Heimsókn í Höfða Fimmtudaginn 2. Okt. 2014

Fimmtudaginn 2. Okt. 2014

Menningarnefnd Korpúlfa heimsótti Höfða, móttökustað Borgarstjórans í Reykjavík. Höfði er vinsæll viðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Höfði var upprunalega bústaður sendiherra Frakklands á Íslandi. Síðar bjó Einar Benediktsson höfuðskáld okkar í húsinu. Hann taldi sig hafa skrifað eitt ljóð um ævina, það heitir Útsær.

Anna Karen Kristinsdóttir tók á móti Korpúlfunum og leiddi með viðeigandi útskýringum um alla sali hússins.

Þá hélt hópurinn að Kjarvalsstöðum þar sem önnur víðátta tók við. Eftir að hafa fengið kaffibolla þá eygðum við skáldið milli grenitrjáa á stalli sínum með skáldahörpuna á bakinu.

“Hróp mín hafa ekki heyrst í þokunni”