Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 7. janúar 2019.

Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 7. janúar 2019.

Mættir: Jóhann Helgason, Hjördís B. Kristinsdóttir, Baldur Magnússon, Thor B. Eggertsson, Ráðhildur Sigurðardóttir, Grímkell Arnljótsson, Eggert Sigfússon, Ragnhildur Einarsdóttir, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Páll Bjarnason, S. Dinah Dunn, Steinar Gunnarsson, Friðrik Bergsveinsson, Oddgeir Þór Árnason, Egill Sigurðsson, Pétur Ágústsson, Páll Steinar Hrólfsson,  Katrín Þorsteinsdóttir og Birna Róbertsdóttir.

 

Fjarverandi: Haukur Aðalsteinsson og Guðrún B. Árnadóttir.

 

Fundardagskrá :

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar.
 2. Félagsfundur 30. janúar 2019.
 3. Þorrablót Korpúlfa 6. febrúar 2019.
 4. Áframhaldandi nefndar og stjórnarseta
 5. Upplýsingar frá nefndum
 6. Aðalfundur Korpúlfa
 7. Önnur mál.

 

Jóhann Helgason formaður óskaði öllum gleðilegs árs og þakkaði samstarfið og setti síðan  fundinn kl. 10:03.

 

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar.

Thor las upp fundargerð síðasta fundar. Samþykkt

 

 1. Félagsfundur 30. janúar 2019.
 • Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður landssambands eldri borgara, mun kynna starfsemi félagsins.
 • Kynning á hreyfispjöldum
 • Eggert mun lesa gleðisögu eftir Ernst Hemingway.
 • Korpusystkyn munu syngja
 • JP-dúett mun flytja nokkur lög.

 

 1. Þorrablót Korpúlfa 6. febrúar 2019.
 • Það er búið að fá spilara.
 • Það er ekki alveg komið á hreint hvaðan maturinn verður.
 • Verið er að undirbúa skemmtiatriði.

 

 1. Áframhaldandi nefndar og stjórnarseta

Ítrekað frá síðasta fundi að þeir sem ekki ætla að starfa áfram í nefnd eða láti Birnu vita.

 

 1. Upplýsingar frá nefndum
 • Menningarnefndin er klár með nokkrar tillögur fram á vor og mun kynna það á næsta fundi.
 • Arna Ýr er tilbúinn að halda draumanámskeið okkur að kostnaðarlausu. Það yrði á fimmtudagsmorgni og hámark 10 í einu.
 • Ársæll verðu áfram með leikfimi í Egilshöll.
 • Bridge-námskeið er í undirbúningi.
 • Verið er að ítreka að halda tölvunámskeiðið.

 

 1. Aðalfundur Korpúlfa 27. febrúar.
 • Kosið í stjórn og nefdir.
 • Kosning formanns.
 • Uppstillingarnefnd leggur fram lista. Líklegt er að í uppstillinganefd verði:

Ólafur Kristjánsson, Eygló Halla Ingólfsdóttir, Björgvin Kristinsson og Jóna Hallgrímsdóttir.

 

 1. Önnur mál.
 • janúar mun Steinunn Kristjánsdóttir og ræða um „Klaustur kvennafar og pólitík“.
 • Hrafn forstöðumaður í Sundlaug Grafarvogs hafði samband og forvitnaðist um hvort Korpúlfar væru tilbúnir að vera með 9. febrúar sem við vildum gera í sundlauginni. Korpúlfar sýndu fyrir nokkrum árum sundleikfimi, lesin ljóð spilað á harmonikku og sög. Jóhann mælti með því að við myndum gera þetta aftur í ár. Samþykkt var að taka þátt í þessu. Skemmtinefnd og menningarnefnd haldi utan um þetta,
 • Thor sagði frá skiplagi vegna Kanadadags 24.1.2019

Sagt verður frá ferðinni, Guðrún Ísleifsdóttir

Stutt myndband um Stefán G.

Myndband af Jónasi Þór að lesa minningu um Káinn.

Myndasýning frá ferðinni í sumar, Matthildur.

Nokkur vídeó frá ferðinni.

Sýna brot úr þætti Egils Helgasonar um vesturfara.

Spiluð Kanadísk þjóðlög.

Meðlæti með kaffi verður í Kanadískum stíl.

Jónasi Þór fararstjóra verði boðið.

 • Eggert varpaði fram þeirri hugmynd hvort Korpúlfar hefðu áhuga á að kaupa Pool-borð. Menn vildu fyrst vita hvort það væri nokkuð pláss fyrir svona borð (7×5 fet). Eggerti er falið að skoða málið nánar.
 • Baldur lagði til að sótt yrði um styrk til hreinsunar. Samþykkt var að Baldur sæi um að sækja um styrkinn.

 

Fundi slitið með vinabandinu kl. 11:29.

Thor B. Eggertsson, ritari.