Stjórnar og nefndarfundur 6. febrúar 2019.

Stjórnar og nefndarfundur 6. febrúar 2019.

Mættir: Jóhann Helgason, Baldur Magnússon, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Pétur Ágústsson, Steinar Gunnarsson, Egill Sigurðsson, Páll Bjarnason, Eggert Sigfússon, Haukur Aðalsteinsson, S Dinah Dunn og Birna Róbertsdóttir.

 

Dagsskrá:

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar.
 2. Þorrablótið
 3. Dagskrá aðalfundar.
 4. Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.
 5. Upplýsingar frá nefndum.
 6. Vestmannaeyjadagur.
 7. Skilaboð í bréfi
 8. Önnur mál.

 

Jóhann setti fundinn kl. 10.

 

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar.

Hjördís Björg las upp fundargerð síðasta fundar.

 

 1. Þorrablótið

Eggert skýrði frá undirbúningi.

 

 1. Dagskrá aðalfundar.

Jóhann sagði að aðalfundurinn yrði með hefðbundu sniði samkvæmt 6. grein laga.

 1. Formaður les ársskýrslu fyrir árið 2018.
 2. Gjaldkeri fer yfir reikninga ársins 2018.
 3. Engar lagabreytingar.
 4. Kosning stjórnar.
 5. Kosning nefnda.
 • Dianh gítarleikari syngur nokkur lög.
 • Bræðrabandið, Steini og Guðni, ætla að spila á sög og nikku.
 • JP-dúett þ.e. Jói og Palli koma væntanlega.
 • Emil Örn Kristjánsson, frá ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, verður með kynningu á Rínar og Móselsigling.

 

 1. Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.

Vetrarhátíðin veður 9. febrúar.

Bræðrabandið ætlar að spila.

Kórinn syngur.

Jóhann spilar á nikkuna.

 

 

 

 1. Upplýsingar frá nefndum.

Ferðanefnd:

Rínar og Móselsigling.

Dag ferð í Hellisheiðavirkjun 7. maí. lagt af stað kl. 13.

Fræðslunefnd:

Draumanámskeið, sér Arna Ýr.

Tölvunámskeið, 13. fébrúar, 15 komast frá kl. 8-10 og 15 komast frá kl. 10-12.

Menningarnefnd:

17 viðburðir hafa verið á síðasta ári.

Nefndin er tilbúin með 14 viðburði í vorönn.

Skemmtinefnd:

Rúmlega 100 manns búnir að kaupa miða á Þorrablótið.

Söngur grín og gleði á Þorrablótinu.

 

 1. Vestmannaeyjadagur.

Það hefur komið upp sú hugmynd að halda Vestmannaeyjadag.

Skemmtinefndin fái nokkra Vestmannaeyinga í félaginu til að skipuleggja og stýra.

 

 1. Skilaboð í bréfi

Birna minnti á að verið væri að útbúa bréf vegna aðalfundar.

Það er gott að nota tækifærið að koma öðrum skilaboðum þar með.

 

 1. Önnur mál.
 • Jóhann tilkynnti að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formanns. Hann las síðan upp yfirlýsingu máli sínu til stuðnings.
 • Hjördís lét vita af því að hún sótti um styrk úr hverfissjóði og Korpúlfar fengu 100.000 kr. styrk.
 • Birna sagði frá því að bridge-námskeið yrði haldið. Skipt verður í tvo hópa, byrjendur og lengra komna.
 • Kynning með hjálpartæki yrði sérfundur.
 • Vortískusýning verður 8. maí.
 • maí verður 5 ára afmæli Borgar.
 • Þakkir komu frá nokkrum fyrir gott samstarf og góðar stundir.

 

Fundi slitið kl. 11:15. með vinabandinu.

 

Thor B. Eggertsson ritari, tók að sér rita fundargerðina eftir hljóðupptöku.