Stjórnar og nefndarfundur 3. apríl 2019.
Korpúlfar, stjórnar og nefndarfundur 3. apríl 2019.
Mættir:
Jóhann Helgason, Sveinbjörn Bjarnason, Thor B. Eggertsson, Baldur Magnússon, Ráðhildur Sigurðardóttir, Ragnar Benediktsson, Egill Sigurðsson, Steinar Gunnarsson, Páll Bjarnason, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Ísidór Hermannsson, Sigrún Bjarnadóttir, Guðrún Birna Árnadóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Eggert Sigfússon, Páll Steinar Hrólfsson, Helga Agatha Einarsdóttir, Bára Aðalsteinsdóttir, Guðlaugur Þorgeirsson og Amalía Pálsdóttir.
Fjarverandi: Birna Róbertsdóttir.
Dagsskrá:
- Lesin upp fundargerð síðasta fundar
- Grafarvogsdagurinn 25. maí 2019
- Sölu og handverksýning 4. maí 2019
- Upplýsingar frá nefndum
- Félagsfundurinn 24. apríl síðasta vetrardag
- Önnur mál
- Myndataka Jóhann Þór Sigurbergsson
Jóhann setti fundinn kl. 10:00.
- Lesin fundargerð síðasta fundar.
Thor las upp fundargerð síðasta fundar, samþykkt.
- Grafarvogsdagurinn 25. maí 2019
Gæludýrablessun, séra Arna ÝRR.
Pönnukökur í umsjá Eyglóar.
Það stendur til að fá Ásrúnu Evu (Silvíu nótt) til að syngja í Borgum.
Soffía Jakobsdóttir með limrur.
- Sölu og handverkssýning 4. maí 2019
Guðrún Birna setur upp lista og stjórnar uppsetningu.
Kaffi og kleinur verða í boði.
- Upplýsingar frá nefndum
Ferðanefnd:
- Hellisheiðarvirkjun, 7.maí
Farið af stað kl. 13.
Stutt ferð eftir hádegi.
Orkuveita Reykjavíkur, kaffi.
- Útsýnisferð um Grafarvoginn.
Reiknað með að fara í rútu.
Emil Ragnar Kristinsson verður farastjóri
Farið verður í Íslenska gámafélagið, endað með kaffi í borgum.
- Rínarferðin. 14.-19. júlí. ca. 30 mans búnir að skrá sig í ferðina.