Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 5. desember 2018.

Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 5. desember 2018.

Mættir: Jóhann Helgason, Hjördís B. Kristinsdóttir, Baldur Magnússon, Thor B. Eggertsson, Ráðhildur Sigurðardóttir, Eggert Sigfússon, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Páll Bjarnason, S. Dinah Dunn, Steinar Gunnarsson, Ragnhildur Einarsdóttir, Friðrik Bergsveinsson og Birna Róbertsdóttir , Grímkell Arnljótsson og Pétur Ágústsson.

 

Fjarverandi: Haukur Aðalsteinsson, Guðrún B. Árnadóttir, Oddgeir Þór Árnason, Egill Sigurðsson, Páll Steinar Hrólfsson, og Katrín Þorsteinsdóttir.

 

Fundardagskrá :

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar
 2. Aðventufundur Korpúlfa
 3. Jólahlaðborð Korpúlfa
 4. Vorannir hjá nefndum Korpúlfa
 5. Ársskýrsla 2018
 6. Önnur mál

 

Jóhann Helgason formaður setti fundinn kl. 10:04.

Jóhann sagði frá því að Egill hafi veikst á kóræfingu og var farið með hann á sjúkrahús. Egill kom heim í gær og er allur að hressast.

 

Rætt var utan dagskrár um að fundarboðið fyrir fundinn skilaði sér ekki að fullu. M.a. vantaði tíma, kl. og fundarstað. Birna ætlar að senda fundarboðið með venjulegum tölvupósti.

 

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar

Thor las upp fundargerð síðasta fundar. Fundargerðin var samþykkt.

 

 1. Aðventufundur Korpúlfa

Birna kynnti málið.

 • Aðventufundurinn verður 12.12.
 • 12:30 byrjar skólahljómsveitin að spila jólalög á meðan fólkið gengur í salinn.
 • Kórinn mun frumsýna kórbúninga og syngja jólalög.
 • Séra Hjörtur Magni fríkirkjuprestur mun koma á fundinn.
 • Fifuborg mun koma með helgileikinn.
 • Lesin jólasaga.
 • Piparkornin úr Mosfellsbæ munu syngja nokkur lög.
 • Dansparið frá í haust mun koma á fundinn og dansa þrjá dansa.
 • Í lok fundar verður súkkulaði með rjóma og smákökum.

 

 1. Jólahlaðborð Korpúlfa

Diana kynnti helstu atriði á jólahlaðborðinu.

 • Maturinn er klár og annað er klárt fyrir Jólahlaðborðið.
 • Gítaristi mun spila nokkur lög.
 • Leiklistahópurinn eftir matinn.
 • Dansað í kringum jólatréð.
 • Það kemur jólasveinn.
 • Pálmi Árna spilar dinnermúsík og síðan undir dansi.

 

 1. Vorannir hjá nefndum Korpúlfa
 • Menningarnefnd mun hittast fljótlega eftir áramót.
 • Fræðslunefnd allt það sama og áður.
 • Ferðanefnd hefur komið saman og rætt um hugmyndir sem munu koma fram eftir áramótin.
 • Skemmtinefndin það fyrsta verður þorrinn.

 

 1. Ársskýrsla 2018

Birna og Jóhann munu taka saman ársskýrslu með hjálp annara.

Aðalfundurinn verður 27. febrúar 2019.

 

 1. Önnur mál
 • Tölvunámskeiðinu var frestað fram yfir áramót.
 • Jóhann las upp bréf frá Reykjavíkurborg þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í Öldungaráð Reykjavíkurborgar. Í ráðinu eru 9 fulltrúar þar af einn frá Korpúlfum og einn til vara. Jóhann formaður tilkynnti að hann yrði fulltrúi og Baldur til vara. Engar athugasemdir komu. Jóhann sat fyrsta fundin á mánudaginn og var ánægður með fundinn.
 • Jóhann lagði til að fá sama fólk og í fyrra í Uppstillingarnefnd: Haraldur Sumarliðason, Birgir H. Gunnarsson, Eygló Höllu Ingólfsdóttir og Ólaf Kristjánsson. Leggja áherslu á að nefndin hefir störf strax eftir áramót. Jóhann ætlar að tala við nefndarmenn hvort þeir vildu taka þetta að sér aftur. Eins og í fyrra verði settur upp listi eða Birna yrði látin vita að þeir sem vilja hætta, einnig verði settur upp listi eða látið Birnu vita fyrir nýja sem vilja taka sæti í stjórn eða nefndum. Æskilegt er að uppstillinganefnd upplýsi út á hvað starfið gengi og hvað væri ætlast til í stjórn eða nefndum. Hjördís forvitnaðsit um hvort ekki væri til verlagsreglur varðandi uppstillingarnefnd. Því var svarað að ekki eru til verklagsreglur um uppstillingarnefnd hjá Korpúlfum né í lögum félagsins. Uppstillingarnefndir hafa alltaf reynt að passa að minnsta kosti einn sé áfram í nefnd.

 

Fundi slitið með vinabandinu kl. 11:05.

Thor B. Eggertsson, ritari.