Verklagsreglur nefnda Korpúlfa febrúar 2017

Verklagsreglur nefnda Korpúlfa febrúar 2017

 

 

  • Nefndirnar skipta með sér verkum og kjósa sér formann, ritara og meðstjórnanda. Stjórnin getur falið nefndum ýmis verkefni til úrlausnar.

 

  • Við stærri uppákomur félagsins skili nefndirnar inn
  1. Kostnaðaráætlun (áður en viðburður á sér stað og lagt fyrir stjórn Korpúlfa til samþykktar)
  2. Kostnaðaruppgjör (við lok viðburðar, lagt fram á sameiginlegum stjórnar og nefndarfundum Korpúlfa).

 

    3    Ferðanefnd hefur umsjón með öllum ferðalögum félagsins.

         Skemmtinefnd hefur umsjón með skemmtunum af ýmsu tagi

          s.s. bingo,félagsvist.

           Fræðslunefnd hefur umsjón með fræðslumálum af öllu tagi og

          námskeiðum á vegum  Korpúlfa.

         Menningarnefnd sér um menningarviðburði á vegum Félagsins

          s.s leikhúsferðir, bókmenntaviðburði, tónlistaviðburði.

 

    4    Áhersla er lögð á, að nefndirnar geti sameinast um verkefni

          þegar á þarf að halda og vinni saman að hugmyndum.

 

    5   Nefndunum er frjálst að leita til fleiri félagsmanna eftir

          hjálparhönd, þegar á þarf að halda.