Fundargerð stjórnar og nefnda 1. febrúar 2017

Fundargerð stjórnar- og nefnda Korpúlfa, haldinn 1. febrúar 2017

 

Mætt voru: Jóhann Helgason, Jóhannes Óli Garðarsson, Esther Ólafsdóttir, Ragnar Benediktsson, Baldur Magnússon, Stefán Nils Stefánsson, Hjördís Alfreðsdóttir, Egill Sigurðsson, Rósa Jónsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Eygló Halla Ingvarsdóttir, Guðrún Ísleifsdóttir, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Minerva Sveinsdóttir og Birna Róbertsdóttir.

 

Fundarefni:                     

 

1   Aðalfundur Korpúlfa 22. febrúar 2017

2   Þekkingardagur velferðarsviðs 10. febrúar 2017       

3    Upplýsingar frá nefndum                      

4    Upplýsingar frá Þorrablótsnefnd         

5   Önnur mál

             

 

 

Jóhann Helgason formaður setti þennan síðasta fund þessa starfsárs.

Esther Ólafsdóttir las upp síðustu fundagerð.

1          Aðalfundur: Venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, lagðir fram reikningar og útskýrt af gjaldkera. Korpusystkin syngja í byrjun og enda fundar. Lesið uppúr bókinni Smell. Hafi félagsmenn eitthvað fram að færa er það vel þegið. Uppstillingarnefnd upplýsir fundinn um tilnefningar í stjórn og nefndir. Fundarboð verður sent út nú um miðjan mánuðinn.

2          Þekkingardagur velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í fyrsta sinn sem velferðarsvið heldur þekkingardag. Sölubásar og kynningarstandur. Upplagt að koma með handverk til sýnis og sölu. Eins vera með fána, merki og kort Korpúlfa. Hafa svo bókina Smell til sölu.

3          Upplýsingar frá nefndum: Fræðslunefnd: Ekki margt að frétta, þó er búið að vera skáḱmót. Boccia fer vel af stað. Einnig námskeiðið hjá Fjólu í prjónverki.

3.2       Skemmtinefnd: Frá skemmtinefnd kom ekki margt.

3.3       Menningarnefnd: Það á að hafa bókmenntakynningu með Björgu Einarsdóttur. Síðan verður æfing með Sigurði Skúlasyni sem leiðbeinanda út febrúar og fram í mars. Upp kom sú hugmynd hjá Sigurði að æfa leikrit, t.d. maður á mislitum sokkum. Hann er mjög þakklátur fyrir að við mundum eftir honum. Var vel tekið í leikrit af fundarmönnum.

3.4       Ferðanefnd: Það er orðið fullt í vorferðina. Við erum farin að huga að haustferðinni. Við erum bæði með Króatíu og Slóvaníu. Króatíuferðin verður 12. – 19. september. Það eru góð hótel.

 

4          Þorrablótsnefnd: Búið að fá happadrættisvinninga. Það á að selja miðana á morgun 2. febrúar. Það er búið að ganga frá öllu við Grétar í Stjórninni. Kórinn syngur og farið verður með mynni karla og kvenna.

5          Önnur mál: Upp er komin sú hugmynd að selja píanóið sem nýtist ekki lengur. Það er flygill í húsinu. Losna þarf við píanóið, því setja á upp tölvuver, þar sem píanóið er nú.

Eygló Halla minntist á bekkinn, sem er inní vinnuherbergi. Safnar ryki því engin yfirbreiðsla er yfir. Bekkur þessi var keyptur þegar við vorum á Korpúlfsstöðum. Til öryggis ef einhver fer í yfirlið. Það eru til koddar og mætti kaupa teppi. En fram kom að herbergið er oft læst svo það þyrfti að koma bekknum fyrir utan þessa herbergis. T.d. í holinu við klósettinin, hengja það þar uppá vegg eða inní geymslu. Í ljós kom að fáir vissu af þessum sjúkrabekk. Ef það þarf að leggja einhvern útaf þá eru til koddar, inní skáp. Það þyrfti að auglýsa þetta svo allir viti af þessu. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa fengið leiðsögn á þetta allt, s.s. hjartastuðtækið sem til er í Borgum.

Boðið verður í mat eftir fundinn. Það verður lambagúllas.

Grímkell sagði frá þema sem ljósmyndaklúbburinn er með. Prentun ljósmynda. Kenna fólki að nota eigin prentara.

Jóhannes Óli las upp gamanmál.

Grímkell sagði frá leikfimi æfingum, sem Benedikt þjálfari setti saman og bað fólk að koma í einn frían prufutíma.

Jóhann mynntist á glitmerki sem hægt er að fá hjá Tryggingarfélögum. Endilega að fá endurskinsmerki. Hvernig væri að Korpúlfar beri nafnspjöld. Það væri mjög skemmtilegt.

Það er í vinnslu að setja eitthvað á steinana svo ökumenn taki betur eftir grjótvörninni við innganginn. Grjótið sést ekki vel í myrkri.

Vigfús ætlar að binda inn lausu blöðin fyrir gestsbókina og er byrjaður á því. Býr einnig til fleiri.

Jóhann þakkaði stjórn og nefndum fyrir vel unnin störf á þessum vetri og bað fólk að klappa sjálfum sér á öxlina og þakka sér sjálfum vel unnin störf.

Matur borinn fram.

 

Fundi slitið kl.11:30

Esther Ólafsdóttir ritari.