Haustferð í Hvalfjörð 28. september 2016

Haustferð Korpúlfa  28. september 2016.

Texti Egill Sigurðsson

Myndir: Google og Baldur Magnússon

Hvalfjörður er mjór og djúpur fjörður inn af Faxaflóa á Vesturlandi, norðan við Kollafjörð og sunnan við Borgarfjörð. Norðan megin við fjörðinn er Akranes og sunnan megin er Kjalarnes. Hann er um það bil 30 km að lengd og víðast 4 – 5 km á breidd

hvalfjordur

Undirlendi er allmikið utar með Hvalfirði, en innar eru brattar hlíðar og liggur vegurinn þar víða framan í snarbröttum skriðum. Fjallasýn er mikil og fögur. Fyrir botni eru Múlafjall, Hvalfell og Botnssúlur, en utar er Þyrill og fleiri fjöll. Er Hvalfjörður einn fegursti fjörður landsins.  Áður fyrr var mikið fuglalíf og mikil fiskgengd í Hvalfirði, en hvort tveggja er nú mjög til þurrðar gengið. Minnisstætt er síldarhlaupið mikla veturinn 1947 – 1948. Örnefnið Síldarmannagötur í Botnsvogi gæti bent til að þangað hefði síld verið sótt fyrrum að staðaldri. Þjóðsaga hermir að Hvalfjörður heiti eftir illhveli einu sem var öllum hvölum grimmara og mannskæðara. Grandaði það bátum og drekkti mönnum, þar á meðal tveimur sonum prestsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Tók prestur sig þá til og leiddi hvalinn með göldrum inn allan fjörð, síðan upp Botnsá og upp í Hvalvatn sem líka heitir eftir sama hvalnum, svo og Hvalfell fyrir ofan vatnið.

Hér er sagan við hvert fótmál. Söguslóðir Harðarsögu og Hólmverja tengjast nánar öllu þessu svæði og Kjalnesingasaga fyllir í skörðin.

Kaupskip komu í Hvalfjörð fyrr á öldum og voru þar verslunarstaðir við fjörðinn, Hvalfjarðareyri og Maríuhöfn.  Árið 1402 kom Hvala-Einar Herjólfsson skipi sínu þangað og flutti með sér skæðustu drepsótt sem nokkru sinni hefur geisað á Íslandi, svartadauða. Er talið líklegt að um þriðjungur landsmanna hafi látist af völdum hans. Sagt var að sóttin væri svo bráðdrepandi að þótt 15 menn færu með lík til greftrunar komu oft ekki nema þrír eða fjórir lifandi frá jarðarförinni. Svartadauði lagði byggðina nánast í rúst og afleiðingarnar urðu þær að mjög dró úr þrótti þjóðarinnar og viðnámskrafti gagnvart erlendu valdi.                         Aftur þrengdi að byggð og náttúru í Hvalfirði þegar breski herinn hernam Ísland 10. maí 1940 og víggirti Hvalfjörð sem höfuðflotastöð á Norður-Atlantshafi. Síðan bættust Bandaríkin í hópinn. Í þessum hildarleik voru stærstu herskip fjandþjóðanna skotin niður í hafinu í kring. Risaskipið Hood, stolt breska flotans, 42 600 lestir, var á leið til Hvalfjarðar þegar annað risaskip, Bismarck, sigldi suður milli Grænlands og Íslands. Í orrustu milli þeirra vestur af Íslandi sökk Hood og 1439 sjóliðar fórust. Skömmu síðar var Bismarck sökkt og 2106 manns fórust.

Hvalfjarðareyri gengur út í Hvalfjörð sunnanverðan.  Þaðan stytti fólk sér leið með ferju að Katastaðakoti áður en vegur var lagður fyrir fjörðinn.  Eftir nokkrar umræður um bílferju yfir fjörðinn hófst undirbúningur að framkvæmdum, sem síðan varð ekkert úr.  Á síðari hluta 17. aldar var þar verslunarstaður um hríð.  Talsverðu magni af sandi og möl er dælt upp úr firðinum á þessum slóðum og á eyrinni finnast margir sérkennilegir steinar, s.s. baggalútar (hreðjasteinar)

hvalfjardareyri

Félagsgarður í Kjós er sérlega reisuleg bygging og hefur verið vinsælt samkomuhús, t.d. til brúðkaupa, afmæla og annarra atburða. Það er enda vel í sveit sett og státar af fallegu útsýni yfir Hvalfjörðinn.                                                                                                                                  Kjósarhreppur fékk Alta til liðs við sig til að bæta aðkomu og umgjörð félagsheimilisins til að mæta hlutverki þess betur. Tillaga Alta miðaði að því að draga fram glæsileika hússins og umgjörð þess en jafnframt að halda í karakter þess sem félagsheimilis í sveit. Áhersla var lögð á að endurnýta það efni sem hægt var, svo sem hellur og gróður og að skapa betri tengingar milli hæða á byggingunni.

Farin var nýstárleg leið til að tengja hönnunina við íbúa sveitarinnar. Sex ára börnin í Kjósinni voru fengin til að teikna mynd af uppáhalds dýri sínu. Myndirnar voru greyptar í hellulögnina og leiða nú gesti að aðalinngangi byggingarinnar. Þá lagði kvenfélag Kjósarhrepps verkefninu lið með því að gefa plöntur og standa að gróðursetningu þeirra.                                                                          Upplýstar tröppur tengja saman efri og neðri pall. Lyngþökur flæða frá náttúrulegu mólendinu í kring inn í formfasta hönnunina. Stórgrýtið og hluti plantnanna eru endurnýttar .felagsgardur       laxarvogur

Maríuhöfn er forn verslunarstaður við Laxárvog  í Hvalfirði.  Allt frá þjóðveldisöld var Maríuhöfn meðal aðalsiglingastaða landsins og í annálum er víða getið um skipakomur í Hvalfjörð.  Skálholtsbiskupar sigldu oft þaðan utan og þangað út.   Ofan lónsins þar, milli sands og sjávar, eru margar búðarústir kaupstaðarins.  Líklega lagðist Maríuhöfn af á 15. öld, þegar kuggar komu til sögunnar.  Þeir voru djúpskreiðari og þurftu dýpri hafnir.

hvammsvik

Hvammsvík er jörð í Kjósarhreppi. Hitaveita Reykjavíkur, nú Orkuveita Reykjavíkur keypti jarðirnar Hvamm og Hvammsvík árið 1996 en seldi síðan til Skúla Mogensens árið 2011. Á jörðunum er jarðhiti og þykja þær henta vel til útivistar og skógræktar fyrir íbúa Reykjavíkur. Jarðirnar eru um 600 hektarar að stærð og ná frá sjó í innanverðum Hvalfirði upp í 400 metra yfir sjó á Reynisvallahálsi

Efst á Hvammshólunum var stjórnstöð fyrir skipalægið í Hvalfirði og þaðan var allri umferð stjórnað með merkjaflöggum og ljósmerkjum. Bretar kölluðu hæðina Castle Hill. Stjórnstöðin stendur enn sem áberandi hús á hólnum og er í dag notað sem íbúðarhús.

staupasteinn

Staupasteinn er bikarlaga steinn við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð skammt frá Hvammsvík. Þar var áður fyrr vinsæll áningarstaður ferðamanna sökum fagurs útsýnis yfir Hvalfjörðinn. Steinninn sem friðlýstur var 1974, er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestasteinn, Steðji, Karlinn í Skeiðhóli og Skeiðhólssteinn. Steinninn er ofan við Skeiðhól, og sést ekki frá núverandi vegi um Hvalfjörð.                                                                                              Sagan segir að í Staupasteini dvelji einbúi nokkur, Staupa-Steinn, sem fáum er sýnilegur. Erla Stefánsdóttir sjáandi hefur oft staldrað við hjá Staupa-Steini á leið sinni fyrir Hvalfjörð og lýsir honum sem síðhærðum og skeggjuðum karli, góðlyndum, gamansömum og sérlega barngóðum. Staupa-Steinn skemmtir sér að sögn best þegar fjölskyldufólk staldrar við nálægt Staupasteini og krakkar leika sér með bolta á meðan foreldrar njóta útilofts og náttúrufegurðar.                                           Einbúinn Staupa-Steinn skaut upp kollinum í kynningarstarfi vegna Hvalfjarðarganga vorið 1997 og prýddi þá m.a. boli þátttakenda í víðavangshlaupi sem Spölur styrkti á Akranesi og límmiða til að setja á bílrúður. Erla Stefánsdóttir sjáandi veit einungis um átta einbúa sömu ættar á Íslandi. Einn býr til dæmis við Brynjudalsá í Hvalfirði, tveir eru í Kópavogi og einn heldur sig nálægt þjóðveginum við Blönduós.

hvitanes

Hvítanes liggur á milli Hvammsvíkur og Djúpavogs. Það er eyðibýli.                                                                             Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar var Hvalfjörður vettvangur mikilla umsvifa, fyrst Breta og síðan Bandaríkjamanna, enda mjög mikilvægur vegna yfirráða á Norður-Atlandshafi. Þar var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hafskipabryggju og önnur mannvirki reistu Bretar í Hvítanesi, og sjást leifar þeirra enn.

bryggjan-i-hvitanesi

Hvítanes með gömlu hafskipabryggjunni.                                                                                                                               Þyrill, Þyrilsnes, Botnsdalur, Múlafjall, Botnsúlur og Brynjudalur í  bakgrunni.

 

 

 

hvalfell-mulfjll

Hvalfell, Múlafjall, Botnssúlur og Þrándastaðarfjall

 

 

 

 

fossa-og-fossarrett

Fossá og Fossárrétt

 

 

 

 

brynjudalur

Brynjudalur er fagur dalur inn af Brynjudalsvogi umgirtur háum fjöllum á báða vegu, fyrir botni hans gnæfa Hvalfell og Botnssúlur, sem sjást mjög langt að. Um Brynjudal fellur Brynjudalsá. Í henni er góð veiði. Skammt fyrir ofan þjóðveginn var áður foss í ánni sem sprengdur var til að auka fiskigengd. Inni í dalnum eru Þrándastaðafossar. Þar finnast merkilegir geislasteinar, kabasít, merólít og fleiri tegundir.

 

botnsdalurBotnsdalur  Dalurinn er rúmir 4 km að lengd frá mynni í vestri til róta Hvalfells í austri, og um 1 km að breidd á láglendi. Með dalnum norðanverðum rís Botnsheiði, með honum sunnanverðum liggur Múlafjall. Handan Múlafjalls liggur Brynjudalur. Til suðausturs gnæfa Botnssúlur. Botnsá rennur úr Hvalvatni, einu dýpsta vatni landsins, handan Hvalfells. Í ánni fellur Glymur, hæsti foss landsins, tæpa 200 m niður djúpt gljúfur og þröngt gil, um 1,5 km að lengd. Í árgljúfrinu utanverðu má finna Þvottahelli, en um hann liggur fjölfarin gönguleið upp að Glymi og Hvalvatni. Um ána lágu sýslu- og fjórðungsmörk allt frá fyrstu tíð, en dalurinn tilheyrir nú allur Hvalfjarðarsveit. Botnsá rennur í Botnsvog í Hvalfirði.                                                          Í Botnsdal voru tveir bæir en nú er aðeins einn í byggð, það eru Stóri-Botn (í byggð) innst í dalnum og Litli-Botn (í eyði) um dalinn miðjan. Þessir bæir hétu áður Neðri-Botn og Efri-Botn.

hvalstodin-og-thyrill

Hvalstöðin, Þyrill, Botnsúlur og Múlafjall

Talið er að Þyrilsnafnið sé dregið af  þyrilbyljum sem oft eiga sér stað undir fjallinu. Á bænum Þyrli bjó að fornu Þorsteinn gullknappur, banamaður Harðar Grímkelssonar sem hafðist við í Geirshólma. Helga jarlsdóttir synti með sonu sína tvo í land við Helguhól eftir að Hörður, bóndi hennar, og aðrir Hólmverjar höfðu verið vegnir.

thyrilsnes

Þyrilsnes er tangi undan Þyrli. Norðan af Þyrilsnesi er Geirshólmi.

Hvalstöðin í Hvalfirði er hvalskurðar- og vinnslustöð í Hvalfirði, reist árið 1948 á vegum Hvals hf. til að unnt væri að landa og vinna hval þar.                                                                                  Engin önnur hvalstöð var þá starfandi á landinu, en áður höfðu Norðmenn reist nokkrar stöðvar bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Var sú fyrsta reist í Álftafirði við Ísafjarðardjúp árið 1883. Hvalstöðin á

geirsholmi

Asknesi við Mjóafjörð var á sínum tíma talin afkastamesta hvalstöð í Norðurhöfum. Þessar stöðvar lögðust þó af upp úr 1910, þegar hvalastofnarnir við landið hrundu. Á fjórða áratug 20. aldar veiddu norsk verksmiðjuskip hval hér við land en árið 1935 var reist hvalstöð á Tálknafirði, sú fyrsta sem var í meirihlutaeigu Íslendinga, og starfaði hún í fimm ár, en þá lögðust hvalveiðar af vegna stríðsins.                                                                             Árið 1948 var svo hvalstöðin í Hvalfirði reist undir Þyrilsklifi og notaðist meðal annars við bryggju, bragga og fleiri mannvirki sem Bandamenn höfðu reist þar á stríðsárunum. Um það leyti voru áform uppi um fleiri hvalstöðvar, svo sem í Örfirisey og á Patreksfirði, en ekki fengust leyfi til að reisa þær hjá atvinnumálaráðuneytinu, þar sem talið var að ein hvalstöð gæti fullvel annað þörfinni.                                                                                                                      Hvalir voru skornir í hvalstöðinni á hverju sumri, frá því um hvítasunnu fram í miðjan september, næstu áratugi og störfuðu þar um hundrað manns þegar flest var. Þá voru skornir 300 – 400 langreyðar og sandreyðar á hverju sumri. Fyrstu áratugina var hvalurinn aðallega unninn í lýsi, mjöl og hundafóður, en eftir að viðskipti við Japani hófust var farið að frysta kjötið til manneldis. Stöðin var starfrækt til 1989, en síðustu árin voru þó fáir hvalir skornir þar miðað við það sem áður var, síðasta sumarið 68 langreyðar og engin sandreyður.               Í nóvember 1986 brutust tveir félagar í umhverfissamtökunum Sea Shepherd inn í Hvalstöðina og unnu þar mikil skemmdarverk á tækjum og búnaði og sökktu svo um nóttina tveimur hvalbátum sem lágu í Reykjavíkurhöfn. Þótt hvalveiðar leggðust af í tvo áratugi, var hvalstöðinni haldið við og sumarið 2009 hófst hvalskurður þar að nýju.

Í síðari heimsstyrjöld gegndi Hvalfjörður mjög mikilvægu hlutverki. Flotastöð bandamanna var innst í Hvalfirði þar sem Hvalstöðin er. Þar var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og oft voru mörg skip á firðinum. Bækistöðvar voru reistar í landi Litlasands og Miðsands og þar má enn sjá minjar frá stríðsárunum, meðal annars bragga sem hafa verið gerðir upp.

hladir-felagsh

Félagsheimilið Hlaðir er rólegur og fallegur staður við norðanverðan Hvalfjörð, um 40 mín akstur frá Reykjavík og 20 mín akstur frá Akranesi. Á Hlöðum er góður veislusalur/danssalur sem tekur allt að 200 manns í sæti og hentar vel fyrir árshátíðir, veislur, bekkjamót, ættarmót, fyrirtækjadaga, ráðstefnur, tónlistarviðburði og fleira.
Salurinn er með stóru sviði, diskókúlu, píanói, ræðupúlti, hljóðkerfi, fallegum bar og rúmgóðu eldhúsi sem er vel tækjum búið. Við rekum veisluþjónustu hér að Hlöðum og getum boðið mat fyrir hópa stóra sem smáa á mjög hagstæðu verði. Hlaðir eru lengst upp í sveit en þó aðeins 45 mínútur frá borginni og staðurinn er leigður út allt árið.

gaui-litli hladir-a-hvalfjardarstrond

Hernámssaga Hvalfjarðar er mikil og merk og því hefur Hernámssetur verið sett upp að Hlöðum sem segir sögu hernáms í Hvalfirði frá árunum 1940 til 1945.                                      Hernámsetrið að Hlöðum hefur skapað spennandi sýningu þar sem sjá má minjar sem tengjast sögu og menningu þeirra atburða sem urðu í Hvalfirði á þessum umrótatímum.

herminjasafnid-3 herminjasafnid-2 herminjasafnid-1

 

 

 

 

7-12-sridsmynjar 7-11-stridsmynjar 7-10-safnid 7-9-stridsmynjar

 

 

 

 

 

 

 

7-6-stridsmynjar 7-5-stridsmynnjar 7-4-stridsmynjar

 

 

 

 

 

7-3-stridsmynjar 7-2-stridsmynja-2 7-1-stridsmynja-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

saurbaejarkirkja-a-kjalarnesi

Saurbær á Hvalfjarðarströnd er kirkjustaður og prestseturið. Í katólskum sið var þar kirkja, helguð Jóhannesi skírara. Útkirkjur eru á Leirá og Innra-Hólmi. Staðurinn er kunnastur fyrir setu séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) þar á árunum 1651-1669. Hann er meðal mestu trúarskáldum þjóðarinnar og þekktasta verk hans er Passíusálmarnir. Þar er píslarsaga Krists rakin og boðskapur af henni dreginn. Hallgrímur hætti námi í Hólaskóla á unga aldri. Hann stundaði m.a. járnsmíðastörf í Kaupmannahöfn, þar sem hann hélt síðar skólagöngu sinni áfram uns hann var vígður til prests, þegar hann kom aftur til Íslands.

Guðríður Símonardóttir, sem var meðal hinna 242 ánauðugu frá Vestmannaeyjum 1627. Hún var ein hinna fáu sem Danakonungi tókst að kaupa lausa. Hún varð eiginkona séra Hallgríms. Í Saurbæ eru nokkur örnefni tengd séra Hallgrími, s.s. Hallgrímslind, Hallgrímssteinn o.fl. Séra Hallgrímur fékk holdsveiki og varð að hætta prestskap. Hann fluttist að Ferstiklu og lést þar.
Kirkjan í Saurbæ, sem var vígð 1957, er helguð minningu hans. Sigurður Guðmundsson, málari, teiknaði hana og fleiri listamenn lögðu hönd á plóginn. Gerður Helgadóttir skreytti gler kirkjunnar og finnski listamaðurinn Lennart Segerstråle gerði freskómynd í stað altaristöflu. Hin minningarkirkjan um séra Hallgrím, hin stærsta á landinu, er vitaskuld Hallgrímskirkja í Reykjavík.

Um miðjan fjörðinn að norðanverðu er Grundartangi þar sem rekin er járnblendiverksmiðja og álver. Þar er nú ein stærsta höfn landsins. Gegnt Grundartanga er Maríuhöfn á Hálsnesi sem var ein aðalhöfn landsins á síðmiðöldum.

 

 

Grundartangi og Akrafjall

Á árunum 1996-1998 voru gerð göng, Hvalfjarðargöngin, undir utanverðan Hvalfjörð og styttu þau hringveginn um eina 55 km þar sem ekki var lengur þörf á að fara fyrir fjörðinn, 62 km leið. Enn er þó hægt að aka fyrir Hvalfjörð eftir þjóðveg 47.

Akraneskaupstaður er kaupstaður á Skipaskaga á Vesturlandi og var áður kallaður Skipaskagi, en í daglegu tali Skaginn. Þar bjuggu 6.345 manns þann 1. grundartangi-og-akrafjalldesember 2007.                             Akranes heitir í raun allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og trónir Akrafjall á því miðju. Nesið skiptist frá fornu fari milli tveggja hreppa: Akraneshrepps að sunnan og vestan og Skilmannahrepps norðan og austan. Á 19. öld fór að myndast þéttbýli í kringum sjósókn og verslun á Skipaskaga yst á nesinu. Árið 1885 var ákveðið að skipta Akraneshreppi í tvennt vegna hinna ólíku hagsmuna þéttbýlisins og sveitarinnar. Varð kauptúnið og næsta nágrenni þess að Ytri-Akraneshreppi, en sveitin inn með Akrafjalli að Innri-Akraneshreppi. Ytri-Akraneshreppur hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942 og hét eftir það Akraneskaupstaður.

 

Enn í dag er sjávarútvegur mikilvægasti atvinnuvegur bæjarins, en verslun er einnig mikilvæg svo og iðnaður. Í bænum er sementsverksmiðja sem starfrækt hefur verið síðan á 6. áratug 20. aldar og á Grundartanga skammt frá bænum er álver sem starfað hefur síðan1998. Knattspyrna hefur lengi verið í hávegum höfð á Akranesi og lið bæjarins, ÍA, hefur löngum verið í fremstu röð á Íslandi.                                                                                               Hvalfjarðargöngin sem vígð voru 1998 voru mikil samgöngubót fyrir Akranes og styttu verulega akstursleiðina til Reykjavíkur. Með tilkomu þeirra hætti Akraborgin siglingum sínum milli Reykjavíkur og Akraness.

vitarnir-tveir

2-1-vitarnir-2 2-2-vitarnir-3 2-vitarnir

 

 

 

 

 

 

Korpúlfar við vitann á Akranesi

 

 

6-birna

1-korpulfar-a-akranesi 3-korp-1 4-korp-3

 

Heimsókn Korpúlfa til eldriborgara á Akranesi

 

 

Á Breiðinni svokölluðu á Akranesi eru tveir vitar, þar sem hægt er að njóta listviðburða og útsýnis allt frá Reykjanesskaga til Snæfellsness.

Eldri vitinn var byggður árið 1918 yst á Syðriflös eftir teikningu Thorvalds Krabbe verkfræðings. Ljóshúsið var smíðað úr járnplötum úr Goðafossi sem strandaði undir Straumnesfjalli árið áður.Vitinn stendur enn þó hann hafi ekki verið notaður frá 1947. Hann er er tíu metra hár og er opinn almenningi, en frábært útsýni er efst úr vitanum.                                      Hilmar Sigvaldason tók mynd árið 2012 af eldri vitanum og sendi Morgunblaðinu. Vitinn varð síðan valinn þriðji fallegasti viti í heimi á erlendri vefsíðu.                                                              Árin 1943 – 1944 var reistur nýr 19,2 metra hár viti eftir teikningu Axels Sveinssonar verkfræðings. Efst á vitanum er efnismikið steinsteypt handrið með rimlum. Hægt er að komast upp í vitann og er stórkostlegt útsýni úr honum til allra átta. Hljómburður í Akranesvita þykir einstaklega góður og hafa verið haldnar tónlistaruppákomur þar inni, en þar eru fjögur steinsteypt milligólf og stigar milli hæða.

 

Langisandur er strönd við Akranes sem liggur frá Sementverksmiðjunni meðfram íþróttavellinum að Jaðarsbökkum og að dvalarheimilinu Höfða. Langisandur hefur löngum verið notaðulangisandurr sem útivistarsvæði fyrir íbúa Akraness. Þar fer fólk í gönguferðir allan ársins hring en á sumrum er þar stundum fjörugt strandlíf. Hann hefur verið leiksvæði þúsunda Skagamanna í gegnum tíðina og var æfingasvæði knattspyrnumanna til margra ára.                                    Á miðjum Langasandi er Merkjaklöpp en þar voru merkin milli hreppanna. Um aldamótin 1900 var bilið milli klappar og bakkanna fyrir ofan Langasand þannig að þrír menn gátu rétt gengið samsíða á milli, en í stríðslok var bilið orðið um 25 metrar. Við klöppina hafa Akurnesingar löngum stundað sjóböð og sólböð í skjóli uppi undir bökkunum, einnig æfði unga fólkið boltaleiki á sandinum rétt eins og knattspyrnumennirnir. Á tímabili var sandurinn notaður sem flugvöllur, einnig sem lendingarstaður fyrir loftpúðaskipið eða svifnökkvann sem ætlað var að leysa Akraborgina af hólmi árið 1967. Við enda sandarins, heitir Langasandskriki. Þar lá vegurinn upp af sandinum áður en lagðir vegir komu. Bakkarnir nefndust einu nafni Langasandsbakkar, einnig kallaðir Jaðarsbakkar. Áður náðu þeir frá Leirgróf að Sólmundarhöfða og voru þá um 1300 metrar að lengd. Í dag eru hinir eiginlegu bakkar horfnir, en sjóvarnargarðar komnir í staðinn. Varnargarðarnir við Langasand voru upphaflega byggðir upp af skjólvegg sunnan Faxabrautar 1967, en Faxabrautin liggur niður að höfn meðfram Sementverksmiðjunni.

byggdasafnid-ad-gordum

Byggðasafnið í Görðum er sjálfseignarstofnun. Starfssvæði safnsins er Akraneskaupstaður og byggðarlögin sunnan Skarðsheiðar. Þessir aðilar leggja því til tekjur auk ríkissjóðs. Aðalhvatamaður að stofnun safnsins var séra Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur á Akranesi 1946-1975. Árið 1955 hóf hann söfnun muna á Akranesi og í nærliggjandi byggðarlögum. Snemma árs 1959 eignaðist byggðasafnið gamla Garðahúsið og þar var munum þess komið fyrir og það formlega opnað 13. des. 1959. Brátt varð ljóst, að Garðahúsið hýsti ekki til lengdar allar eigur safnsins og að reisa þyrfti nýtt safnhús.  Garðahúsið, sem var notað sem byggðasafn, er nú sýningahús á vegum safnsins.

Framkvæmdir hófust haustið 1968 og fyrsti áfangi fyrirhugaðrar safnhúsbyggingar tekinn í notkun sumarið 1974. Arkitektar voru Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. Verksvið safnsins er alhliða söfnun og varðveisla þjóðlegra menningarverðmæta sem snerta byggðarsögu svæðisins. Byggðasafnið geymir heilstætt safn muna sem tilheyrðu fyrri tíðar búskaparháttum og atvinnutækni til lands og sjávar á Akranesi og í nágrannabyggðarlögunum. Meðal deilda safnsins má nefna: Sjóminja- og tæknideild, baðstofu, hlóðaeldhús, smiðju, smíðastofu og skólastofu.

Sérstæðir hlutir í eigu safnsins eru m.a.: Ford T vörubifreið, árg. 1921, róðrarbátur, smíðaður 1874, skipslíkön, lækningaáhöld héraðslækna o.fl. Í tengslum við safnið er varðveittur Kútter Sigurfari sem fyrir atbeina kívanisklúbbsins Þyrils og fleiri aðila var gerður upp og færður í upprunalegt horf. Sigurfari var smíðaður í Englandi 1885 og gerðu út frá Hull til 1897. Þá var hann keyptur til Íslands og gerður út á handfæri frá Reykjavík til 1920. Þá keyptu útgerðarmenn í Klakksvík í Færeyjum hann og notuðu til ársins 1974. Fleiri bátar af ýmsum stærðum og gerðum standa við safnið.

Í lok júní 2001 var opnað nýtt safnahús, sem hýsir sýningar um steinaríki Íslands, um gerð Hvalfjarðarganga, frá Landmælingum Íslands og um íþróttasögu landsins.  Þar er einnig veitingaaðstaða fyrir 60 manns.

hvalfjardargong

Hvalfjarðargöngin eru jarðgöng á milli Suðvesturlands og Vesturlands. Í þeim liggur Vesturlandsvegur undir utanverðan Hvalfjörð. Göngin eru samtals 5770 metrar að lengd og þar af liggja 3750 metrar undir sjó. Göngin eru að mestu tvíbreið en þrjár akreinar í hallanum norðan megin. Dýpst fara göngin 165 metra undir yfirborð sjávar og eru grafin djúpt í berggrunninn undir sjávarbotninum. Um 5500 bílar ferðast um göngin á sólarhring, en göngin voru upprunalega hönnuð fyrir aðeins fimm þúsund bíla á sólarhring. Hvalfjarðargöngin voru opnuð fyrir bílaumferð þann 11. júlí 1998 af þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsyni.

saurbaejarkirkja-a-kjalarnesi

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi Þegar við yfirgefum Hvalfjarðargöngin sjáum við á hægri hönd litla kirkju. Þetta er Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi, útkirkja frá Reynivöllum í Kjós.                                                                                                 Núverandi kirkja er önnur elsta steinsteypta kirkja á landinu, reist 1904 eftir að fyrri kirkja hafði fokið í heilu lagi af grunninum 1902 þegar brúðkaupi í kirkjunni var rétt nýlokið. Bærinn Saurbær stendur á háum marbakka, fast við sjóinn. Þar hefur í langan aldur verið eitt mesta stórbýli í Kjalarneshreppi, landstór jörð og lágu undir það margar hjáleigur. Þar var snemma kirkjustaður og þar bjó um hríð ein af höfðingjum og ribböldum Sturlungaaldar, Árni óreiða.