungverjar eru kunnir að því að búa til góða skó og er verð á þeim sérlega hagstætt í Siófok.

Balaton vatnið er svo grunnt á þeim stað sem við dvöldum á, að  þegar vaðið er út í það nær það vart nema í hné þótt vaðið sé langt út í það.

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Balaton vatnið næst  Hotel Residence

Hótelið sem gist var á heitir Hotel Residence  mjög fínt „SPA-Hótel“  með öllum þægindum sundlaug, heitum pottum, gufuböðum og sundlaugarbar. Morgunmatur og kvöldverðir í fínu lagi.images-3 residence_hotel_siofok_2 Hotel Recidence

Þegar skoða átti kirkjuna komum við að lokuðum dyrum.images-1

Þá kvað Gunnar:  
Kirkju eina komum að.  
Kirkja sú var læst.
Sjálfsagt verður á sama stað.
Sé hana að innan næst.

Margt var áhugavert að sjá í Síófok, sem er stærstibærinn við Balaton vatnið.

Í miðbænum fjöldi listaverka, sem ánægja er að skoða.

images-2 Síófog-list-3 Síófok-list-2 Síófok-list-1
Seinnipart dagsins var haldið til veitingastaðar  skammt utan við Síófok.

Þar var sett á svið brúðkaup að hætti Ungverja. All skrautlegt og skemmtilegt .

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Spilarinn sem heillaði Ástu

Margt var til gamans gert.

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Hilmar og Jóna

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Brúðkaupsstaðurinn

Fiðlusnillingurinn virtist um tíma að minnsta kosti hafa mikið dálæti á Ástu .
Þá kveð Gunnar:
Ekkert veit og ekkert kann.
Yfir leit því skarann.
Ef Ástu vantar vænan mann.
Veit ég hvar hún fær hann.

Undir lok þessa brúðkaup fengu nokkrir Korpúlfar tækifæri til að kveikja í tilbúnu stéli eins svaramannsins , að ég held, eða var það ef til vill brúðguminn.

Eftir tilraunir og miklar tilfæringar tókst Hilmari loksins að kveikja í stélinu.
9.September  Ætlunin var að fara til Búdapest þennan dag. Vegna maraþonshlaups þar, var ákveðið að heimsækja bæina Balatonfüred og Tihany.

Balatonfüred er á Tihany skaganum ekki langt frá bænum Tihany orðið „füret“ er sennilega komið af orðinu „fürödni“ sem þýðir að baða, eða „fürdö“ sem þýðir bað. Í Balatonfüred eru þrjár fallegar kirkjur  Resormátus  templom,

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Katolikus Templon

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Brunnurinn með ölkelduvartninu

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Hressingarhælið

Katolikus templon og Evangélikus templom. Einnig er þar sjúkrahús eða öllu heldur hressingarhæli fyrir hjartasjúklinga. Á  torgi fyrir framan hressingarhælið er uppsprettulind sem menn drekka gjarnan úr, en vatnið er eins og ölkelduvatn, eða gos-vatn.
Tihany er bær sem stendur við norðanvert Balaton vatnið á Tihany nesinu sem stendur út í vatnið. Í Tihany er Benediktusar klaustur frá 1055 sem var stofnað af András I konungi.  (Andrési) 1046-1060.

 

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Benedikta klaustrið í Tihany

Í grafhvelfingu klaustursins eru jarðnenskar leifar hans og fleiri höfðingja. Í Tihany er brúðusafn allmerkilegt (Babamúzeum). Forláta kirkjuorgel frá 1764 (var sprengt í loft upp 1945.)

Tihany bærinn er  kjörinn til að villast og týnast í.

Margt fallegt er að sjá í Tihany listaverk og merkileg hús eins og paprikuhúsið svo eitthvað sé nefnt.

Tihany-2 Tihany-3 Tihany-4 Tihany-6 Tihany-5 Tihany-7

Þegar líða tók að heimferð til Síófok eftir velheppnaða heimsókn til Balatonfüred  og Tihany, var gott að hvíla lúna fætur og önnur bein.

Þegar átti að halda af stað til Síófok kom í ljós að tvær snótir vantaði.

Hafin var leit sem stóð yfir á annan tíma, án árangurs.

Þá kvað Gunnar:
Þessi hópur þér er kær.
Því skal ekki neitað.
Það týndust konur tvær.
Títt og ótt var leitað.

Svo kvað Ragnar.
Ferðafélaga lausnin kær.
Lét suma bíða nokkuð fjær.
Eina tók með sér hjarta hrein.
Hún girntist ekki að vera ein.
Sálir okkar þar um þenkja skalt.
Það er hægt að girnast allt.
Buldi í borði og brast við hátt.
Frúin hvæsti og sagði brátt.
Ykkur má það vera ljóst.
Þið talið ekki á þennan hátt.

11. September:
Hévíz . er  við vestur enda Balatonsvatns. Um það bil 90 km frá Síófok.

Þar er stærsta náttúrubað í heimi, að sögn heimamanna.

Þar verða allir að vera með kút sem ætla í laugina. Það er vegna dýpis lauganna sem er allt að 38 metrar, þar sem það er dýpst. Þar streyma upp  410 sek.lítrar af 40°c heitu vatni.

Hitastig vatnsins á yfirborði er 37-38°c á sumrin, en 24-26°c að vetri til.

Um 1795 er byggt baðhús úr timbri sem flaut á vatninu.

Hévíz-2

Frekari uppbygging  varð á árunum 1866 til 1868.

Hévíz-5 Hévíz-7 Hévíz-6

Á árunum 1944 til 1946 voru byggingarnar við laugarnar notaðar undir spítala, fyrst  af Þjóðverjum svo af Sovétmönnum.

Í dag er svæðið sem böðin og byggingar þeirra þekja, um 620.000 fermetrar. Sjálft baðsvæðið er 47.500 fermetrar. Vatnið í böðunum er lítillega geislavirkt .

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Kirkjan í Hévís

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Burðarvirki kirkjunnar eru límtré

Soffía flytur okkur fróðleik í Hévís   Það eru skemmtileg göngugata í miðbænum.

Þau nutu sín á göngunni Gunnar og Ásta.

11. september.

Búdapest  varð til við sameiningu þriggja borga 1873, það er Óbúda, Buda sem standa á vestari bakka Dónár og Pest sem stendur á eystri bakka Dónár. Búdapest er höfuðborg Ungverjalands og sjötta stærsta borg innan Evrópusambandsins, íbúarnir eru um 1,7 milljónir.

Rómverjar reistu á þessum slóðum  (um 89 eftir Krist,) byggð sem síðar varð að Obuda en þá var þar fyrir Keltnensk byggð. Orðið Pest er talið upprunnið úr tyrknesku.

Buda varð  höfuðborg Ungverjalands árið 1361.

Það eru yfir 24 heilsulindir í Búdapest einni. Heitt vatn sem er aðallega notað til að hita upp laugar og böð er 0,69 Gw

Á íslandi er orka heitavatnsins  sem er notað til húshitunar og rafmagnsframleiðslu 1,84 Gw að vísu tölur frá 2005.

Það eru um það bil 110 km til Búdapest frá Síófok

Uppreisnin í Ungverjalandi átti sér stað á milli 23  október og  10 nóvember árið 1956. Uppreisnin hófst meðal námsmanna sem gengu mótmælagöngu í höfuðborginni Búdapest að ungverska þinghúsinu. Hluti námsmannanna reyndi að koma kröfum sínum á framfæri í ungverska útvarpinu en sá hópur var tekinn höndum.

Er mótmælendur fyrir utan kröfðust lausnar þeirra skaut ungverska leyniþjónustan að mótmælendunum. Við fréttirnar af þessum átökum brutust út óeirðir um allt land.

Á leið til Búdapest kvað Gunnar:
Nú brunum við til Búda og Pest
Býsna langt frá hafi
En heima á Fróni flest er best.
Finnst ei nokkur vafi.

Hetjutorgið í Búdapest er sá staður sem ungverjar telja táknrænan fyrir uppreisnina.

Hetjutorgið

Það eru fallegar brýr sem tengja Búda við Pest ein sú frægasta er hengibrú þar sem  keðjur eru notaðar í stað víra. Þess konar brýr eru kallaðar keðjubrýr.

Keðjubrúin

Frá Gellerhæð var haldið að kastalanum  sem er í Búda, hann var aðsetur konunga Ungverjalands þar til Habsborarar tóku yfir Ungverjaland. Eftir valdatíð Habsborgara hefur kastalinn ekki verið bústaður þjóðhöfðingja Ungverjalands.

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Frá kastalanum

Búdapest verður ekki skoðuð á einum degi, það er alveg víst.

Myndir frá Hetjutorginu.

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Á leiðinni frá Deggendorf gat Soffía þess að hitastigið hafi lækkað um 20° og óttaðist hún mest að það færi að snjóa.
Þá kvað Hrönn:
Hitastigin hröðum skrefum lækka,
haglél er í næsta bakka.
Heim ég hraða mér,
veit ei hvernig fer,
ef ég ekki flýti mér að pakka.
Svo kvað Hrönn:
Ungverjalands undur höfum kannað.
Unað höfum saman  við eitt og annað.
Sólarbað og sund.
Reyndist létta lund.
Það Korpúlfarnir hafa núna sannað.
Enn kvað Hrönn:
Þessum góða hóp við viljum þakka.
Þegar ég að lokum fer að pakka.
Heim við höldum hress.
Og segjum verið bless.
Til næstu ferðar þegar fer að hlakka.

 

12.september. Deggendorf síðasti gististaður ferðarinnar er í Bavaríu eins og Passau, rétt við landamæri Þýskalands og Austurríkis. Íbúar Deggendorf eru um 31.800 og stærð um 77,2 ferkílómetrar.

Talið er að byggð á þessum slóðum sé um 8000 ára gömul.

Hótelið sem við gistum á heitir nH Parkhotel Deggendorf. Mjög þægilegt hótel með þeim þægindum sem þarf fyrir ferðalanga eins og okkur. Kvöldverðurinn var í fínu lagi og barinn líka.

Um morguninn sem við fórum þaðan til Munchen gengum við um aðalgötuna svona uppúr kl.08. Þá var búið að opna grænmetis, kjöt- og ávaxtamarkað við götuna. Að sjálfsögðu voru bakaríin opin.

Fólk tekur greinilega daginn snemma þarna.

Það vakti athygli okkar að það voru engar tyggjó slettur á gangstéttum Deggendorf frekar en í Passau en það er ekki því að heilsa hjá okkur í Reykjavík.

Daggendorf-3 Daggendorf-2 Daggendorf-1