Fundargerð Stjórnar- og nefndafundar 3. marz 2021

 1. Formaður setti fundinn kl. 10:00.
  Á fundinn voru mættir 16 stjórnar- og nefndamenn auk Birnu Róbertsdóttur. Forföll höfðu tilkynnt: Magnús Hansson, Amalía Pálsdóttir og Ísidór Hermannsson.
  Tilkynnti um brotthvarf Estherar Ólafsdóttur úr stjórn Korpúlfa. Hún baðst lausnar af persónu- og heilsufarsástæðum. Esther þakkað hennar starf í þágu Korpúlfa.
 2. Lesin fundargerð síðasta fundar (3. febr. 2021). Hún samþykkt án athugasemda.
 3. Formaður fór yr takmarkanir vegna Covid-19 og las úr bré Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um tilslakanir í félagsstar. Þar kemur fram að heimild sé nú fyrir 50 manns í rými í stað 20 áður, fjarlægðamörk skuli vera 2 metrar og grímuskylda.
 4. Framtíðin er vonandi bara áfram í þá átt að enn meira losni um í félagsstar. Fólk þyrstir í að geta tekið í spil, bæði bridge og félagsvist. Við þurfum enn að bíða eftir þeim áfanga. Menn hafa komið saman til að tea og þar er grímuskylda og hreinlætis gætt.
 5. Steinar Gunnarsson hafði fyrir nokkru lagt fram hugmynd að innheimtu félagsgjalda meðal Korpúlfa. Gjaldið gæti m.a. verið notað til að greiða til þeirra sem kæmu með tónlist, upplestra og annan fróðleik á samverur Korpúlfa. “Krafa” yrði send í banka sem “valgreiðsla” og ekki fylgst með því hverjir greiddu eða greiddu ekki.

  Þessi hugmynd nokkuð rætt og komu fram ýmis sjónarmið t.d. ef félagsgjald þá þyrftu allir að greiða ella ekki félagar, fella niður gjald miðað við einhvern tiltekinn aldur, fella niður gjald vegna aðstæðna hjá félagsmanni o.s.frv. Gjaldkeri gat um kostnað sem þyrfti að greiða bankanum vegna slíkrar

innheimtu. Inn í þessar umræður var einnig rætt um styrktarsjóð Korpúlfa og að vekja mætti meiri athygli á honum. Niðurstaða umræðna var sá, og var Steinar samþykkur því, að fresta umræðu um félagsgjald í eitt ár og nýta tíma vel til að vekja athygli á styrktarsjóðnum. Formaður bað fundarmenn um að vera virka í því máli.

Páll Steinar nefndi í þessu sambandi að kórinn vantaði undirleikara og það muni kosta peninga og nefndi hann 30 þús. kr.

Ása Kristín nefndi að hressa þyrfti upp á Facebook síðu Korpúlfa sem og vefsíðu.

 1. Frá nefndum
  Ferðanefnd: Þar kom fram að farið verður í Fly over Iceland n.k. miðvikudag 10. marz og er að verða fullbókað í þá ferð. Fjórar tillögur væru komnar frá Emil Kristjánssyni um ferðir í sumar. Tveggja daga ferð um Snæfellsnes 2. – 3. júní; dagsferð á Strandir 21. júní; dagsferð um Kaldadal og Borgarfjörð 30. júní og þriggja daga ferð um Suðurland 15. – 17. júlí. Allt eru þetta áhugaverðar ferðir sem ferðanefnd mun skoða og ræða nánar.

  Fræðslunefnd: Ekki farin af stað en bíður byrjar.

  Menningarnefnd: Bókaklúbbur hófst í síðustu viku og byrjar vel. Óvíst er með leiklesturinn, sem hófst á síðasta starfsári, vegna fjöldatakmarkana og sama má segja um hagyrðinganna. Skoðað verður með ferð í leikhús í apríl.

  Skemmtinefnd: Boccia er hafið, sem og keila og pílukast. Fyrirspurnir hafa komið um Bingó og er það í skoðun sem og hópsöngur þar sem Jóhann Helgason hefur haldið uppi fjörinu.

 2. Önnur mál. Enginn bar neitt upp undir þeim lið. Fundi slitið kl. 11:02

Sveinbjörn Bjarnason Fundarritari