Samþykktir Korpúlfa samtaka eldri borgara Í GRAFARVOGI

Samþykktir Korpúlfa samtaka eldri borgara Í GRAFARVOGI

1.grein.

Félagið heitir Korpúlfar samtök eldri borgara í Grafarvogi, með heimili og varnarþing í Reykjavík.

2.grein.

Félagar geta þeir orðið, sem þess óska og eru búsettir í Grafarvogi og náð hafa 60 ára aldri.

Nýir félagar fara samhliða inn í félagatal félagsins og þeim kynnt hugmyndafræði félagsins og afhent upplýsingargögn um starfsemi Korpúlfa

  1. grein.

Tilgangur félagsins er að bjóða uppá uppbyggjandi og fjölbreytt félagsstarf þar sem flestir geta fundið vettvang við sitt hæfi. Fyrirbyggja þannig félagslega einangrun með því að skapa góðan félagsanda, treysta vináttubönd og hvetja til frumkvæðis og sjálfstæðra athafna.

Félagið skal standa fyrir áhugaverðri starfsskrá sem er í sífelldri mótun, háð hugmyndaflæði og virkni félagsmanna hverju sinni.

  1. grein.

Stjórnarkosning:

Aðalstjórn félagsins skipa fimm menn og einn til vara. Formaður skal

kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn, en aðrir stjórnarmenn til eins árs. Enginn

stjórnarmaður má sitja í stjórn lengur en fjögur ár samfleytt.

Stjórnin velur sér varaformann, gjaldkera og ritara úr sínum hópi.

Stjórnin fer með allt framkvæmdavald milli aðalfunda, meðferð fjármála, notkun

húsnæðis og eigna félagsins. Stjórnin skal halda stjórnarfundi minnst einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.

  1. grein.

Nefndakosning:

Stjórninni til aðstoðar skal kjósa fjórar nefndir á aðalfundi, fræðslunefnd, skemmtinefnd, menningarnefnd og ferðanefnd. Hver nefnd skal skipuð þremur félagsmönnum að undanskildri skemmtinefnd sem skipuð er fimm félagsmönnum. Nefndirnar skipta með sér verkum og starfa eftir þeim verklagsreglum sem gilda um nefndir Korpúlfa. Þó skulu ákvarðanir sem fela í sér fjárútlát og eða eru í nafni Korpúlfa leggjast fyrir stjórn félagsins til samþykktar. Nefndirnar skulu halda gerðabók og leggja fram til kynningar á sameiginlegum stjórnar og nefndarfundum. Ennfremur getur stjórnin skipað nefndir til sérstakra verkefna sem hún ákveður hverju sinni.

  1. grein.

Aðalfundur skal haldinn í febrúar eða mars ár hvert. Stjórnin boðar til aðalfundar

viku fyrir aðalfund, bréflega eða með auglýsingu í dagblöðum.

Á aðalfundi skal taka fyrir þessi mál:

  1. Skýrslu stjórnar
  2. Reikninga
  3. Lagabreytingar. Tillögur að breytingum á samþykktum Korpúlfa skulu berast stjórninni fyrir 15 janúar, til kynningar á félagsfundi sem haldinn er í lok janúar eða byrjun febrúar. Samþykki a.m.k. 50% fundarmanna þarf til að breytingarnar nái fram að ganga.
  4. Stjórnarkosning.
  5. Nefndarkosning.
  6. Önnur mál.

 

Samþykkt á aðalfundi Korpúlfa 22. febrúar 2017