Stjórnar og nefndarfundur 6. febrúar 2019.
Stjórnar og nefndarfundur 6. febrúar 2019.
Mættir: Jóhann Helgason, Baldur Magnússon, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Pétur Ágústsson, Steinar Gunnarsson, Egill Sigurðsson, Páll Bjarnason, Eggert Sigfússon, Haukur Aðalsteinsson, S Dinah Dunn og Birna Róbertsdóttir.
Dagsskrá:
- Lesin fundargerð síðasta fundar.
- Þorrablótið
- Dagskrá aðalfundar.
- Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.
- Upplýsingar frá nefndum.
- Vestmannaeyjadagur.
- Skilaboð í bréfi
- Önnur mál.
Jóhann setti fundinn kl. 10.
- Lesin fundargerð síðasta fundar.
Hjördís Björg las upp fundargerð síðasta fundar.
- Þorrablótið
Eggert skýrði frá undirbúningi.
- Dagskrá aðalfundar.
Jóhann sagði að aðalfundurinn yrði með hefðbundu sniði samkvæmt 6. grein laga.
- Formaður les ársskýrslu fyrir árið 2018.
- Gjaldkeri fer yfir reikninga ársins 2018.
- Engar lagabreytingar.
- Kosning stjórnar.
- Kosning nefnda.
- Dianh gítarleikari syngur nokkur lög.
- Bræðrabandið, Steini og Guðni, ætla að spila á sög og nikku.
- JP-dúett þ.e. Jói og Palli koma væntanlega.
- Emil Örn Kristjánsson, frá ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, verður með kynningu á Rínar og Móselsigling.
- Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.
Vetrarhátíðin veður 9. febrúar.
Bræðrabandið ætlar að spila.
Kórinn syngur.
Jóhann spilar á nikkuna.
- Upplýsingar frá nefndum.
Ferðanefnd:
Rínar og Móselsigling.
Dag ferð í Hellisheiðavirkjun 7. maí. lagt af stað kl. 13.
Fræðslunefnd:
Draumanámskeið, sér Arna Ýr.
Tölvunámskeið, 13. fébrúar, 15 komast frá kl. 8-10 og 15 komast frá kl. 10-12.
Menningarnefnd:
17 viðburðir hafa verið á síðasta ári.
Nefndin er tilbúin með 14 viðburði í vorönn.
Skemmtinefnd:
Rúmlega 100 manns búnir að kaupa miða á Þorrablótið.
Söngur grín og gleði á Þorrablótinu.
- Vestmannaeyjadagur.
Það hefur komið upp sú hugmynd að halda Vestmannaeyjadag.
Skemmtinefndin fái nokkra Vestmannaeyinga í félaginu til að skipuleggja og stýra.
- Skilaboð í bréfi
Birna minnti á að verið væri að útbúa bréf vegna aðalfundar.
Það er gott að nota tækifærið að koma öðrum skilaboðum þar með.
- Önnur mál.
- Jóhann tilkynnti að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formanns. Hann las síðan upp yfirlýsingu máli sínu til stuðnings.
- Hjördís lét vita af því að hún sótti um styrk úr hverfissjóði og Korpúlfar fengu 100.000 kr. styrk.
- Birna sagði frá því að bridge-námskeið yrði haldið. Skipt verður í tvo hópa, byrjendur og lengra komna.
- Kynning með hjálpartæki yrði sérfundur.
- Vortískusýning verður 8. maí.
- maí verður 5 ára afmæli Borgar.
- Þakkir komu frá nokkrum fyrir gott samstarf og góðar stundir.
Fundi slitið kl. 11:15. með vinabandinu.
Thor B. Eggertsson ritari, tók að sér rita fundargerðina eftir hljóðupptöku.