Fiskbúðin Hafið

Verið velkomin

Hafið · Hlíðarsmára og Spönginni

Hafið er sérverslun með hágæða fiskafurðir og meðlæti fyrir kröfuharða neytendur. Markmið okkar er að vera leiðandi fyrirtæki hvað varðar fiskverslanir landsins og bjóðum aðeins uppá gæðaafurðir. Við leggjum mikið uppúr því að allir fari ánægðir út frá okkur.

Fiskborðin okkar eru þéttsetinn af landsins mesta úrval af tilbúnum fiskréttum til að ofnbaka, steikja eða grilla sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að elda dýrindis máltíð á nokkrum mínutum án nokkurar fyrirhafnar. Einnig erum við með smekkfullt fiskborð af ferskasta fiskfangi dagsins tilbúinn til þinnar eigin meðhöndlunar.

hafid
Við erum á  facebook!  Tilboð og fréttir alla daga.

Fiskurinn okkar

hafid

Framúrskarandi hráefni. Topp þjónusta. Sanngjarnt verð.

Hafið býður upp á mikið úrval fisktegunda. Við eigum til allt það helsta ásamt ýmsum öðrum vörum sem er spennandi að prufa. Þið getið ávallt leitað til okkar með séróskir og við reynum að útvega hvað sem er sé það ekki til hjá okkur.

Við hjá Hafinu höfum mikla reynslu af fiskverslun og meðhöndlun fisks. Okkar markmið er að bjóða ávallt upp á fyrsta flokks fisk og vera með fyrsta flokks vörur til sölu fyrir okkar viðskiptavini. Annars flokks er ekki til hjá okkur.

Við kaupum eingöngu fisk beint af fiskmörkuðunum um land allt sem að veiddur er af smábátum sem að róa út daglega og veiða á línu. Hann er síðan handunninn, verkaður og undirbúinn af okkur í Hafinu og koma vélar og tæki hvergi þar nálægt. Það er gert til að tryggja sem bestu gæðin fyrir viðskiptavini okkar hverju sinni. Bleikjan okkar er í sérflokki og kemur frá verðlauna fiskeldi í Þorlákshöfn og laxinn okkar er gæðaeldislax að vestan.

Allur fiskurinn okkar er því meðhöndlaður af fagmennsku af okkur sjálfum.

hafid

Mötuneyti & veitingastaðir

Framúrskarandi hráefni. Topp þjónusta. Sanngjarnt verð.

Við hjá Hafinu tökum að okkur að útvega ferskan fisk og fiskrétti fyrir stærri sem smærri mötuneyti. Við hjá Hafinu erum að þjónusta marga af þekktustu kokkum og veitingastöðum í bænum og við bjóðum þar uppá sveigjanleika og þjónustu sem að á sér enga líka.

Það margborgar sig að tala við okkur í Hafinu og spyrjast fyrir í síma 554-7200 hvað við getum gert fyrir þig eða senda okkur póst á hafid@hafid.is með fyrirspurn.

Framúrskarandi hráefni.

Hafið fiskverslun var opnuð árið 2006 af tveimur æskuvinum úr Hafnarfirðinum þeim Eyjólfi Júlíusi Pálsyni og Halldóri Heiðari Halldórssyni. Eyjólfur hafði þá starfað í allnokkur ár í fiskibransanum og átt þann draum lengi að opna sína eigin búð og gera hana að þeirri allra bestu á landinu. Samvinna þeirra og metnaður hefur skilað sér í gæðum og ferskleika sem að fáir geta státað sig af. Og þeir stefna bara áfram og hærra. Það var svo sumarið 2013 sem að þeir opnuðu annað útibú af Hafinu fiskverslun í Spönginni Grafarvogi í samvinnu við Pál Fannar Pálsson bróðir hans Eyjólfs sem var búinn að vinna með strákunum í Kópavoginum frá opnun.

Eigendur Hafsins:
Eyjólfur Júlíus Pálsson og Halldór Heiðar Halldórsson
Verslanir að Hlíðarsmára 8, Kópavogi og í Spönginni, Grafarvogi.
Sími: 554 – 7200

Kennitala: 690399 – 2379
netfang: hafid@hafid.is

hafid

Við erum á facebook! Fylgist með, tilboð og fréttir alla daga.

Hafðu samband

Tvær verslanir ~ Kópavogi og Grafarvogi

Það margborgar sig að tala við okkur í Hafinu og spyrjast fyrir í síma 554-7200 hvað við getum gert fyrir þig eða senda okkur póst með fyrirspurn.

Sími: 554-7200
Verslanir: Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi (fyrir ofan Smáralind) og Spönginni, 112 Grafarvogi
Netfang: hafid@hafid.is
Vefur: www.hafid.is

Kennitala: 690399-2379

 hafid