Stjórnar og nefndarfundur 18. september 2019.

Korpúlfar, stjórnar og nefndarfundur 18. september 2019.
Mættir:
Jóhann Helgason, Sveinbjörn Bjarnason, Thor B. Eggertsson, Baldur Magnússon, Ragnar
Benediktsson, Birna Róbertsdóttir, Egill Sigurðsson, Steinar Gunnarsson, Páll Bjarnason,
Ingibjörg Friðbertsdóttir, Ísidór Hermannsson, Sigrún Bjarnadóttir, Guðrún Birna Árnadóttir,
Steinunn Bjarnadóttir, Eggert Sigfússon, Helga Agatha Einarsdóttir, Páll Steinar Hrólfsson,
Bára Aðalsteinsdóttir, Guðlaugur Þorgeirsson og Amalía Pálsdóttir.
Fjarverandi: Ráðhildur Sigurðardóttir.
Dagsskrá:
1. Lesin fundargerð síðasta fundar
2. Upplýsingar frá nefndum
a. Ferðanefnd
b. Fræðslunefnd
c. Menningarnefnd
d. Skemmtinefnd
3. Leiklistarhópur Korpúlfa
4. Persónunefnd
5. Önnur mál
Jóhann setti fundinn kl. 10:00.
1. Lesin fundargerð síðasta fundar.
Thor las upp fundargerð síðasta fundar, samþykkt.
2. Upplýsingar frá nefndum
a. Ferðanefnd: Páll skýrði frá ferðanefnd.
– 23.9. Sólheimar – Laugarvatn. Fullt er í í ferðina.
o Verið að skoða að fá stærri rútu.
– Hugmynd um ferð á Vestfirði næsta sumar sem var vel tekið.
o Páll er búinn að tala við Emil hjá ferðaskrifstofu Guðmundar og er búinn að
fá lýsingu á 3-4 daga ferð.
– Birna sagði frá bréfi frá Siglufirði um Haustsælu fyrir eldi borgara.
b. Fræðslunefnd: Guðrún Birna skýrði frá fræðslunefnd.
– Prúttmarkaður verður á morgunn kl 12:30 til 14.
– Skrautskriftanámskeið
– Postulínsmálun eins og verið hefur
– Fríða verður með glerið.
– Tölvuaðstoð verður fimmtudaga kl. 10-12.
c. Menningarnefnd: Ingibjörg skýrði frá menningarnefnd.
– 12.9. Farið á bókasafnið og skoðað myndlistarsýningu og jafnvel fengið leiðsögn.
– 26.9. Leshópur- Bókin Ör.
– 3.10. Karl Jeppersen: Kynnir bókina „Fornar hafnir“
– 10.10. Kynning – Ingibjörg Óskarsdóttir – ljósmyndir
– 17.10. Sönghópur – Borgarholtsskóli.
– 24.10. Elías Þórðarson, loftskeytamaður Fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson og
Þingvelli.
– 31.10. Leshópur: Skáldsagan Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
– 6.11. Mynd tekin upp í Borgarleikhúsinu „Hundur í óskilum“.
– 14.11. Ferð í Perluna í samvinnu við ferðanefndina.
– 28.11. Leshópur
– 7.11. Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum.
– 12.12. Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum.
d. Skemmtinefnd: Eggert skýrði frá skemmtinefnd.
– 11.9 Bingó.
– 19.9. Haustfagnaður, miðar verða seldir eftir félagsfundinn í dag
– Jólahlaðborð
– Félagsvist verður á mánudögum eins og verið hefur
– Bridge á föstudögum.
– Þorrablót eftir áramót
o Helga talaði um að fá „Læknabandið Blús“ á Þorrablótið.
– 50+ keppni.
3. Leiklistarhópur Korpúlfa.
– Birna skýrði frá því að það hafi staðið til í nokkurn tíma að stofna leiklistahóp.
Sigurður Skúlason tók vel í að vera með hópinn og stendur til að hann veði forlega
stofnaður eftir áramót og byrjunin yrði leiklestur.
4. Persónuvermd.
– Sveinbjörn skýrði frá lögum um persónuvernd. Sagði frá bréfi sem sent var
persónuverndar um félagatalið og svari persónunefndar.
o Ragnar sendi í vor fyrirspurn til persónuverndar hvort og þá hvernig við
mættum birta félagatalið á vefsíðu Korpúlfa.
o Svar barst frá persónunefnd að það þyrfti samþykki hvers og eins fyrir því að
mega birta upplýsingar á netinu.
o Í síðasta bréfi sem sent var félagsmönnum er bent á þessar niðurstöður og
eindregið óskað eftir að félagar sendi til félagsins, samþykki eða höfnun um
birtingu á netinu eins og verið hefur.
§ Það sem birt verður á netinu með samþykki er:
• Nafn. og mynd
• Nafn og mynd maka þar sem það á við.
• Símanúmer.
• Heimilisfang
§ Á netið verður EKKI birt kennitala né netfang.
o Sveinbjörn lagði fram blað til nefndarmanna á fundinum og óskaði eftir að þeir skrái nokkrar upplýsingar og samþykki eða ekki birtingu á netinu.

Hann óskaði eftir að menn yrðu búnir að skila þessu fyrir 1. október 2019.
o Ákveðið hefur verið að Sveinbjörn muni segja fá þessa máli á félagsfundi eftir hádegið í dag og vera með blöð þar að lútandi.
– Spurning kom upp um hver tilgangurinn væri með að birta félagatalið á netinu.
– Fram kom að netföng í félagatalinu er í mörgum tilfellum röng og erfitt er að fá upplýsingar um breytt netföng.
– Sveinbjörn varpaði þeirri spurningu fram til umhugsunar „Viljum við birta félagatalið á netinu?“.
5. Önnur mál.
– Páll sagði að hann hefði ætlað að sjá um púttmót en hann vildi ekki halda pútmótið nema í samráði við Sverri.
– Sveinbjörn lagði til að sett yrði upp almanak á vefsíðuna svo auðveldara væri fyrir félaga að sjá hvað er framundan í starfinu.
– Páll lagði til að leitað yrði álits á hvort einhver áhugi sé fyrir ferð á Vestfirði næsta ár.
Það þarf góðan fyrirvara varðandi skipulag svona ferðar.
– Birna lagði til að fá Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur kynna bókina „Ný menning í öldrunarþjónustu“ á félagsfundinn í október. Vel var tekið í þetta.
Fundi slitið kl. 11:28 með vinabandinu.
Thor B. Eggertsson ritari.