Stjórnar- og nefndafundur 8. janúar 2020

Korpúlfar, stjórnar- og nefndafundur 8. janúar 2020

Mættir: Páll Steinar Hrólfsson, Eggert Sigfússon, Ísidór Hermannsson, Sigrún Bjarnadóttir, Páll

Bjarnason, Steinar Gunnarsson, Steinunn Bjarnadóttir, Amalía Pálsdóttir, Jóhann Helgason,

Mikkalína Á. Pálmadóttir, Bára Aðalsteinsdóttir, Guðlaugur Þorgeirsson, Sveinbjörn Bjarnason og

Birna Róbertsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

2. Samstarf við Grafarvogskirkju.

3. Upplýsingar frá nefndum.

4. Félagsfundur 29. janúar 2020.

5. Aðalfundur 26. febrúar 2020.

6. Önnur mál.

Formaður setti fundinn kl. 10:03. Bauð fundarmenn velkomna til fundarins. Þakkaði samstarf

liðins árs um leið og hann óskaði fundarmönnum gleðilegs árs með von um ánægjulegt samstarf á

nýju ári.

Í fjarveru Thors B. Eggertssonar ritara Korpúlfa mun Sveinbjörn Bjarnason rita fundargert þessa

fundar.

1. Fundargerð síðasta f undar lesin af Sveinbirni Bjarnasyni. Hún samþykkt.

2. Dagskrá f undarins var breytt þannig að liður tvö færist aftur fyrir lið nr. 5.

3. Frá nefndum:

Ferðanefnd:

Páll Bjarnason skýrði frá því að hann hafi verið í sambandi við Emil Örn Kristinsson hjá GJ travel vegna fyrirhugaðrar Vestfjarðaferðar á sumri komanda. Dagsetning ekki ákveðin en allar líkur á að vel gangi og að ferðin verði farin.

Hópur Korpúlfa mun fara á íþróttamót aldraðra á Krít á vegum fimleikadeildar Fjölnis

Grafarvogi.

Fræðslunefnd:

Amalía Pálsdóttir sagði að strax hefði fyllst á námskeið í skrautskrift hjá Þorvaldi Jónassyni. Annað námskeið byrjar væntanlega 31. janúar n.k.

Í dansinn á mánudögum hefði verið lítil mæting. Í samtölum kom fram að breyta aðeins til. Hætt yrði við þá dagskrá og bæta dansi við söngstundina þriðja miðvikudag í mánuði. Vera svo áfram með danskvöld einu sinni í mánuði – næst 16. janúar. Niðurstaða var að gera þessa breytingu.

Tillaga kom einnig fram um að athuga með línudans í Borgum síðar á árinu.

Aðsókn hafi ekki verið mikil í Sölu- og handverkssýningunni 16. nóvember s.l. Frekar lítil sala en um 100 manns komu í kaffi. Næsta handverkssýning verður 2. maí n.k.

Menningarnefnd:

Ísidór Hermannsson sagði að stefnt væri að því að Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV, komi þann 16. janúar með bók um revíurnar.

Sigrún Magnúsdóttir mun koma 23. janúar með fyrirlestur um galdra.

Leshópur Korpúlfa mun taka fyrir bókina Hið heilaga orð þann 30. janúar n.k.

Egill Þórðarson kemur 13. febrúar með fyrirlestur um Jón Helgason prófessor og skáld og ræðir um kvæði hans Áfanga.

Helga Þórðardóttir kemur 20. febrúar með fyrirlestur um William Morris en hann var breskur textílhönnuður, listamaður, rithöfundur og hugsjónamaður. Í leshring verður rætt um bókina Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson

Þann 12. marz koma “vísnavinir” skáld innan Korpúlfa.

Rætt er um ferð í Árnastofnun – mögulega í apríl, maí.

Athugað verður með ferð í Hörpu á opna æfingu þar sem Hallveig Rúnarsdóttir flytur lög eftir W.A. Mozart. Sinfóníuhljómsveit Íslands er að bjóða Korpúlfum 100 miða á þennan viðburð. Ekki enn komin dagsetning viðburðarins.

Leiklistarhópur. Mikill áhugi hefur verið og hafa 18 Korpúlfar skráð sig í hópinn. Sigurður Skúlason, leikari, hefur verið áhugasamur að leggja málinu lið. Talað var um að leiklistarhópurinn verði formlega stofnaður þann 6. febrúar n.k.

Hugað verður að ferðum í leikhús – þó óráðið enn hvenær eða hvað verk skuli sjá.

Bíósýningar verða í Borgum fyrsta miðvikudag í mánuði og ákveðið að auglýsa þær betur.

Skemmtinefnd:

Eggert Sigfússon og fleiri nefndarmenn nefndu danskvöldið 16. janúar.

Félagsvist er á mánudögum og þar gengur vel.

Bingó miðvikudaginn 15. janúar.

Þorrablót 5. febrúar. Þar rætt um að fá Níels Árna Lund til að vera veislustjóra. Danspar muni sýna dans, Korpusystkin syngja. Athuga með ávörp um minni kvenna og minni karla. Athuga með barnabörn Kristínar söngstjóra.

Fjölskyldubingó verði þegar líður nær vori.

Birna sagðist vera búin að sækja um styrk fyrir leiklistarhópinn og biði svara.

4. Félagsfundur 29. janúar:

Andri Snær Magnason, rithöfundur, mun koma á fundinn og segja frá bók sinni Tíminn og vatnið.

Umræða gæti orðið um þegar kynslóðirnar mætast.

Í athugun er að fá Línudanshóp Hæðagarðs til að sýna línudans á fundinum. Margrét

Skarphéðinsdóttir, Korpúlfur, er ein af sýnendum.

Kynning á aðalfundi og málefnum sem þar kunna að verða borin upp.

5. Aðalfundur 26. febrúar:

Nánar verða málefni hans kynnt á félagsfundi 29. janúar.

2. Samstarf við Grafarvogskirkju.

Jóhann lagði fram bréf um fund sem hann átti með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sóknarprest við

Grafarvogskirkju og sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur, prest við sömu kirkju. Efni fundarins snerist um samskipti Sesselju Eiríksdóttur og Jóhanns varðandi umhverfismál og samstarf kirkjunnar og Korpúlfa í því sambandi. Jóhann lagði áherslu á þann góða anda sem ríkt hefði á fundi hans með sr.Guðrúnu og sr. Örnu og þær góðu lyktir sem málið fékk.

Nokkrar umræður urðu um þessi mál en að lokum ákveðið að þessu máli væri lokið af hálfu Korpúlfa.

Fundi slitið með vinabandi kl. 11:56

Sveinbjörn Bjarnason

fundarritari.