Fundargerð stjórnar- og nefnda, haldinn 5. apríl 2017

Fundargerð stjórnar- og nefnda Korpúlfa, haldinn 5. apríl 2017

Mætt voru: Jóhann Helgason, Jóhannes Óli Garðarsson, Esther Ólafsdóttir, Ragnar Benediktsson, Baldur Magnússon, Egill Sigurðsson, Rósa Jónsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Minerva Sveinsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Thor B. Eggertsson, Guðrún Birna Árnadóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Nikulás Friðrik Magnússon, Davíð Guðbjartsson, Eggert Sigfússon, S. Dinah Dunn og Birna Róbertsdóttir. Þröstur Sigtryggsson var veikur.

 

Fundarefni:

1          Lesin upp fundargerð síðasta fundar

2          Sölu og handverksýning Korpúlfa, dagsetning og skipulag

3          19 ára afmæli Korpúlfa 19. apríl

4          Félagsfundurinn 26. apríl

5          Afmæli í Borgum 3 ára 17. maí samstarfsverkefni

6          Önnur mál

Jóhann Helgason formaður setti fundinn.

Esther Ólafsdóttir las upp síðustu fundargerð.

2          Sölu- og handverkssýning á Grafarvogsdaginn 27. maí. frá kl. 13:00-16:00.

Auglýsa þetta vel. Hafa vöflukaffi. Djús fyrir börnin og fríar vöflur. 500 kr fyrir fullorðna.

Sækja um styrk frá Reykjavíkurborg. Guðrún Birna stjórnar þessu. Birna ætlar að búa til lista yfir þá sem ætla að starfa í eldhúsinu.

3          Afmæli 19. maí. Anna Magnúsdóttir bakar 300 kleinur. Stjórn og skemmtinefnd sjá um viðburði. Fögnum sumri og kveðjum veturinn.

4          Félagsfundurinn 26. maí.  Korpusystkin syngja í byrjun og enda fundar. Börn frá Suzuki skólanum koma og spila. Erla Björnsdóttir svefnráðgjafi kemur til okkar með erindi í .20 mínútur. Danspar eldri borgarar dansa fyrir okkur. Sveinbjörn Bjarnason Korpúlfur talar um sorg og sorgar viðbrögð. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn og prestur. EF á þarf að halda verður Edda línudanskennari tilbúin og eins menningarnefnd með upplestur ef þarf. Það á eftir að raða dagskrá á daginn.

Birna minnti á að það þyrfti að selja fána, merki, söngbækur og bókina Smelli Bæði á Handverksýningunni og félagsfundinum.

5          Borgir 3 ára 17. maí. Ákveðið er að hafa skemmtidagskrá. Svona hátíðardagskrá. Endilega að koma með hugmyndir. Ein hugmynd er að dansa part úr Svanavatni, strákarnir ætla að dansa og Benedikt íþróttaþjálfari ætlar að þjálfa þá. Skemmtinefndin sér um þetta.

6          Önnur mál: Ferðanefnd, 46 skráðir í austuferðina, 69 í Króatíu Skotlandsferðin eru 19 skráðir en hún verður ekki farin nema það verði 30. Það má skrá sig til 26. apríl, en þá þarf að greiða strax.

Fræðslunefnd, allt gengur vel svo sem postlínsnámskeiðið.

Menningarnefnd, Búið að ákveða að sleppa 6. apríl, síðan koma 2 frídagar. 4. maí er ákveðið að fara í Mosfellssveit og skoða safnið hennar Steinunnar Marteinsdóttur. Hún tekur hámark á móti 30 manns. Hún tekur ekkert fyrir, en það á að færa henni gjöf. Förum þetta á einkabílium. Þetta verður það síðasta sem menningarnefnd gerir þetta starfsárið.

Skemmtinefnd, Grímkell upplýsti um fund sem haldinn var 22. mars. Nefndin ætlar að taka að sér að koma með skemmtiatriði 17. maí.

Gott væri ef nefndirnar hittist og komi með drög að haustönnum. Athugi hvort dagsetningar sem verið hafa henti áfram.

Minerva tók til máls og sagði að erfitt yrði að fá atriði fyrst vinnan verði gefin upp til skatts en það þarf að koma í ljós. Jóhannes Óli sagði að hér eftir væri ekki um annað að ræða en gefa allt upp til skatts.. Það þyrfti að upplýsa fólk strax um þetta það bara selur sína þjónustu sem því nemur.

Menningarnefnd taki að sér að panta miða á Ellý í haust, t.d. í október.

Davíð sagði frá því að dóttir hans sé komin með aðra bók og er til í að kynna hana hjá okkur næsta haust bókin kemur út núna í vor.

Í hugmyndakassa var hugmynd um steinamálun. Stefna að því næsta haust. Þetta er mjög góð hugmynd.

Baldur sagði frá styrk, sem Reykjavíkurborg kom með uppá 320. þúsund fyrir hreinsunar átak: Hreinsun gönguleiða. Nikulás tekur það að sér að skipuleggja þetta og ætlar Davíð að aðstoða hann. Gera allt fínt fyrir sumarið. Baldur ætlar að standa við grillið í tengslum við átakið.

Ragnar minntist á að þeir sem nýta sali hússins, verði að ganga frá sal í sama ásigkomulagi og tekið er við salnum.

Klappað var fyrir Guðrúnu Birnu og Sigurjóni fyrir dugnað þeirra við ruslatýnslu.

Baldur minnti á að það er opið fyrir ábendingar um hugmyndir inná vef Reykjavíkurborgar: Betri Reykjavík. Nú er hægt að gefa þeim hugmyndum atkvæði, sem eru komnar inná vefinn. Grafarvogsbúar eru lang efstir í ábendingum til borgarinnar og eiga Korpúlfar þarna hugmyndir. Það er margt áhugavert sem komið er og mætti aðstoða fólk við að kjósa í tölvuverinu, við gætum auglýst einhverjar tímasetningar.

Nikulás kom með þá snjöllu hugmynd að hafa ruslið sem Korpúlfar tína sýnilegt. Setja það á opna kerru og fá svo fræðslu um ruslið. Íslenska gámafélagið er með fræðslu. Þeir taka á móti hópum.

Grímkell tók til máls og sagði frá heimsókn okkar í Rúmfatalagerinn og bar upp þá hugmynd að færa þeim fána Korpúlfa á stöng, merkið okkar ásamt kveðju. Var það samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 11:30 og allir klöppuðu á axlir hvers annars.

Esther Ólafsdóttir ritari.