Stjórnar og nefndarfundur 6. mars 2019.

Korpúlfar, stjórnar og nefndarfundur 6. mars 2019.

 

Mættir:

Jóhann Helgason, Sveinbjörn Bjarnason, Thor B. Eggertsson, Baldur Magnússon, Ráðhildur Sigurðardóttir, Ragnar Benediktsson, Egill Sigurðsson, Steinar Gunnarsson, Páll Bjarnason, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Ísidór Hermannsson, Sigrún Bjarnadóttir, Guðrún Birna Árnadóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Eggert Sigfússon, Páll Steinar Hrólfsson, Helga Agatha Einarsdóttir, Bára Aðalsteinsdóttir, Guðlaugur Þorgeirsson og Birna Róbertsdóttir

 

Fjarverandi: Amalía Pálsdóttir.

 

Jóhann setti fundinn kl. 10:05 og bauð alla velkomna. Jóhann bað fólk um að kynna sig.

 

Lesin fundargerð síðasta fundar.

Thor las upp fundargerð síðasta fundar, samþykkt.

 

Farið yfir verklagsreglur félagsins.

 • Birna dreifði verklagsreglum og starfsreglum stjórnar. Jóhann dreifði lögum félagsins.
 • Birna fór yfir reglurnar og skýrði hlutverk þeirra.
 • Nefndir skipti með sér störfum, formann, ritara og meðstjórnenda.
 • Hugmynd kom upp að nýir nefndarmenn hitti fyrri nefndarmenn.
 • Fundir stjórnar og nefnda eru fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 10:00.
 • Birna lagði áherslu við nefndir að leggja fram kostnaðaráætlanir og síðan að leggja fram uppgjör.
 • Páll minntist á að ferðanefnd og menningarnefnd myndi starfa saman við ferð í Perluna.

 

Dagsskrá fram undan.  

 1. mars Ragnar Ingi Aðalsteinsson
 2. mars verður borgarstjórnarfundur í Borgum kl. 14:00.

21., 28 mars og 5. apríl, Bridge-námskeið og kostar 3.000 kr. á mann. Birna lagði til að menningarnefndin sleppi dagskrá þessa daga.

 1. mars félagsfundur.

Grímkell er tilbúinn að sýna ca. 30 mínútna myndir fyrir fundi.

Ingrid Kulman flytur erindi um vellíðan á efri árum.

Súsúki píanóskólinn verður með 10-15 mínútna píanótónlist.

Bræðrabandið.

JP-dúettinn.

 1. maí sölu og handverksýningin.
 2. maí afmæli Borga.
 3. maí, Grafarvogsdagurinn.

Spurning kom upp hvort menn mættu ekki koma með makker í bridge sem ekki væri í Korpúlfum. Svarið var að allir mættu taka þátt í bridge nema þegar verið að keppa um bikar Korpúlfa.

Allir eru velkomnir í félagsstarf Korpúlfa, þeir þurfa ekki að vera félagar.

 

 

 

Grafarvogsdagurinn laugardaginn 25. maí.

 • Séra Arna Ýrr verður með gæludýrablessun.
 • Pönnukökukaffi Korpúlfa.
 • Menningarnefndin hefur forræði með deginum.

 

5 ára afmæli Borga, 17. maí.

 • Hafa opið hús.
 • Bjóða Jóni Gnarr, en hann opnaði húsið á sínum tíma.
 • Bjóða forseta Íslands og frú.
 • Birna sér um að halda utan um daginn.
 • Fá fornbíla til að koma í heimsókn.
 • Ragnar talaði um að myndir hefðu verið teknar daglega á meðan byggingu hússins stóð. Það væri gaman að búa til vídeó með myndunum.
 • Safna saman myndum frá þegar Korpúlfar fluttu í húsið.

 

Ágústa Eva (Silvía nótt).

Bauðst til að vera með tónleika. Hugmynd kom upp um að fá hana á Grafarvogsdaginn. Birna ætlar að skoða málið.

 

Önnur mál.

 • Spurning kom upp hvort menn mættu ekki koma með makker í bridge sem ekki væri í Korpúlfum. Svarið var að allir mættu taka þátt í bridge nema þegar verið að keppa um bikar Korpúlfa.
 • Allir eru velkomnir í félagsstarf korpúlfa, þeir þurfa ekki að vera félagar.
 • Guðrún Birna sagði frá því að það gerðist leiðindamál í handavinnustofunni að það reis upp kona og gekk út og sagðist vera hætt. Ástæðan var að það sat fólk sem var að perla. Það komu nokkrar konur til að prjóna og hún sagði að það væri svo mikil truflun. Fram kom á fundinum að handavinnustofan er opinn öllum.
 • Baldur sagði frá því að hann væri í verkefni með Borgarskjalasafninu. Það kom fram óskir frá þeim að ef eitthvað væri til af gömlum gögnum hjá Korpúlfum, að við vildum vilja afhenda Borgarskjalasafninu væri það vel þegið. Það var vel tekið í þetta og það væri t.d. hægt að afhenda gögn sem notuð voru við gerð 20 ára afmælisbókarinnar.
 • Jóhann varpaði þeirri hugmynd að auka samstarf við önnur félög eldri borgara.

 

Fundi slitið kl. 11:31. með vinabandinu.

 

Thor B. Eggertsson ritari.