900 millj­ón­ir til viðkvæmra hópa (KORPÚLFAR gætu verið þarna)

900 millj­ón­ir til viðkvæmra hópa

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hans­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, á ra­f­ræn­um fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Meðal ann­ars er horft til fé­lags­legs stuðnings, stuðnings við fé­laga­sam­tök, bættr­ar upp­lýs­inga­gjaf­ar og meðferðarúr­ræða í þessu sam­hengi. Unnið verður gegn fé­lags­legri ein­angr­un.

Horft verður til fé­lags­starfs aldraðra, stöðu fatlaðs fólks, heim­il­is­lausra, inn­flytj­enda og fleira fólks í aðgerðunum.

Um er að ræða óbein­an stuðning við sveit­ar­fé­lög­in en hjálp­ar­sam­tök „sem vinna ómet­an­legt starf á þessu sviði“ verða einnig studd með bein­um hætti.

Stuðning­ur við barna­fjöl­skyld­ur held­ur áfram. Um 900 millj­ón­um króna verður varið til tóm­stundaiðkun­ar barna af lág­tekju­heim­il­um á þessu ári og því næsta.

Des­em­berupp­bót for­eldra lang­veikra og al­var­lega fatlaðra barna verður greidd fyr­ir jól­in og verður hún rúm­lega 60 þúsund krón­ur. Þá munu skerðing­ar­mörk hækka og munu barna­bæt­ur ekki skerðast und­ir lág­marks­laun­um.