Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 2. október 2018.

Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 2. október 2018.

 

Mættir voru: Jóhann Helgason, Hjördís B. Kristinsdóttir, Thor B. Eggertsson, Baldur Magnússon, Ráðhildur Sigurðardóttir, S.  Dinah Dunn, Eggert Sigfússon, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Haukur Aðalsteinsson, Páll Bjarnason, Egill Sigurðsson, Steinar Gunnarsson, Ragnhildur Einarsdóttir, Guðrún B. Árnadóttir, Oddgeir Þór Árnason, Friðrik Bergsveinsson og Birna Róbertsdóttir.

 

Fjarverandi: Pétur Ágústsson, Páll Steinar Hrólfsson og Katrín Þorsteinsdóttir.

 

Fundardagskrá:

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar.
 2. Haustfagnaður
 3. Félagsfundur 31. október 2018
 4. Styrkir
 5. Fréttir frá nefndum
 6. Önnur mál

 

Jóhann Helgason formaður setti fundinn kl. 10:02.

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar:

Thor las fundargerð síðasta fundar. Nokkrar skekkjur voru í fundargerðinni varðandi dagsetningar og málefni frá menningarnefnd. Samþykkt var að skrifa nýja fundargerð með á orðnum breytingum.

 1. Haustfagnaður:

       –    Dinah  tilkynnti að allt er tilbúið fyrir haustfagnaðinn.

–    Veislustjórar verða Dinah og Jóhann.

–    Tveir hraustir menn verða í dyravörslu.

–    Boðið verður upp á leiki, brandara og happdrætti.

–    Tveir 9 ára dansarar munu sýna dans.

–    Tveir nemendur í píanóleik munu spila.

–    „Dansband Korpúlfa“ heldur utan um dansinn.

–    Búið er að selja rúmlega 100 miða.

 

 1. Félagsfundur 31. október 2018:

–    Félagfundurinn verður með hefðbundnu sniði.

–    Ekki verður fundarhlé heldur verður kaffi eftir fundinn.

–    Kórinn mun syngja að venju.

–    NPJ-tríóið mun flytja nokkur lög.

–    Þórdís Þórarinsdóttir ætlar að segja okkur um ferð til Tansaníu.

–    Ársæll Guðjónsson verður með gamanmál.

–    Ólafía frá Öryggismiðstöðinni verður með 5-10 mínútna kynningu á öryggishnappi.

–    Páll Bjarnason verður með smá vísnaþátt.

 1. Styrkir:

Erum búin að fá þrjá styrki:

100.000 hreinsunarstyrk.

150.000 í útgáfustyrk.

250.000 fyrir kórinn.

Búið er að útbúa möppur til að setja reikninga í og eru inná skrifstofu.

 

 1. Fréttir frá nefndum:
 • Ferðanefnd:

17-10-2018 Reykjanesskaginn. Fararstjórar verða Egill Sigurðsson og Jóhann formaður.

 • Fræðslunefnd:
 • Ósk kom um hvort ekki væri hægt að mála postulín án þess að vera með kennara og Fríða myndi brenna fyrir okkur. Finna þarf lausan tíma fyrir þetta.
 • Ósk kom upp um að fá einhvern frá símafyrirtæki til að kenna á GSM-síma. Tekið var vel undir þetta.
 • Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, getur komið á miðvikudegi til að halda erindi um „Leitina að klaustrum“. Málið er í skoðun.
 • Menningarnefnd:
 • Áætlunin sem kynnt var á síðasta fundi sendur.
 • Ferðin á Bessastaði: 50 manns eru búnir að skrá sig í ferðina. Farið verður á einkabílum og Birna er að skipuleggja það. Lagt af stað kl. 13:30. Friðberg Möller staðarhaldari tekur á móti hópnum. Síðan verður farið í kaffi í Jónshús, félagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ og það kostar 400 kr. á mann.
 • Skemmtinefnd:
 • Jólahlaðborð er í bígerð, verður tilkynnt mjög fljótlega.
 • Bingó eftir viku.

 

 1. Önnur mál:
 • Búið er að fá undirleikara fyrir kórinn, Elísabet Einarsdóttur, harmonikkuleikara.
 • Fram kom hvort ekki væri hægt að gera eitthvað í umgengi unglinga hér fyrir utan. Guðrún talaði við nokkra unglinga til að koma í lið með okkur og þau tóku vel í það. Enn voru sammála að kaupa ljós sem kveiknar á við hreyfingu og setja upp.
 • Guðrún og Ragnar eru komin með ný tölvupóstföng:

gudrunb99@gmail.com og ragnarb95@gmail.com

 • Ísidór Hermansson hefur verið skipaður kvikmyndastjóri. Baldur er varamaður.
 • Í forföllum Ísidórs mun Baldur sýna í dag „Stiklur Ómars Ragnarssonar um Gísla frá uppsölum“. Byrjað verður á mynd með Chaplin.
 • Hjördís benti á að hún sé oft spurð um hvort ekki sé hægt að gera þetta eða hitt. Hún hefur bent á hugmyndakassann. Ein hugmynd var í hugmyndakassanum: „Óskað er eftir námskeiði í hreinsum og meðferð húðar“. Birna bað Hjördísi endilega að finn dag sem fyrst svo hægt væri að hafa námskeiðið fyrir jól. Hjördís tók ég vel í það og sagðist ath. hvaða dagur kæmi til greina.
 • Birna kom með hugmynd um að hafa Kanada-dag fljótlega eftir áramótin. Þar á meðal að sýna mundir frá ferðinni til Kanada í ár. Baldur er með spólu um vesturfara. Thor talaði um að fá mynd frá Kanada sem sýnd var að Gilmi. Hafa Kanadískan mat og Jóhann myndi spila Kanadísk lög.
 • Hláturjóga verður eftir áramót.

 

Fundi slitið kl. 11:05 „Við erum öll vinir“

Thor B. Eggertsson, ritari.