Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 5. september 2018

Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa 5. september 2018

 

Mætt eru: Jóhann Helgason, Baldur Magnússon, Ráðhildur Sigurðardóttir, S.  Dinah Dunn, Eggert Sigfússon, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Páll Steinar Hrólfsson, Haukur Aðalsteinsson, Páll Bjarnason, Egill Sigurðsson, Steinar Gunnarsson, Ragnhildur Einarsdóttir, Guðrún B. Árnadóttir, Oddgeir Þór Árnason, Friðrik Bergsveinsson, Pétur Ágústsson og Birna Róbertsdóttir.

 

Fjarverandi: Hjördís B. Kristinsdóttir, Thor B. Eggertsson og Katrín Þorsteinsdóttir.

 

Fundardagskrá:

 1. Fundur settur
 2. Lesin fundargerð síðasta fundargerð
 3. Fundarandakt frá Páli Bjarnasyni
 4. Haustfagnaður 3. október
 5. Upplýsingar frá nefndum, haustönn
 6. Alheimshreinsunardagur
 7. Vetrardagskrá í Borgum
 8. 26. september starfsdagur Borgardætra
 9. Kvikmyndastjóri Korpúlfa
 10. Önnur mál

 

 1. Jóhann Helgason formaður setti fundinn kl. 10:05
 2. Lesin fundargerð síðasta fundar (2. maí 2015) Ráðhildur las fundargerð síðasta fundar.
 3. Páll Bjarnason bendir á að við ættum kannski að kenna Borgarstjórn Reykjavíkur vinarkveðjuna okkar, síðan fór hann með vísu um vináttu eftir Edvard Sturluson:

Oft er það nauðsyn að staldra um stund

og stefna vinum á gleðinnar fund

til að treysta þau bönd sem við berum.

Ekkert er betra en vinátta vönd

sem vermir og styrkir með örvandi hönd

allt sem við ætlum og gerum.

 

 1. Haustfagnaður 3. október:

Ákveðið er að matur verði frá Eldhúsi Sælkerans og verður síðan    diskótek.

Diskótekið er nýtt konsert, spiluð verða gömlu lögin með Hauki Morthens og fleirum frá því að við vorum ung. Sýna á myndir af listamönnunum á meðan tónlistin dunar. Ákveðið var að hafa þennan hátt á því sá sem átti að fá til að spila var upptekinn og það hefði orðið of dýrt að taka þá sem voru í boði.

Miðaverð verður 4000,00. Miðasala hefst 19.9.2018.

 

            Skemmtinefndin hafði ekkert fundað um haustfagnaðinn

 

 1. Upplýsingar frá nefndum:
 • Skemmtinefnd, haustfagnaður.

 

 • Menningarnefnd:

Tillögur að fundir verði frá 13:00 til 14:30

29.9.2018 Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá Slá í Gegn 60 miðar í boði, 16-17 skráð sig miðaverð 5.400 kr. Rúta í boði fyrir fólkið.

 1. 10.2018: Ferð á Bessastaði.

6.10.2018: Óperubíó Aida eftir Verdi í Kringlubíói kl. 16:55.

12.10.2018: Kristín Jóhannesdóttir, rirhöfundur, kemur í heimsókn til að kynna bók sína EKKI GLEYMA MÉR.

18.10.2018: Sigurmundur Korpúlfur verður með bókakynningu og fræðslu.

20.10.2018: Óperubíó Samson og Dalila í Kringlubíói kl. 16:55

25.10.2018: Þjóðminjasafnið, athuga að upplagt er að taka strætó, vagn nr. 6 fer frá Spöng og stoppar fyrir utan þjóðminjasafnið, þar sem leiðsögn verður um safnið.

1.11.2018: Guðrún Ísleifsdóttir og fleiri Korpúlfar segja frá Kanadaferð.

8.11.2018 og 15.11.2018: Friðrik Bergsveinsson les upp úr galdrabók um indíánafræði

22.11.2018 og 29.11.2018 Kynning á bókum sem eru að koma út, fræðsla frá höfundum eða forlögum, jólabækurnar 2018

6.12.2018 Kennsla um fundarsköp og fundarstjórn.  Haraldur Sumarliðason.  

15.12.2018 Óperubíó La Traviata í Kringlubíó kl. 17.55

 

Friðrik lýsir Óperubíói sem er útsending frá óperuhúsi erlendis og sýnd viðtöl við starfsfólk og einnig þegar verið er að flytja til senurnar.

 

 • Fræðslunefnd:

Steinunn Kristjánsdóttir kemur og segir frá leitinni að hinum klaustrunum, hún hefur skrifað bók um efnið og tekur með sér bækur sem hægt er að kaupa

 

 • Skemmtinefnd er með bingó næsta miðvikudag.

 

 1. Birna segir frá alþjóðahreinsunardegi sem er 15. september.

 

 1. september er starfsdagur hjá Borgardætrum og munu Korpúlfar taka að sér kaffi þann dag.

Fyrsta guðsþjónusta vetrarins var síðasta sunnudag. Afmælisár Korpúlfa stendur út árið 2018.  Sýna á myndir sem Korpúlfum var gefið. Auglýsa að kirkjan bíður uppá leigubíl fyrir þá sem ekki komast sjálfir.

 

Jóhann Helgason:  Kvikmyndastjóri, stofnað nýtt embætti, vera með íslenskt efni einn miðvikudag í        mánuði, ekki búið að velja persónu í embættið.

 

Önnur mál:

 • Guðrún Birna bendir á villu í kynningarriti fyrir veturinn, vitlaust ártal á miðopnu.
 • Gaman saman, ekki búið að ákveða dagskrá, hægt að hafa óundirbúna dagskrá t.d. spila á spil, spjalla saman, gera handavinnu o.s.frv.
 • Guðrún Birna fékk sendar upplýsingar frá Ástu Valdimarsdóttur um hláturjóga athuga hvort ætti að fá hana í eitt skipti til að prófa. Jóhann mælir með þessu hefur tekið þátt í hláturjóga
 • Hægt að fara frítt í einn prufutíma í allar greinar sem boðið er uppá.
 • Tillaga kom frá Kristínu kórstjóra og kórfélögum um að sleppa hléi á mánaðarlegur félagsfundi og að fundurinn verði frá 13:00 til 14:30. Þetta var samþykkt samhljóða.
 • Hafa sessurnar sýnilegri
 • Baldur spyr um samninga við Borgarholtsskóla um tölvukennslu. Samningarviðræður eru í gangi. Borgarholtsskóli stefnir að því að byrja kennslu í nóvember.  Kynningarfundur Korpúlfa verður 19. september, vonandi verður ljóst fyrir þann tíma hvenær kennsla hefst
 • Styrkir frá Borginni til Korpúlfa
 • 000 til Kórsins, nýta á styrkinn til að fá undirleikara sem vantað hefur á æfingar
 • 000 til hreinsunar
 • 000 í útgáfustarfsemi.

 

Fundi slitið kl. 11:20 „Við erum öll vinir“

Ráðhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerðina.