Fundargerð Stjórnar- og nefndafundar 3. febrúar 2021

 1. Formaður setti fundinn kl. 10:00
  Mættir voru 19 stjórnar- og nefndamenn auk Birnu Róbertsdóttur. Esther Ólafsdóttir, ritari stjórnar, tilkynnti forföll.
 2. Formaður las fundargerð síðasta fundar, þ.e. stjórnar- og nefndafundar frá 2. september 2020. Ein athugasemd um nafnritun, hún leiðrétt og fundargerðin að því loknu samþykkt.
 3. Formaður fór yr stöðuna eins og hún er nú hvað varðar sóttvarnir. Lýsti ánægju sinni með hve margir koma orðið í Borgir á þá viðburði sem þar eru komnir af stað. Einnig hve margir sækja matar- og katíma. Oft svo margt að 20 eru í matsal og margir í öðrum sal. Fólk mjög ánægt með að geta komið og hitt mann og annan. Gleði skín af andlitum og tilhlökkun til frekari viðburða sem þó eru enn ekki leyfðir eins og félagsvist, brigde, bingó og skák.Guðlaugur nefndi að stutt væri í bólusetningar og bezt væri að sitja og bíða róleg eftir þeim.

  Birna þakkaði heimsókn sem hún fékk á 60 ára afmæli sínu en þá komu Magnús og Guðný til hennar og færðu henni falleg blóm og hlý orð í tilefni dagsins.

  Hún nefndi aukna aðsókn í starfsemina sem komin væri af stað og gat þess að í dag væri fullt í öllum rýmum hússins. Vel væri fylgst með þeim fjölda sem kæmi í húsið og skráð væri í viðburði. Reynt væri að koma í veg fyrir biðlista og hefði Reykjavíkurborg t.d. samþykkt að Auður Harpa kæmi með aukatíma í dansleikmina vegna mikillar aðsóknar.

  Páll Steinar nefndi veikindi Jóhanns Helgasonar. Sagðist hafa talað við hann og bar þær fréttir að Jóhann hefði fengið góðar niðurstöður úr rannsóknum sem hann hefði farið í.

 4. Formaður sagði að ekki væri auðvelt að lesa í framtíðina eins og staðan væri nú hvað varðaði fjöldatakmarkanir. Nefndi að samkvæmt samþykktum Korpúlfa ætti að

halda aðalfund í febrúar eða marz en sagði að fundurinn mundi allavega ekki verða í febrúar og að mikið mætti breytast til að fundurinn gæti farið fram í marz. Líta þyrfti því lengra fram á veg með hann. Undirbúningur væri þó hann. Uppstillingarnefnd hefði verið komið á laggirnar og í henni sitja Ólafur Kristjánsson, formaður; Björgvin H. Kristinsson; Eygló Halla Ingvarsdóttir og Jóna Hallgrímsdóttir.

Formaður óskaði eftir því við stjórnar- og nefndamenn að þær gæfu kost á sér til áframhaldandi starfa að loknum næsta aðalfundi.

 1. Ferðanefnd lagði fram blað með ferðahugmyndum fyrir árið 2021 og fylgir það með fundargerðinni. Þar eru nefndar ferðir allt frá eins dags ferð um Borgarfjörð að sex daga hringferð um landið. Allt áhugaverðar ferðir. Fundað verður frekar um þetta þegar nýjar forsendur liggja fyrir um fjöldatakmarkanir.Fræðslunefnd – engar að frétta þaðan enn sem komið er.

  Menningarnefnd – fátt verið hægt að gera af því sem áformaði hafði verið en verið að skoða möguleika á að koma bókaklúbbi af stað.

  Skemmtinefnd – Boccia byrjað tvisvar í viku, vel sótt. Keila farin af stað. Fræðslumynd þar sem Ingrid Kuhlman fjallar um “Leitina að hamingjunni” var sýnd í síðustu viku. Góð aðsókn þannig að sýna þurfti tvisvar. Bingó og spil bíða betri tíma.

  Birna skýrði frá því að maður að nafni Fannar Már Andrésson hefði hringt og kynnt verkefni sem hann er með. Hann hefur sett upp myndasýningu frá ákveðnum stöðum og segir sögur og “ferðast” í orðum um viðkomandi staði. Tekur um 45 mínútur. Kostnaður 20 þús.

 2. Þórdís spurði hvort vitað væri hvenær starfsfólki í Borgum fengi bólusetningu. Páll Bjarnason utti okkur vísur sem einn göngufélagi hafði gaukað að honum. Páll Steinar las okkur ljóðið “Ef sérð þú gamla konu “

Fundi slitið kl. 10:46

Sveinbjörn Bjarnason Fundarritari