Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 7. nóvember 2018.

Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 7. nóvember 2018.

 

Mættir: Jóhann Helgason, Hjördís B. Kristinsdóttir, Thor B. Eggertsson, Ráðhildur Sigurðardóttir, Eggert Sigfússon, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Haukur Aðalsteinsson, Páll Bjarnason, Egill Sigurðsson, Steinar Gunnarsson, Páll Steinar Hrólfsson, Ragnhildur Einarsdóttir, Guðrún B. Árnadóttir, Oddgeir Þór Árnason, Friðrik Bergsveinsson og Birna Róbertsdóttir.

 

Fjarverandi: Baldur Magnússon, S. Dinah Dunn, Pétur Ágústsson og Katrín Þorsteinsdóttir.

 

Fundardagskrá

 1. Lesin upp fundargerð síðasta fundar
 2. Sölu og handverksýning Korpúlfa 24. nóv.
 3. Jólahlaðborðið 6. des.  
 4. 21. nóv. jólastund
 5. Upplýsingar og uppgjör frá nefndum
 6. Kanadadagur í Borgum 2019.
 7. Félagsfundur 28. nóv.
 8. Önnur mál

 

Jóhann Helgason formaður setti fundinn kl. 10:03.

Jóhann byrjaði á því að óska Birnu til hamingju með afmælið. Hann þakkaði henni fyrir það góða starf hennar síðastliðin 13 ár.

 

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar:

Thor las upp fundargerð síðasta fundar. Hún var samþykkt.

 

 1. Sölu og handverksýning Korpúlfa 24. nóv.:

– Guðrún Birna sagði að allt væri í góðum gír og margir búnir að skrá sig.

– Rætt var um að fá útskurðarmennina til að sýna líka.

– Ellen Sveinsdóttir kemur líka með glerverk.

– Ráðhildur er með poppvél og rætt um að poppa á sýningunni.

– Fá kórinn til að syngja og Jóhann spili á nikku.

– Samþykkt að selja pönnukökur frá gull- og silfurhöfum í pönnukökubakstri. Birna ætlar að setja upp lista fyrir þá sem myndu baka pönnukökur og vera í eldhúsinu.

 

 1. Jólahlaðborðið 6. des.:

– Búið að semja við Kokkana um jólahlaðborð.

– Pálmar spilar.

– Leiklistardeild í Borgarholtsskóla kemur með atriði.

– Miðaverð verður 6.000 kr.

– Enn þá á eftir að klára nokkur atriði.

– Miðasala byrji í kringum 20. nóvember.

– Samþykkt með handauppréttingu.

 

 

 1. 21. nóv. jólastund:

– Jóhann myndi spila jólalög.

– Fólk gæti sungið og fengið góða jólastemmingu.

– Gaman væri að fá nokkur börn til að syngja.

– Eggert mun lesa stutta sögu.

– Jólakaffi og smákökur.

 

 1. Upplýsingar og uppgjör frá nefndum:
 • Ferðanefnd:
 • Páll Bjarnason skýrði frá vel heppnaðri ferð á Reykjanesskagann og skilaði skýrslu þar um. Farastjóri var Egill Sigurðsson. 28 manns tóku þátt í ferðinni. Það reyndist ekki nægur tími til að sjá og heimsækja allt, þrátt fyrir að ferðin reyndist 1,5 lengur en til stóð.

 

 • Fræðslunefnd:
 • Fram kom að postulínsgerðin er í góðum málum. Fríða er búinn að bjóðast til að brenna fyrir okkur.

 

 • Menningarnefnd:
 • október, Kristín Jóhannesdóttir rithöfundur, formaður Eldheima í Vestmannaeyjum.
 • október kom Sigurmundur með fróðleik um Ferguson.
 • október var farið í Þjóðminjasafnið.
 • Ferðin á Bessastaði 4. nóv. var einstök og skemmtileg ásamt því að koma við í Jónshúsi.
 • nóvember, Aida eftir Verdi. Verkið var nokkuð þungt en söngurinn var góður.
 • Birna ætlar að senda fjölpóst vegna „Hver er á myndinni“ hjá Þjóðminjasafninu.
 • Guðrún Ísleifdóttir tók með stæl um ferðina til Kanada. Hjördís stóð upp og flutti frumsmið þakkarljóð til fararstjórans.
 • Fimmtudaginn 8. nóvember verður upplestur úr galdrabók sem raunverulega er indjánafræði.
 • nóvember kl. 13, mun Hjördís Björg lesa úr nýútkominni bók sinni.
 • nóvember kl. 13, kemur Svavar Knútur les upp úr bókum sínum og fl.
 • nóvember er enn þá laus.
 • desember kl. 13, Haraldur Sumarliðason, kennslustund í fundarstjórn og fundarsköpum.

– 23. janúar 2019 kemur Steinunn Kristjánsdóttir, Klaustrin.

 

 • Skemmtinefnd:
 • Hugmynd hefur komið upp að hafa peningaverðlaun í vinning í félagsvist.
 • Hugmynd um að rukka fyrir félagsvistina var ekki samþykkt.

 

 1. Kanadadagur í Borgum 2019.

– Ákveðið var að hafa Kanadadag 24. janúar þar sem m.a. yrði sýnd vídeómynd(ir) um vesturfara.

– Þeir sem voru í ferðinni gætu sagt frá ferðinni og sýndar myndir.

– Jóhann myndi spila kanadísk lög á nikkuna.

– Hafa eitthvert kanadískt bakkelsi.

– Fá Matthildi til að sýna myndir frá ferðinni.

– Thor tekur að sér að safna saman vídeómyndir.

 

 

 1. Félagsfundur 28. nóv.

– Miklar líkur til að Haraldur Sumarliðason taki að sér fundarstjórn.

– Ólafía verður með kynningu á öryggishnappinum.

– Arna Ýr verður með fyrirlestur um drauma.

– Korpusystkyn mun væntanlega syngja.             

– Fundurinn verður frá kl. 13 til 14:30.

 

 1. Önnur mál:

– Umræður sköpuðust um að fundir ættu ekki að vera lengur en 90 mínútur. Síðasti félagsfundur var 2 klukkustundir sem flestum finnst of langur tími án hlés.

– Leggja verður áherslu á að menn haldi sig við tímamörk á fundum þegar þeir koma fram. Rætt var um þá hugmynd að hafa spjald til að minna menn á að tíminn sé að verða búinn. Fundarstjóri myndi halda utan um þetta.

– Þegar fundir eru skipulagðir, þá verður að taka tillit til 90 mínútna fundarlengd.

– Fram kom að Jóhann komi til að spila undir með kórnum í desember.

– Rætt var um hvort ekki væri hægt að fá einhvern til að spila undir á flýgelinn.

– Samþykkt að kaupa fleiri sessur.

– Grímkell dreifði hugmundum um fyrirlestra. Samþykkt var að taka málið upp eftir áramót. Grímkell er búinn að fá vel yrði fyrir m.a.:

– Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, 112 neyðarlínan, Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, Guðmundur Fylkisson, sá sem leitar að tíndum börnum og Fjarskiptastöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

– Grímkell benti á að á síðasta fundi hefði vantað tæknimenn. Thor svaraði þessu og sagði að allt  hefði verið prófað fyrir fundinn og þá var allt í lagi. Því miður brást tæknin í byrjun fundar sem ekki var hægt að lagfæra. Það verður bætt úr þessu fyrir næsta fund.

– Thor benti á að til stæði að hafa námskeið á síma og fá tæknimenn frá einhverju símafyrirtæki til að kenna. Thor benti á að námskeiðin verða að vara tvö aðskilin, annað fyrir Android stýrikerfi og hitt fyrir Apple stýrikerfi.

 

Fundi slitið með vinabandinu kl. 11:55.

Thor B. Eggertsson, ritari.