Bókmenntaklúbbur Korpúlfa 2016.
Kynning á skáldinu Steini Steinarr
Steinn Steinarr, sem er skáldanafn Aðalsteins Kristmunds- sonar, fæddist á Laugalandi í Nauteyrarhreppi, vestur við Ísafjarðardjúp hinn 13. október árið 1908 hann lést 25. maí 1958. Foreldrar hans voru Etelríður Pálsdóttir og Kristmundur Guðmundsson.
Ungur gekk Steinn Steinarr í kommúnistaflokk Íslands, sem stofnaður var haustið 1930. Einnig átti hann þátt í því að stofna Félag byltingarsinnaðra rithöfunda 1933. Dvöl hans í Kommúnistaflokki Íslands stóð þó aðeins í u.þ.b. tvö ár.
Steinn Steinarr, Halldór Kiljan Laxness, og Þórbergur Þórðarsson eru í dag þjóðþekktir rithöfundar og skáld. Þeir voru einnig byltingarmenn í stíl og formi ljóðlistar og skáldskap
Steinn Steinarr var einn þriggja manna sem skáru niður nasistafána sem blakti við hún á Siglufirði, 6. ágúst 1933. Í Morgunblaðinu voru mennirnir ávíttir harkalega, þann 8. ágúst 1933,
Steinn Steinarr var ári síðar dæmdur fyrir verknaðinn, til fangelsisvistar fyrir landráð,en dóminum var aldrei fullnægt
Rauður loginn brann sem út kom árið 1934. Róttæk ljóð sátu þar í fyrirúmi eins og nafn bókarinnar gefur til kynna.
Steinn Steinarr var kaffihúsamaður. Á þeim slóðum átti hann sína kunningja og aðdáendur og drykkjufélaga.
Steinn dvaldi í Kaupmannahöfn 1947, leigði herbergi á fjórðu hæð í hóteli við Kolbjörnssonsgötu. Í næsta hebergi við, leigði ungur landi hans sem var að læra til matsveins. það var kalt þennan vetur, og híbýlin ekki kynnt eins og við þekkjum í dag. Svo kalt var að vatnið fraus í vaskafatinu sem notað til að skola af sér. Með Steini og þessum unga manni varð kunningsskapur, sem Steinn naut góðs af. Það var erfitt að skjótast af fjórðu hæðinni niður í búðina til að ná í flösku.
Unglingnum munaði ekkert um það.
Pósturinn spurði eitt sinn þennan unga mann, á hverju Steinn lifði eiginlega. Það var fátt um svör, þó hélt hann að það bærust ávísanir frá Ísland öðru hverju í pósti.
Steinn var vinsæll á öldurhúsum borgarinnar þó sérlega þeim sem íslendingar sóttu, enda Steinn kaffihúsamaður.
Skáldalaun 1943-1945. Þeir rithöfundar sem fengu hæstu upphæðirnar voru í röð eftir upphæð: Halldór Kiljan Laxness, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Jóhannes úr Kötlum, Magnús Ásgeirsson og Steinn Steinarr.
Bókmenntaklúbbur Korpúlfa hélt kynningu á verkum Steins Steinarrs 17.mars 2016
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Sigurður Skúlason leiðbeinandi | Lesarar | Raggi Bjarna | Gestir voru fjölmargir |
Vesalings blóm fyrir vestan
Hörmung og særing að hugsa sér það
og helvískur voði.
Djöfullinn sjálfur, nú dámar mér að –
og dæmalaus hroði.
Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki að ég er til.
Þó ég meini þetta og hitt,
þér ég reyna vil að segja:
þú ert eina yndið mitt
uns ég seinast fer að deyja.
sem veit ekki neitt um Stein.
Hvernig það getur gróið
er guði ráðgáta hrein.
Kynning Korpúlfa 31.mai 2016 á verkum Gerðar Kristný
Gerður Kristný Guðjónsdóttir, oftast aðeins Gerður Kristný, (fædd í Reykjavík 10. júní 1970) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld.
Gerður Kristný hefur sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, barnabækur, viðtalsbók og ferðasögu og hafa bækur hennar hlotið ýmsar viðurkenningar, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt, Bókaverðlaun barnanna 2003 fyrir söguna Marta smarta, Blaðamannaverðlaun Íslands 2005 fyrir bókina Myndin af pabba – Saga Thelmu, vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir barnabókina Garðurinn og Íslensku bókmenntaverðlaunin2010 fyrir ljóðabókina Blóðhófnir. Sú síðastnefnda var einnig tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2011 og hefur verið gefin út í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og á Englandi. Árið 2010 fékk Gerður Kristný Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar sem og Ljóðstaf Jóns úr Vör.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Áheyrendur | Gerður flytur efni | Áheyrendur | Áheyrendur |
7. apríl 2016, Sigurður Skúlason les úr verkum sínum í Borgum
Sigurður Skúlason leiðbeinandi um lestur kvæða og bundins máls
Sigurður Skúlason heimsótti Borgir, með fjórar ljóðabækur sínar og las upp valin ljóð með skíringum um tilurð ljóða sinna.
Þær eru: Margbrotinn augasteinn 1981, Ævinlega hér 1996, Á leiðinni 2004 og Heim aftur 2014,
Sigurður hefur einnig fengist við þýðingar, myndbönd og hljóðbækur.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Ljóð úr bókinni heim aftur.
allt og ekkert.
svo breyttist myndin heim til þess sem ég er
og leiðunum fækkar og aldrei fæðist
uns aðeins ein verður eftir og aldrei deyr
sem liggur héðan og burt til þess sem er allt
líkur því senn til þess sem er ekkert
tilraun með mann það er allt og ekkert
og ég fæ snúið punktur
heim aftur
8.sept. 2016 var dagskrá bókmenntaklúbbsins fyrir tímabilið sept. 2016 til maí 2017 kynnt í Borgum
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
mai