Ferð um sunnanverða Vestfirði í júní 2015

Fyrsta stans var á Reykhólum. Þar var kirkjan skoðuð

 

Reykhólar eru ríkir, bæði af sögu og náttúrufegurð. Svæðið er paradís fyrir áhugafólk um fugla, en grynningar, leirur, votlendi, móar og klettar skapa skilyrði fyrir ótrúlega fjölbreytt fuglalíf. Óvíða á Íslandi er hægt að sjá jafn margar fuglategundir á einum stað eins og á Reykhólum. Reykhólar eru líka sá þéttbýlisstaður á Íslandi þar sem mestir möguleikar eru á því að sjá haförn á sveimi.
Reykhólar eru sögufrægur staður, fornt höfuðból og einhver allra besta bújörð landsins á öldum áður. Við sögu staðarins koma m.a. Guðmundur ríki, Grettir Ásmundsson, Þorgeir Hávarsson, Þormóður Kolbrúnarskáld og Tumi Sighvatsson. Í þorpinu er minnisvarði um skáldið Jón Thoroddsen, en hann fæddist á Reykhólum árið 1818.
Á Reykhólum eru tvær frábærar heilsulindir, annars vegar sundlaugin góða Grettislaug, og hins vegar hin glænýju þaraböð Sjávarsmiðjunnar.

Annað stopp var í Flókalundi

 

Þá var komið á Patreksfjörð, þar sem   gist var í tvær nætur.

 

Patreksfjörður (Einnig nefnt Patró á talmáli) er þorp í Vesturbyggð við samnefndan fjörð sem er syðstur Vestfjarða. Aðalatvinnugreinar eru sjávarútvegurfiskvinnsla og þjónusta. Fjörðurinn heitir eftir heilögum Patreki, verndardýrlingi Írlands. Landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson sem var frá Suðureyjum hét á hann og nefndi fjörðinn eftir honum.  Áður var verslunarstaðurinn á Vatneyri, sem er lág eyri þar sem eitt sinn var stöðuvatn eða sjávarlón. Lónið var grafið út árið 1946 og Patrekshöfn gerð þar. Núverandi byggð er hins vegar að mestu leyti á Geirseyri og var byggðin stundum kölluð Eyrarnar í fleirtölu. Vatneyri/Geirseyri var verslunarhöfn á tímum einokunarverslunarinnar. Vísir að þorpi tók að myndast með fyrstu þurrabúðunum þar um miðja 19. öld.

Næst var stansað á Látrabjargi

 

Látrabjarg er fuglabjarg á Vestfjörðum. Það er stærsta sjávarbjarg Íslands, 14 km að lengd og 441 metra hátt. Látrabjargi er í daglegu tali skipt í fjóra hluta, sem heita Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Látrabjarg hefur verið nytjað frá landnámstíð. Það er vestasti oddi Íslands. Nafnið kemur af orðinu látur. Togarinn Dhoon strandaði undir Geldingsskorardal í miklu óveðri þann 12. desember 1947 og hófust þá miklar björgunaraðgerðir. Þær stóðu yfir í um þrjá daga og nær allir bændur í grendinni unnu að björguninni. Þrír skipverjar höfðu drukknað áður en björgunarmenn höfðu sigið niður bjargið en 12 sem eftir voru lifandi var öllum bjargað. Ári síðar var gerð heimildarmynd um björgunina sem Óskar Gíslason leikstýrði. Á meðan á tökum stóð strandaði togarinn Sargon og náði Óskar myndum af þeirri björgun og notaði í heimildarmyndinni. Hún var frumsýnd árið 1949.

Frá Hnjóti, Selárdal og Rauðasandi

 

Minjasafn Egils Ólafssonar var stofnað 22. júní 1983 þegar Egill Ólafsson og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir ábúendur á Hnjóti gáfu Vestur-Barðastrandarsýslu safnið. Egill byrjaði ungur að safna og hélt því áfram til dauðadags. Hann vann ötult starf við að safna munum sem tengjast sögu sunnanverða Vestfjarða.

Selárdalur er næstvestastur Ketildala í Arnarfirði. Selárdalur var eitt af höfuðbólum Vestfjarða. Selárdalsprestakall var áður fyrr talið með betri prestaköllum landsins, með því að Stóra-Laugardalssókn sem náði yfir allan Tálknafjörð var annexía frá Selárdal. Einn af Selárdalsprestum varð síðar biskup, en það var Gísli Jónsson, sem var prestur í Selárdal frá 1547-1557. Séra Gísli varð biskup í Skálholti eftir Marteinn biskup Einarsson.

Frægir ábúendur í Selárdal eru t.d. Bárður svarti Atlason (afi Hrafns Sveinbjarnarsonar), Páll BjörnssonGísli á UppsölumHannibal Valdimarsson og Samúel Jónsson, sem kallaður hefur verið listamaðurinn með barnshjartað. Þar fæddist Jón Þorláksson á Bægisá. Síðasti bærinn, Neðribær, fór í eyði 2010.

Rauðisandur eða Rauðasandur er byggðarlag í Vestur-Barðastrandarsýslu og liggur frá Skorarhlíðum út að Látrabjargi. Undirlendið er fremur mjótt og upp frá því rísa fjöll með bröttum hlíðum og háum hömrum. Allmikið sjávarlón, Bæjarvaðall, sker sveitina í sundur og út frá því liggur langt og mjótt lón til vesturs, en framan við það er rif úr rauðgulum skeljasandi og er nokkuð víst að sveitin dregur nafn af sandinum, þótt í Landnámabók segi að Ármóður rauði Þorbjarnarson hafi numið land á Rauðasandi.

Sveitin er grösug og veðursæl og var áður þéttbýl en nú hefur bæjum í byggð fækkað mjög. Helsta höfuðbólið er Saurbær eða Bær. Þar bjuggu ýmsir höfðingjar fyrr á öldum og á 16. og 17. öld var Saurbær sýslumannssetur. Annar þekktur bær á Rauðasandi er eyðibýlið Sjöundá, þar sem hryllileg morð voru framin í byrjun 19. aldar.

Umhverfisstofnun stefnir að því að friðlýsa í áföngum Rauðasand, ásamt Látrabjargi.

Dynjandisheiði og við Dynjanda[Best_Wordpress_Gallery id=”44″ gal_title=”Dinjandisheiði, við Dynjanda”]

 

Dynjandi (eða Fjallfoss) er 100 m hár foss í Arnarfirði á Vestfjörðum Íslands. Fossinn kemur ofan af Dynjandisheiði og fyrir neðan hann er einnig eyðibýli sem heitir Dynjandi. Á bjargbrún er fossinn 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst. Fleiri fossar eru í fossaröðinni. Fossinn var friðlýstur árið 1980.

Meðal sumarrennsli Dynjandisár er 2 til 8 rúmmetrar en meðal vetrarrennsli er 1 til 4 rúmmetrar vatns á sekúndu. Upptök sín á áin í smávötnum á Dynjandisheiði.

Þá var áð að Hrafnseyri við Dýrafjörð[Best_Wordpress_Gallery id=”45″ gal_title=”Hrafnseyri við Dýrafjörð”]

 

Hrafnseyri er gamall bæjarstaður á Vestfjörðum, staðurinn er nefndur í höfuðið á Hrafni Sveinbjarnarsyni sem bjó þar á 12. öld. Staðurinn var fyrst byggður á landnámsöld og nefndist þá Eyri. Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja Íslendinga, var fæddur á Hrafnseyri 17. júní 1811 og í dag er þar Safn Jóns Sigurðssonar.

Í Landnámu segir að Ánn rauðfeldur og Grelöð, kona hans, hafi byggt þar bú því Grelöðu hafi þótt „hunangsilmur úr grasi“. Rannsóknir benda til þess að byggt hafi verið þar um 900. Þar nálægt eru Grelutóttir og fjallið Ánarmúli þar sem sagt er að Ánn hafi verið heygður.

Í Hrafns sögu, um Hrafn Sveinbjarnarson sem var goðorðsmaður á Sturlungaöld og bjó á Eyri, segir að hann hafi verið víðförull maður og ferðast til m.a. Salerno á Ítalíu, þar sem rekinn var læknaskóli og menntaðist þar. Hann var veginn af frænda sínum Þorvaldi Vatnsfirðingi. Hrafn er sagður grafinn undir bautasteini við Hrafnseyri.

 Í heimleiðinni var litið við á Brjánslæk, komið við í Flatey eitt  augnablik[Best_Wordpress_Gallery id=”46″ gal_title=”Brjánslækur-Flatey”]

 

Brjánslækur (áður einnig Brjámslækur, 65.529456, -23.196884‎ eða 65°31’46.0″N 23°11’48.8″W) er fornt höfuðból og kirkjustaður við mynni Vatnsfjarðar. Þar er ferjustaður, Breiðafjarðarferjan Baldur siglir yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar. Innanvert við Brjánslæk eru friðlýstar tóftir, Flókatóftir en munnmæli herma að þar hafi Hrafna-Flóki búið.

Af bæjarnafninu Brjánslækur gerðu menn sér ættarnafnið BriemÆttfaðir Briemara var síra Guðbrandur Sigurðsson (1735-1779).

Flatey á Breiðafirði er stærsta Vestureyjan á Breiðafirði og tilheyra henni alls 40 eyjar og hólmar. Hún er talin að hafa myndast undir afli skriðjökla á ísöld og þegar jökulfarginu létti hafi hún risið upp úr sæ. Flatey er um 2 km á lengd og um hálfur km þar sem hún er breiðust. Eyjan er flatlend, þó gengur hæðarhryggur eftir henni endilangri. Lundaberg er hæsti hluti hennar, nærri norðausturenda hennar. Vestureyjarnar liggja á stórri megineldstöð sem kennd er við Flatey og finnst því víða jarðhiti og margskonar stuðlaberg. Flatey er flokkuð undir þjóðjörð af ríkinu og er eyjan talin sem náttúruperla og menningarafurð Íslands. Mikið fuglalíf er á eyjunni og er hluti hennar friðaður (sérstaklega á varptíma) síðan 1975. Flatey er því tilvalinn staður fyrir fuglaskoðendur. Gjöful fiskimið liggja allt í kringum eyjuna en í undirdjúpunum kringum Flatey er ekki aðeins fiskur heldur einnig merkar fornleifar; tvö skip. Annað sökk á 18. öld og hitt á 19. öld. Byggð í Flatey á rætur sínar að rekja allt aftur á landnámsöld þegar Þrándur mjóbeinn nam eyjarnar vestan Bjarneyjarflóa og bjó hann í Flatey. Flatey hefur þá yfirburði framyfir aðrar Vestureyjar að hún er stærst og lá vel við – stutt er á fiskimið og í aðrar eyjar. Höfnin, skeifulaga eyja á móts við Þýskuvör, var sjálfgerð frá náttúrunnar hendi og veitir hún var í flestum áttum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *