Eldri borg­ar­ar noti skúr­ingaró­bóta

Hátt í sextíu eldri borgarar í einu hverfi Reykjavíkurborgar hafa fengið skilaboð á síðustu dögum ...stækka

Hátt í sex­tíu eldri borg­ar­ar í einu hverfi Reykja­vík­ur­borg­ar hafa fengið skila­boð á síðustu dög­um um skerta þjón­ustu.

Mynd: Ómar Óskars­son

Hátt í sex­tíu eldri borg­ar­ar í Háa­leiti, Laug­ar­dal og Bú­staðahverfi í Reykja­vík fá ekki leng­ur heim­sókn frá heimaþjón­ustu borg­ar­inn­ar sem staðið hef­ur þeim til boða einu sinni til tvisvar í mánuði. Þetta er af­leiðing bágr­ar fjár­hags­stöðu borg­ar­inn­ar og munu nú aðeins þeir sem enn dvelja heima og eru veik­ast­ir fá aðstoð. Aðrir verða að leita til ætt­ingja eða kaupa þjón­ust­una á al­menn­um markaði.

Deild­ar­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is seg­ir þjón­ust­una geta skipt miklu fyr­ir fólkið, til að mynda fyr­ir sjálfs­virðingu þess. Starfs­fólkið sé síður en svo ánægt að þurfa að skerða þjón­ust­una á þenn­an hátt en nú sé komið að þol­mörk­um.

Bend­ir hún á að tækni á borð við ryk­sugu- og skúr­ingaró­bóta geti ein­hverju leyti komið í stað þjón­ust­unn­ar sem felld hef­ur verið niður.

Bent á að hafa sam­band við börn­in

mbl.is barst ábend­ing frá eldri borg­ara í einu af of­an­töld­um hverf­um sem hef­ur hingað til fengið heimaþjón­ustu einu sinni í mánuði. Hann átti von á heim­sókn starfs­manns á næstu dög­um en þarf nú að leita annað, eða hafa sam­band við börn sín líkt og starfsmaður þjón­ustumiðstöðvar­inn­ar benti hon­um á að gera.

Þjónustan skiptir sköpum fyrir fólkið.

Þjón­ust­an skipt­ir sköp­um fyr­ir fólkið.

Mynd: Ómar Óskars­son

Sigrún Ingvars­dótt­ir, deild­ar­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is, seg­ir að þjón­ustumiðstöðin hafi aðeins ákveðinn fjár­hagsramma til að veita þjón­ustu í hverf­un­um og þegar hafi verið farið yfir fjár­heim­ild­ir.

„Heimaþjón­usta hef­ur verið að aukast til þeirra sem eru veik­ast­ir þannig að not­end­um sem fá þjón­ustu hef­ur ekki fjölgað, held­ur er veik­ara fólk heima og við höf­um látið það ganga fyr­ir,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Sigrún seg­ist ekki sjá fram á að fá aukið fjár­fram­lag og því þurfi að grípa til hagræðing­araðgerða. Ekki verður gripið til upp­sagna held­ur verður starfs­fólk fært til þannig að aðeins þeim veik­ustu verði sinnt og mun það bitna á þeim sem hafa verið að fá minnstu þjón­ust­una.

Veik­asta fólkið þarf fleiri inn­lit.

Sigrún bend­ir á að þeir sem eru veik­ast­ir þurfi fleiri inn­lit og meiri viðveru. Þá hafi stefn­an verið sú að fólk geti verið heima sem lengst og verið sé að bregðast við því. „Við höf­um verið að sjá frá því að borg­in tók yfir heima­hjúkr­un árið 2009 en frá þeim tíma hef­ur jafn og þétt auk­ist að fólk sé veik­ara heima og út­skrif­ist fyrr af spít­ala,“ seg­ir hún.

Starfsfólkið hefur aðstoðað við ýmis þrif á heimili fólksins einu sinni til tvisvar í mánuði.

Starfs­fólkið hef­ur aðstoðað við ýmis þrif á heim­ili fólks­ins einu sinni til tvisvar í mánuði.

Mynd: Ómar Óskars­son

Hingað til hafi verið hægt að bregðast við ástand­inu en nú sé komið að þol­mörk­um. „Við höf­um lagt áherslu á að veita þjón­ustu til þeirra sem eru veik­ast­ir en það er ekki þar með sagt að þau sem þurfi minni þjón­ustu séu ekki í þörf fyr­ir þjón­ustu. Held­ur er það þjón­usta sem auðveld­ara er að nálg­ast á al­menn­um markaði,“ seg­ir Sigrún.

Niður­skurður­inn hef­ur ein­skorðast við Háa­leitið síðustu daga en bend­ir Sigrún á að hans gæti orðið vart víðar næstu daga, jafn­vel í öðrum hverf­um borg­ar­inn­ar. Hingað til hafa hátt í sex­tíu manns fengið sím­tal frá þjón­ustumiðstöðinni um að þjón­ust­an sé ekki leng­ur í boði.

Ryk­suga, skúra og þrífa baðher­bergi.

Aðstoðin sem fólkið hef­ur fengið get­ur skipt sköp­um að sögn Sigrún­ar. „Við horf­um á að skerða síður þjón­ustu hjá þeim sem eiga litl­ar aðrar bjarg­ir, geta keypt sér þjón­ustu ann­ars staðar eða eiga góða að. Þetta skipt­ir mjög miklu fyr­ir sjálfs­virðingu hjá fólki að halda hreinu í kring­um sig, að geta boðið fólki heim og líða vel á heim­ili sínu í hreinu um­hverfi,“ seg­ir hún.

Sífellt fleiri eru útskrifaðir fyrr af sjúkrahúsi og dvelja veikir og ósjálfbjarga heima.

Sí­fellt fleiri eru út­skrifaðir fyrr af sjúkra­húsi og dvelja veik­ir og ósjálf­bjarga heima.

Mynd: Ern­ir Eyj­ólfs­son

„Það er svo margt sem ætt­ingj­ar eru að aðstoða með, fara til lækn­is eða í búðina, eitt­hvað sem við höf­um síðar komið að þegar ætt­ingj­ar eru. Þarna er þetta að bæt­ast við, þetta er ekk­ert sem við erum mjög hress yfir að þurfa að skerða,“ seg­ir Sigrún.

Aðstoðin felst aðallega í al­menn­um heim­il­isþrif­um, líkt og að ryk­suga og skúra heim­ilið og þrífa baðher­bergi. Þá hafa sum­ir fengið aðstoð við að skipta á rúm­um. „Þeir sem er verið að skerða hjá hafa getað haldið heim­il­inu við á milli heim­sókna,“ seg­ir Sigrún. Skerðing­in nær til hátt í sex­tíu eldri borg­ara en þrátt fyr­ir það seg­ir hún að viðbrögðin hafi verið ótrú­lega lít­il.

Hægt að nota ryk­sugu- og skúr­ingaró­bóta.

Að mati Sigrún­ar þarf að vera hægt að hugsa heimaþjón­ust­una upp á nýtt. Á Íslandi hafi marg­ir fengið þjón­ustu en minna til hvers á eins. Hún nefn­ir Norður­lönd­um sem dæmi og seg­ir að þar hafi ým­is­legt breyst í þesum mál­um. Í Svíþjóð fái til að mynda mun lægra hlut­fall af eldri borg­un­um heimaþjón­ustu. Þeir sem fái þjón­ustu fái aft­ur á móti mikla þjón­ustu.

„Þetta er aðeins að breyt­ast hjá okk­ur núna. Svo má líka hugsa hvaða tæki eru kom­in ný inn, til dæm­is ryk­sugu- og skúr­ingaró­bót­ar. Þetta hef­ur minna verið tekið í notk­un og ætti að geta létt heil­mikið þjón­ustu,“ seg­ir Sigrún. Hún bæt­ir við að hugsa þurfi út fyr­ir ramm­ann því í framtíðinni verði ekki hægt að sinna heimaþjón­ustu að öllu leyti vegna hærra hlut­falls eldri borg­ara.

„Við þurf­um að horfa til þess hvort við get­um notað meiri tækni til þess að sjá um þó þenn­an þátt, þessi þrif og veitt betri mann­legri þjón­ustu til þeirra sem eru fast­ir heima við,“ seg­ir Sigrún að lok­um.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.