Reisubók Guðríðar Símonardóttur

Árið 1627 hertóku ofbeldismenn frá Alsír um fjögur hundruð Íslendinga og fluttu til þrældóms í Barbaríinu. Ein þeirra var Guðríður Símonardóttir, ung sjómannskona og móðir í Vestmannaeyjum. Skáldið fylgir Guðríði á hennar löngu reisu í þrælakistuna í Alsír, segir frá níu ára vist hennar þar og lýsir ferðinni norður uns hún eygir Ísland á ný með Hallgrími Péturssyni. Fjöldi hernumdra Íslendinga fær nafn og sögu í bókinni og skyggnst er á bak við tjöldin í heimi araba og islams á 17. öld. Að baki þessu viðamikla skáldverki liggur sex ára rannsóknarvinna og ferðalög á söguslóðir í ýmsum löndum. Ævintýraleg og spennandi saga af ánauð og frelsun sterkrar konu.

Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Eftir Steinunn Jóhannesdóttir
Útgefandi:2001 Mál og menning. 500 s.