Get­ur haft áhrif á gáttatif og -flökt

 | Morg­un­blaðið | 14.10.2020 

Get­ur haft áhrif á gáttatif og -flökt

 

Efni sem fylgja meng­un frá um­ferð voru skoðuð í rann­sókn­inni. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ágúst Ingi Jóns­son skrifar

aij@mbl.is

Niður­stöður meist­ara­rit­gerðar frá lækna­deild Há­skóla Íslands gefa til kynna að skamm­tíma­hækk­un á styrk köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs (NO2) teng­ist bráðakom­um á spít­ala vegna hjarta­sjúk­dóma, sér­stak­lega vegna gáttatifs, gátta­flökts og annarra hjart­slátt­ar­trufl­ana. Þetta mun vera fyrsta rann­sókn­in á Íslandi sem finn­ur sam­band milli loft­meng­un­ar og hjart­slátt­ar­trufl­ana.

Sól­veig Hall­dórs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Sól­veig Hal­dórs­dótt­ir er höf­und­ur rit­gerðar­inn­ar og var mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar að meta sam­band skamm­tíma hækk­un­ar á um­ferðarmeng­un við bráðakom­ur á spít­ala vegna hjarta­sjúk­dóma, önd­un­ar­færa­sjúk­dóma og heila­blóðfalla. Gögn frá 12 ára tíma­bili, 2006-2017, voru skoðuð. Á þeim tíma voru 9.500 kom­ur á Land­spít­al­ann vegna gáttatifs og gátta­flökts, en sum­ir ein­stak­ling­anna komu oft­ar en einu sinni.

Sterk­ara sam­band hjá kon­um

Sól­veig seg­ir að sterk­ara sam­band hafi verið hjá kon­um held­ur en körl­um. Sterk­asta sam­bandið hafi fund­ist milli auk­ins styrks köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs og koma á spít­ala vegna gáttatifs og gátta­flökts hjá kon­um yngri en 70 ára. Í kjöl­far 10 míkró­gramma hækk­un­ar á köfn­un­ar­efn­is­díoxíði hafi verið 11% meiri lík­ur á að kon­ur í þess­um hópi kæmu sam­dæg­urs á spít­ala vegna gáttatifs eða gátta­flökts og 7% meiri lík­ur á að þær kæmu dag­inn eft­ir á spít­ala vegna gáttatifs og gátta­flökts. Hjá eldri kon­um hafi verið 4% meiri lík­ur á kom­um vegna gáttatifs og gátta­flökts þegar köfn­un­ar­efn­is­díoxíð hafði hækkað um 10 míkró­grömm dag­inn áður. Einnig hafi fund­ist mark­tæk aukn­ing í kom­um vegna annarra hjart­slátt­ar­trufl­ana.

Um­ferðarmeng­un­ar­efn­in sem voru skoðuð í rann­sókn­inni voru köfn­un­ar­efn­is­díoxíð, gróft svifryk, fínt svifryk og brenni­steins­díoxíð. Leiðrétt var fyr­ir áhrif­um hita­stigs, raka­stigs og brenni­steinsvetn­is. Brenni­steinsvetni er efni sem einkum berst til höfuðborg­ar­svæðis­ins frá jarðvarma­virkj­un­un­um á Hell­is­heiði og Nesja­völl­um. Sól­veig seg­ir að mark­tæk­ar niður­stöður hafi einnig fund­ist fyr­ir tengsl annarra meng­un­ar­efna og bráðakoma á spít­ala, en þau sam­bönd hafi verið veik­ari og ekki sýnt ákveðið mynstur eins og hvað varðar köfn­un­ar­efn­is­díoxíð.

Nei­kvæð áhrif á lýðheilsu

Í út­drætti rit­gerðar­inn­ar seg­ir að loft­meng­un sé tal­in eitt helsta um­hverf­is­vanda­mál heims­ins í dag. Niður­stöðurn­ar bendi til nei­kvæðra áhrifa loft­meng­un­ar á lýðheilsu Íslend­inga. Á Íslandi séu loft­gæði yf­ir­leitt mik­il en þó geti mælst meng­un yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um í þétt­býli. Fyrri rann­sókn­ir hafi sýnt sam­band milli loft­meng­un­ar í Reykja­vík og nei­kvæðra heilsu­farsáhrifa.

Sól­veig er hjúkr­un­ar­fræðing­ur í grunn­inn og út­skrif­ast sem um­hverf­is- og auðlinda­fræðing­ur frá HÍ 23. októ­ber og hef­ur ný­lega hafið störf á Um­hverf­is­stofn­un. Hún og leiðbein­end­ur henn­ar í meist­ara­verk­efn­inu, þau Ragn­hild­ur Guðrún Finn­björns­dótt­ir og Vil­hjálm­ur Rafns­son, stefna að því að birta niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar í er­lendu ritrýndu vís­inda­riti.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 13. októ­ber.