24 október eru 40 ár frá Kvennafrídeginum
Í dag 24 október 2015 eru 40 ár liðin frá því að konur fjölmenntu á Lækjartorg á sjálfan Kvennafrídaginn 24. október 1975. Það er mikilvægt að við veltum því fyrir okkur hvar jafnréttisbaráttan stendur nú réttum 40 árum síðar. Væri hægt að ná viðlíka samstöðu meðal íslenskra kvenna í dag?
Hvernig er staða stétta á Íslandi þar sem konur eru í miklum meirihluta? Hún er afleit. Sjúkraliðar og ljósmæður eru píndar til að vinna launalaust í verkföllum. Vitiði hver grunnlaun sjúkraliða og kennara eru?
Höfum við gleymt máli málanna – kjaramálunum og er ástæða til að snúa jafnréttisbaráttunni aftur að þeim grundvallaratriðum sem skapa raunverulegt jafnræði?
Steinunn sagði þar frá þætti leikhússins og leikkvennanna í honum. Og hversu stórkostlegur þessi dagur varð og einstæður í kvennabaráttusögu heimsins. Viðtalið við Steinunni má hlýða á hér:
Ljósmyndirnar eru eftir Ara Kárason þáverandi ljósmyndara Þjóðviljans og teknar á umræddum baráttufundi á Lækjartorgi.