Hug­ar­fars­breyt­ing þörf í garð aldraðra

Hug­ar­fars­breyt­ing þörf í garð aldraðra

mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Stór hluti starfs­manna í heimaþjón­ustu verður var við of­beldi gegn öldruðum. Þetta seg­ir Sigrún Ingva­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi og deild­ar­stjóri Þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is í Reykja­vík, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar felst of­beldi gagn­vart öldruðum í ein­stakri eða end­ur­tek­inni at­höfn eða skorti á at­höfn­um af hálfu þess/þ​eirra aðila sem hinn aldraði ætti að geta treyst. Þetta at­ferli veld­ur hinum aldraða skaða eða and­legri þján­ingu.

Sigrún seg­ir að starfs­menn í heimaþjón­ustu séu í lyk­ilaðstöðu til að greina of­beldi gegn öldruðum og koma þolend­um til hjálp­ar. Mik­il­vægt sé því að veita starfs­fólk­inu ráðgjöf og gefa því skýr­ar leiðbein­ing­ar og stuðning og ekki síður að það sé vel þjálfað til þess að greina og meðhöndla grun­semd­ir um of­beldi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.