Aldraðir fá rukkun frá TR; forstöðumenn ríkisstofnana fá sendar háar ávísanr frá ríkinu!

Aldraðir fá rukkun frá TR; forstöðumenn ríkisstofnana fá sendar háar ávísanr frá ríkinu!

Margir eldri borgarar hafa haft samband við mig og sagt,að þeir hafi verið að fá háar rukkanir frá Tryggingastofnuna undanfarið.Það gerist á sama tíma og ríkið sendir forstöðumönnm ríkisstofnana og formönnum rikisnefnda háar peningaupphæðir sem uppbætur á laun 19 mánuði aftur í timann,tugi milljóna,allt upp í 32 millj.!

Tryggingastofnun rukkar eldri borgara og öryrkja og segir,að þeir hafi fengið ofgreitt og þess vegna verði þeir að borga til baka.Tekjuáætlun hafi reynst röng. Þeir hafi haft meiri tekjur en áætlað var.

Eldri borgari,sem hefur um 200 þúsund krónur á mánuði,eftir skatt til þess að lifa fyrir, á enga peninga eftir til þess að greiða Tryggingastofnun til baka.Það er því algert reiðarslag fyrir þessa eldri borgara að fá slíkar rukkanir frá Tryggingastofnun.Lífeyrir þessara eldri borgara er slík hungurlús, að hún er ekki til þess að klípa af.Slíkar rukkanir um endurgreiðslur tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum enda engar tekjutengingar þar.- Bjarni Benediktsson lofaði því hátíðlega í bréfi til eldri borgara fyrir síðustu kosningar að afnema allar tekjutengingar eldri borgara hjá TR. Ef hann hefði staðið við það væri ekki verið að senda eldri borgurum og öryrkjum rukkanir þessa dagana.Það bólar ekkert á þvi enn,að hann ætli að efna þetta loforð sitt. Hins vegar var hann með ný loforð í útvarpsþættinum Á Sprengisandi í gær. Þar þóttist hann ætla að leysa öll mál og lofaði öllu fögru enda aftur að koma kosningar!En eldri borgarar taka ekki mark á loforðum manns,sem sveik kosningaloforðin,sem þeim voru gefin fyrir síðustu kosningar.

Þær gífurlegu launahækkanir,sem forstöðumenn ríkisstofnana,formenn ríkisnefnda og æðstu embættismenn ríkisins hafa verið að fá  undanfarið sýna í hnotskurn hvernig þetta þjóðfélag er Á sama tíma er sumum er haldið við hungurmörk. Styrmir Gunnarsson kallaði þetta ógeðslegt þjóðfélag.Mér þóttu þetta stór orð,þegar ég las þau fyrst.En ég held ég taki undir þau í dag.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.