Ferð í Þakgil 28.júní 2016

Texti:Egill

myndir:netið

Ferð Korpúlfa í Þakgil 28. júní 2016

Við ökum alla leið til Víkur í Mýrdal, 187 km leið. Svæðið þar í kring hefur upp á að bjóða stórbrotið landslag, allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálfan Mýrdalsjökul með sína Kötlu sem stendur vörð um miðhálendið frá suðri.

vik                                         Vík í Mýrdal 

Í næsta nágrenni hans er mikið ævintýraland. Þakgil á móbergssvæði Skerja er einn slíkur staður, óvenjuleg náttúrusmíð eins og Skerin. Þau eru sundurskorið móbergshálendi með ógnvænlegum hlíðum. Vatnsagi hefur rist þau niður og eru lýsandi dæmi um V-laga gljúfur. Þakgil er eitt skerjanna; örmjór kambur efst uppi, afar hlíðbratt 200 til 300 metra niður í botn. Uppi á kambinum er greið leið upp að brún Mýrdalsjökuls. Nær alls staðar gín við hengiflug.

                                               Kerlingadalsafrétt og Sker

kerlingadalsafrett

Hluti af veginum inn í Þakgil var þjóðvegur 1 til ársins 1955. Þá tók af brúna yfir Múlakvísl í hlaupi frá Kötlu og vegurinn var færður neðar á Mýrdalssand nokkru ofar en hann er nú.                                                                          

Frásögn Guðmundar Páls Ólafssonar af ferðinni upp í Þakgil árið 1997:

„Tómas hafði verið í sveit í Mýrdalnum og þekkti hvern krók og kima. Hann bauð mér með sér upp á Þakgil og ég þáði með þökkum.                                                                                                         

Því miður var mígandi rigning, og þó. Kannske var það ekki sem verst. Við héldum upp Höfðabrekkuheiði og niður af henni og yfir Múlakvísl, þar sem hún deildist í nokkrar sprænur. Skömmu síðar komum við að rótum Þakgils.                                                                         Vegurinn lá beint upp á ská. Hægt og bítandi héldum við upp snarbrattan og krókóttann slóðann. Hvergi virtist ástæða eða mögulegt að fara út og skipta um skoðun. Brattinn og þrengslin leyfðu engan munað. Svo komum við allt í einu úr einni þverbeygjunni á moldarveg í enn meiri snarbratta. Vegurinn var haugblautur og háll. Bíllinn stansaði og seig aftur á bak. Mér leist ekki á blikuna. En Tómast tókst að stöðva skriðdrekann og gaf aftur í. Þetta sinnið skreið hann af ótrúlegu afli og þunga upp moldarhjallann og ég skildi ekki hvar hann náði spyrnunni. Eftir aðra þverbeygju efst í brekkunni komum við upp á kambinn svo mjóan að til beggja hliða var ekkert nema þverhnýpið. Kamburinn minnti á mæni á þaki. Eftir honum skreið drekinn og loks breikkaði umdæmið að hægt var að fara út. Makalaus vegur í hrikaumgjörð. Við áðum þarna í dágóðan tíma í hellirigningu og þoku, en samt hefði ég ekki viljað hafa það öðru vísi.“

hofdabrekka

En nú er vegurinn upp í Þakgil orðinn fær öllum bílum yfir sumartímann. Leiðin, sem er 15 km, er vel merkt. Nú ökum við eftir nýja þjóðveginum og beygjum svo út af við Höfðabrekku sem er 5 km austan við Vík. Þar er rekin ferðaþjónusta.                                                   Höfðabrekka er austasti bærinn í Mýrdal, næstur Mýrdalssandi.  Þar var fyrrum kirkjustaður og stórbýli.  Reyndar er þar stórbýli enn þá, en á öðrum forsendum.  Þar hefur byggst upp fyrirmyndar aðstaða til móttöku ferðamanna og sumir nefna staðinn Jóhannesarborg eftir bóndanum þar.                                                                                                                                         Magnús Stephensen (1836-1917), landshöfðingi, fæddist að Höfðabrekku.  Þar fæddist líka Einar Ólafur Sveinsson (1899-1984), prófessor, sem var fyrsti forstöðumaður Handritastofnunar Íslands (Stofnun Árna Magnússonar nú).                                                                                  

Þegar við erum komin fram hjá Höfðabrekku  förum við upp hjá Kerlingardal, þar sem  Kerlingardalsá rennur. Hún er jökulá að uppruna, en til hennar fellur m.a. Vatnsá og nokkrir lækir. Vatnsá á uppruna sinn í Heiðarvatni.  

                                           Kerlingardalsá í Kerlingardal   

kerligabalsa                     

Þegar komið er upp úr  Kerlingardal blasir Háfell við með virkjum á kollinum, en það er endursendir sá, er flytja skal sjónvarps- og hljóðvarps efni til sjáenda og hlustenda Suðurlands.

 

 

 

 

 

hofdabrekkuh-1

hofdabrekkuh-2Höfðabrekkuháls

Upp hjá Kerlingardal liggur þjóðvegurinn gamli, inn yfir Höfðabrekkuheiðar að brúarstæðinu við Selfjall. Þetta var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í um það bil 20 ár þangað til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl rauf hana árið 1955. Þetta er falleg leið með sérstæðar klettamyndanir í Lambaskörðum og mikið útsýni yfir Léreftshöfða.                                              

Þegar við yfirgefum Reynisbrekku komum við að Núpum, en það er einn af þeim stöðum sem geymir minjar líðinna tíma og breyttra atvinnuhátta. Þarna lá þjóðleiðin upp á heiðina af Mýrdalssandi eftir að leiðin var lögð vestur um Heiðardal, og löggiltur áningastaður var þá á Núpamýri. Ef staðið er á Núpakambi í björtu veðri er hægt að gera sér nokkra hugmynd um, hversu stórfenglegt Kötluhlaupið 1918 hefur verið, meðan hvergi sást eyri upp úr öllum sandinum að Álftaveri frá hlíðarrótum Núpa.

Lengra skal haldið og nú liggur vegurinn um gróið land. Þar er örnefnið Hríshóll, sönnun þess, að birkiskógur hafi verið þar, en nú er hann horfinn.                                                     Brátt tekur við sérkennilegt landslag sem nefnist Lambaskörð. Bergið er frekar mjúkt gjóskuberg og mjög sprungið, sennilega meðan það var í mótun. Síðan hafa sprungurnar fyllst af veðurþolnara efni. Víða standa upp úr berginu lóðréttar bríkur sem gjóskubergið hefur veðrast frá, og setur það sinn svip á staðinn auk tinda og draga. Sunnarlega í skörðunum er hellir sem Stórhellir heitir, um 6 km austan vegar í klettabrún sem hefur nærri sömu stefnu og vegurinn. Þar voru haldnir dansleikir í gamla daga.            

Þegar kemur inn fyrir Lambaskörðin, tekur við hæðótt gróðurlendi alla leið upp á Léreftshöfuð  Skammt norðan við Skörðin sker þröngt gil heiðina, þar sem vegurinn liggur. Gil þetta heitir Illagil. Þar var ein veglegasta brú ef miðað er við vatn það, er eftir gilinu rennur. Svo þröngt var þó á milli handriða á brúnni að hún lokaði leið fyrir flestum stórum hópferðabílum. Árið 2002 var gamla brúin sprengd niður. Brúin var orðin mjög léleg, en hún var byggð árið 1934 þegar þjóðvegurinn austur frá Vík lá yfir Höfðabrekkuheiði. Núna er búið að setja ræsi í gilið og háa vegfyllingu yfir. Með þessum vegabótum batnaði aðstaða fyrir ferðamenn að sjá þær náttúruperlur, sem Mýrdalurinn býður upp á.

                                      Höfðabrekkuheiði

imgres

Þegar komið er upp á Léreftshöfuð opnast útsýni til allra átta, þótt fjallið sé aðeins 217 m. Til norðurs blasir við Höfðabrekkuafréttur og Kerlingardalsafréttur með öllum sínum hrikalegu gljúfrum og fjöllum með gróðurgeirum sem teygja sig hátt upp eftir hlíðunum, en að baki afréttanna rís bunga Þyrdalsjökuls. Milli heiðar og afréttar er aurasvæði og þar rennur jökulsáin Afréttisá. Hún rennur í Múlakvísl

                                                   

 Þakgil

Það var árið 2001 sem þau Bjarni og Helga hófu undirbúning að því að gera svæðið byggilegt fyrir tjaldbúa. Þá þegar höfðu þau farið í sunnudagsbíltúra inn á afréttina til að fullvissa sig um að það væri góð hugmynd að gera svæðið aðgengilegt fyrir ferðamenn. Í Þakgili er ágætt pláss fyrir tjaldstæði, gott skjól fyrir flestum áttum, lækur sem hægt er að virkja og hellir sem hægt er að breyta í matsal. Það er ekki um annað að ræða en að slétta tjaldstæði, byggja snyrtiaðstöðu og laga hellinn. Tjaldstæðið var opnað á miðju sumri 2002. Síðan reistu þau níu smáhýsi á svæðinu. Tjaldstæðið í Þakgili er nokkuð stórt og svæðið ber fimm til sex hundruð manns í tjöldum, fellihýsum og húsbýlim, en sjaldnast eru svo margir á svæðinu. Þar er hreinlætisaðstaða ágæt, fimm salerni og ein sturta, auk þess sem húsbílar geta tæmt tankana. Svo er hellir á svæðinu, þar sem er grill, borð og bekkir. Þar er líka kamína inni sem hægt er að kveikja upp í. Það er mikið um að hópar komi að deginum til og borði nestið sitt í hellinum.dyravordurinnhellir

 

thakgil2-custom