Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls¨!

Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls¨!

Það er ekki aðeins,að ríkið skammti öldruðum og öryrkjum  mjög nauman lífeyri heldur tekur ríkið hluta af þessum lífeyri til baka í formi skatta.Með öðrum orðum: Ríkið lætur með annarri hendinni en tekur með hinni.

Af 300 þúsund króna lífeyri fyrir skatt hjá einhleypum  tekur ríkið 60 þúsund krónur til baka í formi skatta!Lífeyrir á að vera 300 þúsund kr fyrir skatt 2018.Og þeir lífeyrisþegar,sem hafa 50 þúsund eða 100 þúsund úr lifeyrissjóði á mánuði geta verið með 250 þús. eða 300 þúsund kr brúttotekjur í dag.En ríkið lætur greipar sópa í formi skatta og skerðinga.

Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls og ég tel,að það eigi að vera eins hér.Ísland hefur efni á því eins Noregur.Það er kominn timi til,að Ísland búi vel að sínu lífeyrisfólki,bæði öldruðum  og öryrkjum.

Björgvin Guðmundsson

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *