24 október eru 40 ár frá Kvennafrídeginum

Í dag 24 október 2015 eru 40 ár liðin frá því að konur fjölmenntu á Lækjartorg á sjálfan Kvennafrídaginn 24. október 1975.  Það er mikilvægt að við veltum því fyrir okkur hvar jafnréttisbaráttan stendur nú réttum 40 árum síðar. Væri hægt að ná viðlíka samstöðu meðal íslenskra kvenna í dag?

25. okt. 1975/forsíða Útifundur kvenna á Lækjartorgi 20-25 þúsund manns. Mynd nr. 075 032 4-1 Mynd úr Ljósmyndasafni Ólafs K. Magnússonar Magnússonar/Morgunblaðsins. Ól.K.M.

Hvernig er staða stétta á Íslandi þar sem konur eru í miklum meirihluta? Hún er afleit. Sjúkraliðar og ljósmæður eru píndar til að vinna launalaust í verkföllum. Vitiði hver grunnlaun sjúkraliða og kennara eru?

Höfum við gleymt máli málanna – kjaramálunum og er ástæða til að snúa jafnréttisbaráttunni aftur að þeim grundvallaratriðum sem skapa raunverulegt jafnræði?

25. okt. 1975/forsíða Útifundur kvenna á Lækjartorgi 20-25 þúsund manns. Mynd nr. 075 033 12-1 Mynd úr Ljósmyndasafni Ólafs K. Magnússonar Magnússonar/Morgunblaðsins. Ól.K.M.

Grundvöllur sjálfstæðis kvenna hlýtur að vera að konur eigi kost á því að vera fjárhagslega sjálfstæðar í samfélaginu.  Snúum okkur að því sem máli skiptir og til hamingju með daginn!
—————————————————————————————————————————–
Steinunn Jóhannesdóttir leikkona og rithöfundur var gestur Sigurlaugar Jónasdóttur í þætti hennar, Segðu mér, á Rúv og rakti fyrir henni sögu plötunnar Áfram stelpur! og hvernig hún kom til í aðdraganda Kvennafrídagsins 24. okt. 1975.

Helga Ólafsdóttir , Guðrún Alfreðsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir, Halla Guðmundsdóttir. Mynd úr Ljósmyndasafni Ólafs K. Magnússonar Magnússonar/Morgunblaðsins. Ól.K.M.

Steinunn sagði þar frá þætti leikhússins og leikkvennanna í honum. Og hversu stórkostlegur þessi dagur varð og einstæður í kvennabaráttusögu heimsins. Viðtalið við Steinunni má hlýða á hér:

Ljósmyndirnar eru eftir Ara Kárason þáverandi ljósmyndara Þjóðviljans og teknar á umræddum baráttufundi á Lækjartorgi.