DEILT frá : Björgvin Guðmundsson

DEILT frá : Björgvin Guðmundsson
Aldraðir: “Eru þetta réttar upphæðir” !
Ég var að tala við blaðamann_ og segja honum hvað aldraðir og öryrkjar hefðu frá almannatryggingum til þess að lifa af,þ.e. þeir,sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Einhleypir hafa 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.En þeir sem eru í hjónabandi,í sambúð eða búa með öðrum,jafnvel skyldmenni fá 185 þúsund á mánuði eftir skatt. Þegar blaðamaðurinn heyrði upphæðirnar sagði hann: Eru þetta réttar upphæðir? Hann trúði ekki sínum eigin eyrum. En þannig eru hinar köldu staðreyndir.
Þessi hópur aldraðra og öryrkja á að lifa af 185-207 þúsund krónum á mánuði í veferðarþjóðfélaginu Íslandi,þar sem ráðherrar segja nær daglega,að nógir peningar séu til og meira fjármagn hafi verið látið í velferð en nokkru sinni fyrr!Það eru alla vega nógir peningar til fyrir toppana í þjóðfélaginu,hvort sem þeir eru hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Æððstu embættismenn voru að fá hækkun í 1,6-1.7 milljón kr á mánuði og 32 milljónir í vasann! Ég er ekki hissa á því þó Styrmir Gunnarsson kalli þetta ógeðslegt þjóðfélag.
Hvað skyldu margir vita,að umræddir aldraðir og öryrkjar verði að lifa af 200 þús á mánuði? Ég hugsa,að þeir séu ekki margir.En ríkisstjórnin hreyfir ekki legg né lið til þess að laga þennan ósóma!

Björgvin Guðmundsson

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.