“Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris”,sagði Bjarni

Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris. Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða,sagði Bjarni Benediktsson í bréfi til kjósenda ( eldri borgara) fyrir alþingiskosningar 2013.Hann hefur ekki minnst á það mál síðan.Einnig sagði hann í sama bréfi: ” Við viljum að þeir,sem komnir eru á efri ár njóti afraksturs erfiðis síns.

Hvað þýðir afnám tekjutenginga? Það þýðir:

Að afnema skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna:

1) greiðslna úr lífeyrissjóði

2) vegna atvinnutekna

3) vegna fjármagnstekna.

 

Nefnd félagsmálaráðherra leggur til að dregið verði úr skerðingum vegna lífeyrissjóða og fjármagnstekna og að skerðingar vegna atvinnutekna verði auknar.Um þetta eru deilur. En leysa má þær deilur með einu pennastriki með því að efna loforð Bjarna um afnám tekjutenginga. Og það eru hæg heimatökin, þar eð Bjarni er fjármálaráðherra. Í stað þess að Eygló þurfi að reyna að draga fé út úr Bjarna í þetta mál getur hann boðið fram fjármuni um leið og hann efnir kosningaloforð sitt.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Bjarni verður að standa við þetta stóra kosningaloforð sitt strax í næsta mánuði. Geri hann það ekki verður hann að segja af sér og getur ekki boðið sig fram í oktober. Það er liðin tið,að stjórnmálamenn geti logið að kjósendum og komið til þeirra á ný eins og ekkert hafi í skorist. Það eru nýir tímar.

Björgvin Guðmundsson

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.