Ferð um Suðurstrandaveg 8.júní 2017

 

Lagt var upp frá Borgum kl. 09:00 8. júní. Leiðin lá suður í Straumsvík. Við Álverið var beygt til vinstri. Ekið yfir Kapelluhraun yfir Sveifluháls meðfram Kleifarvatni og bænum Krísuvík til Strandakirkju. Þar flutti Baldur Kristjánsson erindi um tilurð kirkjunnar skemmtilegt og fræðandi.

VLUU L310W L313 M310W / Samsung L310W L313 M310W

frá Strandakirkju lá leiðin framhjá Þorlákshöfn til Eyrarbakka, þar var byggðasafn Árnesinga heimsótt. Það eru nokkur hús sem mynda það, húsið er það sem safnið er oftat kallað. Davíð settist við píanóið og spilaði af innlifun.

Frá Eyrarbakka var haldið til Stokkseyrar á veitingahúsið Við Sjávarsíðuna, þar var snædd humarsúpa með brauði og tvennskonar viðbiti.

Eftir súpusnæðinginn var orgelsmiðurinn Björgvin Tómasson heimsóttur í orgelsmiðju hans Björgvin flutti skemmtilega tölu um orgelsmíði og sagði frá orgelum sem hann hafði smíðað og hvar þau eru.

Frá Stokkseyri lá leiðin til Hveragerðis þar sem eldri borgarar tóku á móti okkur með kaffi og kökum. Það var sungið bæði Hvergerðingar og Korpusystkin sungu saman.

Frábær ferð skipulögð af ferðanefndinni undir foristu Jóhannesar Óla