Ferð á Unaðsdaga í Stykkishólmi 2014

Ferð Korpúlfa á Unaðsdaga í Stykkishólmi 2014

Sameinast var í einkabíla , og vorum við alls 17 Korpúlfar, sem lögðum af stað um hádegi. Veðrið var nokkuð gott, skýjað en þurrt. Á hótelinu í Stykkishólmi fengum við góð herbergi á sama gangi. Hér voru einnig eldri borgarar frá Selfossi, Hveragerði , Hafnafirði og frá Vesturgötu 7, alls ca 60 eldri borgarar sem tóku þátt í Unaðsdögum. Maturinn var alla dagana frábær, hefðbundinn morgunverður, léttur hádegisverður og þríréttað á kvöldin. Var kvöldverðurinn bæði fallega skreyttur og fram borinn. Sett hafði verið upp dagskrá fyrir alla dagana, en fólk tók þátt í henni að vild. Alla daga var „Happy Hour“og öll kvöld skemmtidagskrá og dans. Sá sem stjórnaði skemmtidagskránni var Lárus Á Hannesson. Sagði hann bæði skemmtisögur og söng frábærlega vel. Hljómsveitin var ekki alltaf eins skipuð, en þessi nöfn voru nefnd : Hólmgeir,á pianó, Hafþór á trommur,Jón Glúmur,á bassa og Símon Hjaltalín ,söngvari að ógleymdri hinni stórgóðu Heddý, sem söng nokkrum sinnum fyrir okkur með píanóleik Jóseps Blöndal, læknis. Lárus og Heddý tóku líka lagið nokkrum sinnum saman mjög góð. Jóhann okkar lét ekki sitt eftir liggja stjórnaði bæði fjöldsöng með harmonikkuna og gjarnan Davíð og Stefán sér til liðsauka og einnig spilaði hann með hljómsveitinni nokkur kvöld og hélt uppi fjörinu.

Frítt var í sund og var fólk hrifið af saltvatns heitum pottum sem þar eru, og einhverjir voru duglegir að fá sér morgungöngu.

Þriðjudagsmorguninn rann upp bjartur og fagur, örlítil gola og 5° hiti. Kl. 11, var haldið í ævintýrasiglingu með Sæferðum , sem tók rúml. 2 klst. Siglt var á bátnum Særúnu og var leiðinni lýst úr brúnni. Siglt var mjög nærri eyjunum, eiginlega alveg að sumum, og sáum við því fuglinn vel sem sestur var í eyjarnar. Komið var að Þórishólma (þar bar mest á ritu og kannske fíl ), Hvítabjarnareyju, Dímonarklökkum (Klakkeyjum) þar réðu skarfarnir ríkjum, en dálítið var einnig af lunda. Í Eiríksvogi við Klakkseyjar er sagt að Eiríkur rauði hafi falið báta sína. Purkey er sérstök stuðlabergseyja, það liggur þó ekki allsstaðar eins. Þar sem við komum að henni var eins og við sæum í endana á stuðlunum, annars staðar voru þeir hallandi og enn annars staðar lóðrétt. Fallegt og sérstakt. Þá var tekið stímið að mynni Hvamsfjarðar, til að sjá hinar miklu straumrastir sem þar myndast. Á stóru sker þar í mynninu voru tvö appelsínugul siglingarmerki sem enn er siglt eftir, en þetta er erfið leið vegn strauma og skerja.
Eftir hádegi var farið í heimsókn á keramik verkstæðið „Leir 7“ Leirinn sem unnið er úr er grafinn upp í Fagradal á Skarðsströnd. Buðu þær gestum upp á soðinn krækling, harðfisk og söl.

Á miðvikudagsmorgun var rigning en þá átti að fara í morgungöngu með leiðsögn í Setrið. Aðeins þeir hörðustu gengu en aðrir fóru akandi, líka var að upp og niður brekkur var að fara og ekki á allra færi. Fengum við leiðsögn Einars Karlssonar. Byrjað var við kirkjuna, sem teiknuð var af Jóni Haraldssyni, syni Haraldar Á Sigurðssonar leikara. Lifði Jón ekki að hún yrði fullkláruð, árið 1990, eða ári eftir að arkitektinn lést. Haldið var“göngunni“ áfram i átt að Setrinu og stoppað af og til. Sagði Einar okkur m. a. frá gömlu húsunum sem Hólmarrar eiga nokkuð af og hafa endurbætt. Þegar í Setrið ,sem stendur mjög hátt í bænum kom, tóku eldri borgarar úr félaginu „Aftanskini“ á móti okkur og sýndu okkur aðstöðu sína og buðu uppá molakaffi. Fengum við þar hlýlegar móttökur. Skammt frá Setrinu sáum við húsið sem gjaldkerinn okkar Korpúlfa á, en þetta eru hans heimaslóðir. Eftir hádegi fór Lárus Hannesson með okkur í heimsókn í fleiri fyrirtæki. Komið var í aðsetur „Sæferða“ þar sem forstjórinn, Pétur Ágústsson, sagði okkur sögu þessa stærsta félags í ferðaiðnaði á vesturlandi. Síðan var farið í skipasmíðastöðina „Skipavík“,þar sem Davíð Sveinsson, bókari sagði okkur frá. Bar þar hæst skip sem byggð var í Skipavík, eftirlíking af „ Gauksstaðar“ skipinu í Noregi. Sáum við myndir af innviðum þess og eins skipið sjálft niðri á gólfi. Þá sýndi Lárus okkur hesthúsabyggðina, sem er utan við bæinn og einnig litum við á fjárbúskapinn. Að þessu loknu fóru sumir að spila á hótelinu, aðrir í sund o.fl. Eftir kvöldmat var okkur boðið á tónleika karlakórsins Kára í Stykkishólmskirkju. Þar var kórstjóri Hólmfríður Friðjónsdóttir, einsöngvarar voru Lárus Á Hannesson og Kristján M. Oddsson og undirleikari Lazlo Pétó.

Fimmtudagsmorguninn var allveg frjáls, en eftir hádegi fóru sumir í heimsókn i Bjarnarhöfn, aðrir að spila eða í Bocia kennslu. Í Bocia getur orðið hin skemmtilegasta stemming og spurning hvort Korpúlfar ættu að taka þann leik á dagskrá. Um kvöldið var bingó, sem Gísli Blöndal, sonur Péturs Blöndal stjórnaði. Auk þess að stjórna bingóinu, sagði hann okkur nokkrar léttar sögur. Ein stúlka fékk tvisvar vinning og í síðasta spili fengu 4 bingó þar af 2 Korpúlfar, en vinningurinn , gisting á hótel Stykkishólmi, féll ekki til þeirra.

Föstudagurinn var heimferðardagur og eftir morgunverð kvöddum við þetta ágæta hótel og skemmtilegu gestgjafa. Þökkum öllu þessu frábæra fólki fyrir ánægjulegar stundir. Héldum síðan okkar leið heim.

Hrönn Jónsdóttir samdi textann

IMG_0693IMG_0701IMG_0702IMG_0705IMG_0708IMG_0710IMG_0713IMG_0717IMG_0729IMG_0737IMG_0739IMG_0744IMG_0752IMG_0753IMG_0755IMG_0759

Myndirnar tók Davíð