Fundargerð stjórnar- og nefnda 1 mars. 2017

Stjórnar og nefnda fundur Korpúlfa, 01. 03. 2017. 10:00 Borgum.

 

 

 

Mættir voru:

Jóhann Helgason, Hjördís B. Kristinsdóttir, Esther Ólafsdóttir, Baldur Magnússon, Ragnar Benediktsson, Thor B. Eggertsson, Jóhannes Ó. Garðarsson, Egill Sigurðsson, Hulda Jóhannsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Guðrún Birna Árnadóttir, Sigríður Gísladóttir, Mínerva Sveinsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Þröstur Sigtryggsson, Grímkell Arnljótsson, Davíð B. Guðbjartsson, S. Dinah Dunn, Nikulás F. Magnússon, Eggert Sigfússon og Birna Róbertsdóttir.

 

 

Fundardagskrá:

1                Lesin upp síðasta fundargerð stjórnar og nefndarfundar 1. feb. 2017.

2                Farið yfir verklagsreglur, samþykktir Korpúlfa.

3                Nýtt verklag í peningasjóðum félagsins.

4                Upplýsingar frá nefndum.

5                Félagsfundur 29. mars 2017.

6                Önnur mál.

 

Jóhann Helgason formaður setti þennan fyrsta fund nýrrar stjórnar og nefnda á nýju starfsári.

 

1                Esther Ólafsdóttir las upp fundargerð síðasta fundar 1. febrúar 2017.

 

2                Jóhann formaður las upp verklagsreglur og samþykktir Korpúlfa. Þær voru samþykktar og síðan dreift til allra fundarmanna.

 

Birna dreifði lista með nöfnum, netföngum og símanúmerum stjórnar og nefndarmanna.

 

Listasmiðjan á að vera sem mest opin og þar hefur hver nefnd sinn skáp.

Hér eiga allir að hjálpast sem mest að.

 

Símatími formanns á fimmtudögum milli kl. 09 og 10 verður áfram S:517-3040.

 

3                Baldur fór yfir nýtt verklag í peningamálum. Hér eftir er það skilyrði, að verktakar sem vinna fyrir Korpúlfa leggi fram reikning. Öll aðkeypt þjónusta. Okkur barst ábending um að þetta gengi ekki. Nýasta dæmið er hjóðfæraleikur á þorrablóti. Það má gera ráð fyrir að þjónustan hækki. Það þarf bara að koma í ljós. Við þurfum að senda á þessa aðila launamiða. Jóhannes Óli tók til máls og sagði að við verðum að gera aðilum grein fyrir því hvernig þetta á að vera, fyrir aðkeypta þjónustu. Þetta er eingöngu fyrir það sem greitt er úr sjóði. Þessi venjulegu námskeið verða eins og verið hefur, þetta á aðallega við stóra viðburði. Gott er ef nefndirnar verða með kostnaðaráætlun og kostnaðaruppgjör. Geri drög að haustönn og drög að vorönn.

 

Birna vakti athygli á því að stofna styrktarsjóð fyrir þá sem lítið hafa, en langar til að taka þátt í námskeiðum. Ef fólk vildi velta þessu fyrir sér. Það var vel tekið í það.

 

Hjördís Björg kom með fyrirspurn, nú hefur menningarnefnd sótt um styrki fyrir viss verkefni hjá sér, hefur það ekki dugað. Baldur upplýsti að það hefðu fengist tveir styrkir: 50. þúsund frá Hverfissjóði og 150. þúsund frá Menningarnefnd Reykjavíkurborgar sem hafi að mestu dekkað þetta. Á þessu ári fékkst styrkur uppá 250. þúsund, eyrnarmerktur Skapandi Skrifum.

 

4                Egill las upp fundargerð ferðanefndar. Beðið er eftir frekari upplýsingum til að hægt verði að kynna ferðirnar betur og láta upplýsingar liggja frammi.

 

Fræðslunefnd, það eru engar sérstaklegar upplýsingar.

 

Menningarnefnd: Það á ekki að fá Sigurð til að lesa leikrit. Það má leita til hans næsta haust. Á þeim fundum sem eftir eru fram á vor verður lestur uppúr bókum og sagðar sögur. Þröstur Sigtryggsson ætlar að lesa uppúr bók sem hann fékk sem drengur, 1946. Óskað er eftir fleiri karlmönnum á fundi menningarnefndar.

 

Skemmtinefnd: Búið að halda fund og kynna starfið. Það var haldin fundur í Ljósmyndaklúbbnum. Afar léleg aðsókn er að klúbbnum og var ákveðið að breyta fundartímanum. Auglýsa klúbbinn betur upp en alls ekki að leggja hann niður, sagði formaður Korpúlfa Jóhann Helgason. Hjördís Björg sagði að hún ætti ekki almennilega myndavél, en það á ekki að vera fyrirstaða að mæta í klúbbinn. Fólk getur notað símana sína. Og svo er hægt að læra svo margt af þessum snillingum sem standa fyrir klúbbnum.

 

Vigfús er að búa til fundargerðabækur fyrir nefndir.

 

5                Félagsfundur 29. mars. Ekkert svo sem komið þar fram. Auglýstur síðar.

 

6                Önnur mál: Jóhannes Óli hættir sem áheyrnarfulltrúi í Hverfisráði og Hjördís Björg tekur við og Jóhannes Óli verður varamaður. Tillagan samþykkt með lófataki.

 

Birna mynnti á að nefndir geta leitað til annarra félagsmanna með aðstoð.

 

Það er verið að skipa sögunefnd. Nefndinni er ætlað að skrifa sögu Korpúlfa frá upphafi og gefa út bók í apríl 2018.

 

Fundi slitið kl 11:30

 

Esther Olafsdóttir ritari