Yfirlit yfir fyrirlestra Steinunnar

Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, heimsækir Eyjafjarðarprófastsdæmi 16-17. febrúar

Steinunn JóhannesdóttirSteinunn Jóhannesdóttir flytur síðasta erindið um Hallgrím Pétursson að Rimum í Svarfarðardal fimmtudaginn 17. febrúar klukkan 20:30 í fyrirlestrarröðinni í samstarfi við Húsabakkaskóla. Yfirskrift erindisins er: Skáldið Hallgrímur Pétursson. Daginn áður miðvikudaginn 16. febrúar heimsækir hún Grunnskólann í Ólafsfirði með umfjöllun um Hallgrím sem ungling og ungan mann. Einnig verður dagskrá um Reisubók Guðríðar í samstarfi við Amtbókasafnið á Akureyri þann sama daga klukkan 17:15 sem er öllum opin eins og erindið að Rimum.

Skáldið Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur PéturssonErindi Steinunnar Jóhannesdóttur ritöfundar

Rimum í Svarfaðardal (við Húsabakkaskóla) fimmtudaginn 17. febrúar klukkan 20:30

Lýsing: Í fyrirlestrinum verður leitað svara við þeirri spurningu hvað hafi gert Hallgrím Pétursson að skáldi. Áhersla er lögð á uppvaxtarár hans í Skagafirði, jafnt í Gröf á Höfðaströnd sem á Hólum í Hjaltadal með vísun í aukna þekkingu á staðnum sem forleifauppgröftur þar er að leiða í ljós. Unglingsárin á erlendri grund eru einnig skoðuð og afdrifarík kynni hans af Guðríði Símonardóttur. Þau deildu kjörum til æviloka en numið verður staðar við lát yngsta barns þeirra og brottflutning skáldsins og fjölskyldu þess af Suðurnesjum í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Reisubók Guðríðar

Reistubók GuðríðarAmtbókasafnið miðvikudaginn 16. febrúar klukkan 17:15.

Steinunn mun spjalla um aðföng og aðferð við ritun Reisubókar Guðríðar Símonardóttur, en í henni fylgir hún Guðríði í þrælakistuna í Alsír, segir frá níu ára vist hennar þar og lýsir ferðinni aftur norður á bóginn uns hún eygir Ísland á ný með Hallgrími Péturssyni.

Allir hjartanlega velkomnir!

Amtsbókasafnið