Bókmenntaklúbbur Korpúlfa

Sigurður Skúlason leiðbeinandi um lestur kvæða og bundins máls.600full-sigurður-skúlason
Sigurður Skúlason fæddist í Reykjavík 10. desember 1944.
Þó Sigurður hafi fyrst og fremst starfað sem leikari og við leiklistartengd störf hefur hann fengist við ýmis önnur störf á lífsleiðinni, s.s. almenna verkamannavinnu, verslunar- og skrifstofustörf, byggingarvinnu, sýningarstjórn, ritstörf, póstburð og prófarkalestur.
Þá hefur Sigurður gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félög leikara, Leikarafélag Þjóðleikhússins og Félag íslenskra leikara, en einnig fyrir Starfsmannafélag ríkisstofnana.
Í seinni tíð hefur Sigurður aukið við starfssvið sitt með kennslu í framsögn og námskeiðum í flutningi bundins máls og óbundins.
Sigurður hefur sótt ótal námskeið og farið í smiðjur hérlendis og erlendis, bæði faglegs eðlis sem og til persónulegrar uppbyggingar og starfað í samvinnu við eða undir leiðsögn kunnáttufólks frá Norðurlöndunum, Englandi, Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada – að rödd og raddbeitingu, líkamshreyfingu, leik og látbragðsleik,
tilfinningatjáningu, sálgreiningu, hugleiðslu o.fl.

 

Í janúar 2011 kynnti bókmenntaklúbburinn skáldið Einar Má Guðmundsson. Hér eru nokkrar myndir frá þeirri kynningu.

1-1 Einar Már. 1-2-jan 2011 1-3-Guðrún Ísleifsdóttir 1-4-áheyrendur
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. í baksýn er tónlistarhúsið Harpa. Einar Mar Gudmunsson, writer. In background is the The Icelandic National Concert and Conference Centre "Harpa" under construction.

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. verndari bókmenntaklúbbs Korpúfa

Einar Már er fæddur 18. september 1954 í Reykjavík.

Einar Már stundaði nám í Menntaskólanum við Tjörnina og lauk stúdentsprófi þaðan 1975. Hann nam síðan bókmenntir og sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk B.A.-prófi 1979. Hann stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla en hann bjó í Kaupmannahöfn í sex ár.

Fyrstu bækur hans voru ljóðabækurnar Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í Kórónafötum hér inni? árið 1980, en hann er þó þekktari sem skáldsagnarhöfundur. Handritið að fyrstu skáldsaga hans, Riddarar hringstigans, hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni sem Almenna bókafélagið efndi til árið 1982 í tilefni 25 ára afmælis síns og var bókin gefin út sama ár.

Þekktasta bók hans er skáldsagan Englar alheimsins, sem komið hefur út á ýmsum tungumálum. Kvikmynd gerð eftir sögunni var frumsýnd árið 2000 og skrifaði Einar handritið að henni. Hann skrifaði einnig ásamt Friðrik Þór Friðrikssyni handrit að myndunum Börn náttúrunnar og Bíódagar.

Einar Már var áberandi í umræðunni í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og í búsáhaldabyltingunni, skrifaði fjölda greina í blöð og hélt ræður á útifundum. Tvær síðustu bækur hans, Hvíta bókin og Bankastræti núll, tengjast þessu og þar er fjallað mjög um þjóðfélagsmál, útrás og ýmsar brotalamir í samfélaginu. (1987, 1996, 2005 og 2010).

 

Ragnar Ingi Aðalsteinsson les úr verkum sínum 17.feb.2011

2-1-Ragnar Aðalsteinss 2-2 G Ísleifs og R Aðalsteins 2-3 feb 2011 2-4 áheyrendur

Ragnar Ingi Aðalsteinsson kennari og skáld fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 15. janúar 1944. Myndir frá kynningu á verkum hans 17.febrúar 2011.
Ragnar hefur sent frá sér sex ljóðabækur og eina skáldsögu. Ragnar er Grafarvogsskáld

Sveinn Sigurbergsson bifreiðarstjóri austan fjarða. Kynning    24 mars 2011

3-1 Sveinn og ? 3-2 ?? mars 2011 3-311-mars 2011

Meðal verka  Sveins er bókin “þetta reddast”, bókin skiptist í 12 kafla

Ari Trausti Guðmundsson kynnir verk sín 5.mai 2011

4-1 Ari trausti 4-2 áheyrendur 4-3 G Í og Ari Trausti 4-4 áheyrendur

Ari Trausti Guðmundsson (f. 3. desember 1948) er íslenskur jarðfræðingurrithöfundur og fjölmiðlamaður. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla íslands 1972. Ari Trausti stundaði síðan nám við Óslóarháskóla og tók Cand.mag. í jarðeðlisfræði 1973 og stundaði síðar viðbótarnám í jarðfræði við Háskóla Íslands 1983 til 1984. Hann vann m.a. við rannsóknarstörf, blaðamennsku. kennslu, leiðsögn og ferðaþjónustu til 1987. Eftir það hefur hann verið sjálfstætt starfandi og t.d. sinnt ýmis konar faglegri ráðgjöf, fyrirlestrum, ferðaþjónustu, kynningu á vísindum, fjölbreyttum ritstörfum og dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp.

Þorvaldur Kristinsson  20.sept.2011

5-1 ??-sept-2011 5-2 ?? les 5-4-?? les 5-3 áheyrendur

Þorvaldur er fæddur árið 1950.  Hann er bókmenntafræðingur að mennt og stundaði nám í Íslensku og almennum bókmenntafræðum við HÍ. Meðal verka hans eru: “Veistu ef þú vin átt” “Minningar Aðalheiðar Hólm Spans “(1994) og “Lárus Pálsson leikari”

Gunnar Valgeir Sigurðsspn les úr ljóðabók föður sins Blágrýti 24.okt. 2011

6-1 Gunnar Valgeir okt 2011 6-2 áheyrendur 6-4 okt 2011

Gunnar Valgeir Sigurðsson er Korpúlfaskáld, og fyrrverandi gjaldkeri Korpúlfa.

18.nóv 2011 Bókmenntakynning á aðventu

7-1 forysta 7-2 áheyrendur 7-3 áheyrendur 7-4 söngur

Lesin voru öll 29 erindi kvæðisins Vöggukvæði. Einnig eftir Einar Sigurðsson frá Eydölum
“Nóttin var svo ágæt ein”. Þá sungu Korpusystkyni  tvö erindi kvæðisins.

4.feb. 2013. Sigmundur Ernir Rúnarsson fæddur á Akureyri 6.mars 1961

15-1 Sigmundur Ernir 15-2 Sigm-Ernr 15-3-sigm-Ernir 15-4-Sigm-Ernir

Myndir frá kynningu verka Sigmundar Ernis sem fór fram á Korpúlfsstöðum 4.feb. 2013
Sigmundur hóf snemma blaðamennsku, m.a. á Vísi, Helgarpóstinum, Ríkisútvarpinu, Fréttablaðinu og stöð 2.  Sigmundur er Grafarvogsskáld.

 

27.feb.2012 Viiborg Davíðsdóttir

8-1 ?? feb 2012 8-2 feb 2012 8-3 feb 2012 8-4 feb 2012

Vilborg Davíðsdóttir fæddist 3. sept. 1965 á Þingeyri. Hún lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum í Ísafirði 1984. Vilborg hefur meðal annars skrifað bækrnar:
“Við Urðarbrunn”1993 “Nornadómur” 1994 sem er framhald sögunar við Urðarbrunn. Þessar tvær sögur voru endurútgefnar 2001 í einni bók sem heitir “Korkusaga”. Þriðja bók hennar er “Eldfórnin” 1997, Þá eru bækurnar “Hrafninn” og “Ástin og drekinn” einnig eftir Vilborgu

23.apr. 2012

9-1 Sig Skúlasapr 2012 9-2 Dagbjört 9-4 ?? 9-3 ??
9-5 Ragna Unnur 9-6 Sigurlaug 9-7 Jóna 9-8 Guðrún
9-9 Ruth Pálsd 9-10 Dagbjört

Sigurður Skúlason ásamt Leserum, Dagbjört Þórðardóttir, Hulda Magnúsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Ragna Unnur Helgadóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Jóna Kortsdóttir, Guðrún Ísleifsdóttir, Ólöf B. Jónsdóttir og Dagbjört Þórðardóttir

Aðalsteinn Ingólfsson kynning 5.nóv.2012

10-1 Aðalsteinn Ingólfsson 10-2 Ragna og Páll 10-3 Áhorfendur 10-4 Áhorfendur

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur er eitt af Grafarvogsskáldunum. Hann las sögu úr bókinni “Brúin út í Viðey”

Frá æfingu í ljóðalestri 19.nóv. 2012
Yfirskrift. Nú skil ég stráin sem sem fönnin felur

11-1 Sigurður Skúlason 11-2 lesarar 11-3 áhorfendur 11-5 Ragna Unnur
11-4 Dagbjört 11-6 Sesselja 12-7 Guðrún Ísleifs 12-8 Ingvi Hjörleifs

1.Sigurður Skúlason í ræðustól. 2 og 3 Leshópurinn 4 Ragna Unnur Helgadóttir 5 Dagbjört Þórðardóttir 6 Sesselja Eiríksdóttir 7 Guðrún Ísleifsdóttir 8 Ingvi Hjörleifsson

 Lúkas Kárason 13.nóv. 2014 les úr bók sinni syndir sjómannsins

12-2 Lúkas 12-3 Lúkas 12-1 Lúkas kárason 12-4 Lúkas

Lúkas Kárason kynnti ungligabókina “fjársjóðsleit á Ströndum. Lúkas er heimshornaflakkari, alin upp á Ströndum við bág kjör. Lúkas er fæddur 29. ágúst 1931

22.nóv. 2014
Sigurgjörg Þrastardóttir

13-1 kona ? 13-2 áheyrendur 13-3 áheyrendur 13-4 áheyrendur

Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd 27.ágúst 1973 á Akranesi.  Hún lauk BA prófi í bókmenntafræði og prófi í hagnýttri fjölmiðlun. Fyrsta ljóðabók hennar er Blálogaland sem kom út 1999.

27.nóv.2014
Steinunn Jóhannesdóttir f.24.maí 1948

14-1 kona ? 14-2 kona áheyrendur 14-3 kona áheyrendur 14-4 kona áheyrendur

Steinunn er stúdent frá MA 1967. leikkona frá leiklistaskóla Þjóðleikshúsins 1970.

Dagskrá tileinkuð Skáld Rósu 4.nóvember 2015
Í tilefni af 220 ára fæðingarafmæli Skáld Rósu sem verður 23.desember 2015, efndi menningarnefnd Korpúlfa til ljóðaveislu 4.nóvember 2015, með upplestri á ferskeytlum Rósu sem voru ortar á ólíkum tímum, en ferstyklan var hennar listform.

Rósa fæddist 23.desember 1795 á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal, dóttir Guðmundar Rögnvaldssonar bónda þar, og fluttist sjö ára gömul með fjölskyldu sinni að Fornhaga í sömu sveit. Henni er lýst þannig á unglingsárum að hún hafi verið mjög lagleg, vel gefin, skáldmælt, glaðlynd og hvers manns hugljúfi.

Meðal þeirra sem lásu voru:

11-5 Ragna Unnur Reynir Björnsson Ragnhildur Einarsdóttir Pálmi Guðmundsson
 Ragna Unnur        Reynir    Ragnhildur         Pálmi
Dagbjört Þórðardóttir 12208754_1034547406567388_7394913495830231390_n 12187680_1034547566567372_327229365503993861_n 12-7 Guðrún Ísleifs
   Dagbjört       Karítas      Ragnheiður     Guðrún

12115627_1034547346567394_8867396242850024104_n 12065973_1034547309900731_6633903035128661677_n 12063740_1034547449900717_724161212080347200_n
      Vigfús       Björg    Sigurrós

Rósa giftist Ólafi Ásmundssyni. Árið 1824 Fluttu þau hjónin Rósa og Ólafur að Vatnsenda í Vesturhópi. Rósa varð svo þekkt undir nafninu  Vatnsenda Rósa.
Börnin urðu fimm, fjórar stúlkur, Pálína, Guðrún, Sigríður og Þóranna Rósa, og einn drengur, Rósant Berthold. Auk þess eignaðist Rósa eina stúlku sem hlaut nafnið Súsanna en hún lést aðeins fárra vikna gömul. Faðerni barnanna er eitthvað á reiki og er talið víst að Natan Ketilsson (1795-1828), vistmaður hjá þeim hjónum, hafi átt fleiri en eitt þeirra.
Þau Rósa og Ólafur  fengu lögskilnað 1837.
Vorið 1835 fluttist Rósa til Reykjavíkur, lærði til ljósmóðursstarfa sem hún stundaði þá fertug að aldri.
Rósa giftist svo Gísla Gíslasyni og fluttu þau til Ólafsvíkur 1838.
Sumarið 1855 réðu þau Rósa og Gísli sig í kaupavinnu í Húnavatnssýslu.
Rósa hélt heim á leið um haustið en veiktist á Efra-Núpi í Miðfirði, lést um nóttina og er grafin kirkjgarðinum þar
Dalía og Guðrún
Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópran
söng vísur Vatnsenda Rósu við undirleik Guðrúnar Dalíu Salomonsdóttur.
þessar vísur eru oftast sungnar við íslenskt þjóðlag sem Jón Ásgeirsson útsetti.þær. Einnig fluttu þær  fyrstu aríu úr óperu Skáld Rósu sem er í smíðum, eftir Jón Ásgeirsson
Eftir Rósu liggja fyrst og fremst lausavísur og hafa margar þeirra orðið alkunnar.
Ekkert af skáldskap Rósu birtist á prenti meðan hún lifði.

 

 

Bókmennta hópurinn stóð fyrir lestri úr bókinni Náðarstund eftir Hannah Kent. 12.október 2015

Hannah Kent Guðrún Ísleifsdóttir Ragna Unnur Áheyrendur
Hannah Kent Guðrún Ísleifsd Ragna Unnur Áheyrendur

Hannah Kent er Ástralskur rithöfundur fædd í Adelaide, Ástralíu 1985. skrifaði bókina Burial Rites þar sem morðið á Natani Ketilssyni, í mars 1828, og aftaka Anesar og Friðriks 1830 er yrkisefni.

Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðsson voru fundin sek um morðið á Natani og hálshöggvin 12. janúar 1830.

Frá lestri úr verkum Vilborgar Dagbjartsdóttur í Borgum 19.nóvember 2015

Vilborg Dagbjartsdórrie fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. Julí árið 1930. Hún fór í leiklistarnám til Lárusar Pálssonar árið 1951 og var síðan í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist 1952-1053. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum í Háskóla Íslands 1982. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari í Austurbæjarskóla um árabil en hefur nú hætt kennslu. Hún ritstýrði Óskastundinni barnablaði Þjóðviljans, 1956-1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975-1979.

Vilborg hefur verið mikilvirkur þýðandi og starfað ötulega að málefnum barna. Hún var einn frumkvöðull Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar og friðarsamtökum Íslenskra kvenna. Hún hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rihöfundasambands Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og litla bíós frá 1968-1970.

Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atomljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.

Vilborg var gift Þorgeiri Þorgeirsyni sem nú er látinn. Hún á 2 uppkomna syni. Hún býr í Reykjavík

Vilborg Dagbjartsdóttir

Lesarar auk Vilborgar, voru Sigurlaug, Ragna Unnur og Guðrún Ísleifsdóttir

Sigurlaug Ragna Unnur Guðrún Ísleifs skáldin Vilborg og Jón Áheyrendur

26.nóvember 2015
Einar Már Guðmundsson, verndari bókmenntaklúbbs Korpúlfa las úr nýútkominni bók sinni Hundadagar. Eftir lesturinn var spjall um efni og persónur í sögunni. Sigurður Rafn Korpúlfur  spurði meðal annars hvort ekki hafi verið hundadagadrottning, þar sem Jörundur var jú hundadagakóngur. Skáldið hjélt nú það og upplýsti að drottningin hafi verið Guðrún Einarsdóttir. Nokkar umræður voru svo um þessa drottningu og persónur í kring um hana.

 Áheyrendur-2 Áheyrendur-1 Einar og Sigurður Afhending viðurk
 Skáldið les Áheyrendur Sigurður Rafn og
skáldið ræða málin
formaður Korpúlfa
þakkar skáldinu fyrir komuna.

Fimmtudagurinn 3. desember 2015.
Gunnhildur Hrólfsdóttir les úr bók sinni “þær þráðinn spunnu.”

search.jpg

Gunnhildur Hrólfsdóttir fæddist 1. nóvember árið 1947 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja árið 1964, stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2006 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2011.
Fyrstu störfin tengdust fiskvinnu. Allir lögðust á eitt að bjarga verðmætum. Saltaðir golþorskar voru þurrkaðir á stakkstæðum og voru þeir margir stærri en litlar hendur réðu við. Lág í loftinu stóð hún á kassa til að ná upp á borð í frystihúsinu þegar hún byrjaði í flökun.

Gunnhildur Hrólfsdótir Áheyrendur-3-des Gunnhildur 3.des Learar-3-des-2015