Þróunarvefur Korpúlfa samtök aldraða í Grafarvogi

Hvernig lýsir D-vítamínskortur sér?

Hvernig lýsir D-vítamínskortur sér?

D-vítamín er mikið í umræðunni þessar vikurnar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið þar sem komið hefur í ljós að allt of margir virðast ekki vera að fá nóg af D-vítamíni úr daglegri fæðu og aukning hefur orðið á beinþynningu og jafnvel beinkröm. Þessi skortur á D-vítamíni hefur verið að aukast síðastliðin ár en nú virðist sem um alvarlegt heilsufarslegt vandamál sé að ræða, vandamál sem bregðast verður við með markvissum aðgerðum á heimsvísu. Reyndar telja sumir að lág neysla á D-vítamíni sé orðið eitt alvarlegasta og útbreiddasta heilsufarsvandamálið í heiminum í dag og því megi gjarnan líkja við faraldur en viðmiðunatölur segja að fólk um allan heim mælist með um 1/10 af því D-vítamíni sem það þurfi á að halda. Skortur á D-vítamíni er einnig orðið töluvert vandamál á Íslandi, nokkuð sem flestir hefðu ekki búist við fyrir áratugum síðan þegar við vorum í hópi með þeim þjóðum heimsins sem neyttum hvað mest af fiski og tókum lýsi.

Afleiðingar D-vítamínskorts.

Afleiðingar of lágrar neyslu á D-vítamíni eru beinþynning (enska: osteoporosis) og beinkröm (enska: ostaomalacia). Þar sem bein eru lifandi vefur þarf stöðugt að gæta þeirra og að næringaefnin sem beinin eru byggð úr séu til staðar í fæðunni og nýtist vel.  Ef D-vítamín er ekki til staðar frásogast aðeins 10-15% af kalki og um 60% af fosfati en þegar D-vítamín er til staðar eykst frásogið upp í 30-40 % af kalki og 80% af fosfati.

Beiþynning er algengt vandamál hjá öldruðum, sér í lag konum eftir tíðahvörf og lýsir sér sem viðkvæm og brothætt bein sem brotna jafnvel við minnsta álag. Beinkröm hins vegar hefur verið tengd skorti á D-vítamíni í fæðu barna og lýsir sér sem verkjum í vöðvum og beinum auk þess sem beinin  verða mjúk og bogna undan álagi. Íslenskur læknir hefur lýst ástandi barna með beinkröm þannig að beinin vaxi ekki eðlilega, þau valdi ekki líkamsþunga sínum, beinin bogni, börnin verði hjólbeinótt og þjáist af vöðvaverkjum. Þau séu þreytt og úthaldslaus og vilji bara sitja en ekki standa. Ef gripið er inn í nógu snemma má þó snúa ferlinu til hins betra þannig að beinin haldi áfram að vaxa og þéttast sem skildi.

Sjá einnig: B6-vítamín notað við túrverkjum

Uppsprettur D-vítamíns.

Lýsið hefur um árabil verið helsti D-vítamíngjafi okkar Íslendinga og er það enn eitt tiltölulega fárra fæðutegunda sem innihalda verulegt magn D-vítamíns. Lýsið er það D-vítamínríkt að ráðlegging Lýðheilsustöðvar er aðeins 1 tsk á dag. Þessu til stuðnings má segja frá því að í niðurstöðum Landskönnunar á mataræði sem gerð var árið 2010 kom í ljós að þeir sem aldrei tóku lýsi voru að ná 3,9 míkrógrömmum á dag fyrir aldurshópinn 18-30 ára og upp í 5,3 míkrógrömm fyrir aldurshópinn 61-80 ára á meðan þeir sem tóku lýsi daglega náðu 13,5 míkrógrömmum og upp í 20 míkrógrömm á dag fyrir sömu aldurshópa.

Til viðbótar við lýsið má telja fisk, aðallega bleikan fisk eins og silung og lax, en einnig síld og makríl. Eggjarauður innihalda einnig töluvert af D-vítamíni ásamt fleiri mikilvægum næringarefnum, en líklegt er þó að eggjarauður séu ekki mikilvægur D-vítamíngjafi í íslensku fæði í dag þar sem margir sniðganga þær vegna kólesterólsins sem í þeim er. Í dag er lítið úrval af D-vítamínbættum matvælum en dæmi um slíkt er Fjörmjólk, Stoðmjólk, smjörlíki, morgunkorn og ISO4 matarolían. Þar sem íblöndun D-vítamíns hefur verið reynd til dæmis í Finnlandi þar sem mjólk og matarolía var bætt jókst neyslan að meðaltali um 1,7 – 2,0 míkrógrömm á dag.

Viðmiðið er að íblöndun nemi 5-10 míkrógrömmum í einn líter af mjólkurvöru en 10 míkrógrömmum í 100g  af smjörlíki.

Ráðlagt er að fiskur sé á borðum amk. 2-3 í viku og þar af feitur fiskur  einu sinni. Í dag eru hins vegar allt of fáir sem borða fisk svo oft og því snýst umræðan í dag um það hvort að taka eigi fram fyrir hendurnar á okkur ef svo má segja og byrja markvisst að D-vítamínbæta matvæli. Það yrði þá gert annað hvort með leiðbeiningum til matvælaframleiðenda eða hreinlega með lögum til að hægt sé snúa markvisst vörn í sókn gegn beinþynningu og beinkröm sem eru helstu birtingarmyndir D-vítamínskorts.

D-vítamíngjöf fyrir ungbörn og börn á leikskólum.

Í ungbarnaverndinni er lögð áhersla á að ungbörn frá 4 vikna aldri frá D-dropana svokölluðu, 5 dropa á dag og þykir það sjálfsagt þar sem brjóstamjólkin er snauð af D-vítamíni. Þó benda niðurstöður rannsóknar Rannsóknarstofu í Næringarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 2003 til þess að aðeins 50-60% ungbarna fái D-dropana reglulega og er það miður og í raun mjög alvarlegt þar sem þau b& ouml;rn sem aðeins fá brjóstamjólk fá þá aðeins 2,7 míkrógrömm af D-vítamíni að meðaltali á dag á meðan þörfin er 10 míkrógrömm á dag !

Oft er boðið upp á lýsi í leikskólum. Foreldrar bera samt ábyrgð á því að fylgja því eftir að barni þeirra taki lýsi í leikskólanum svo og að gefa því lýsi heima um helgar og þegar frí er í leikskólanum, sér í lagi á veturna.

Sjá einnig: Leita vítamín Ert þú með vítamínskort?

Lýsi í grunnskólum og mötuneytum.

Lýsi og lýsispillur voru gefnar í grunnskólum landsins um árabil en svo virðist sem sú hefð hafi dáið út á of mörgum stöðum, mögulega vegna sparnaðar eins og svo margt annað. Sum staðar tíðkast að bjóða upp á lýsi í mötuneytum vinnustaða og er það góð hefð en alltof fátíð.

Ófrískar konur og konur með barn á brjósti. 

Ófrískar konur og konur með barn á brjósti ættu að gæta sérstaklega vel að D-vítamíni í fæðunni. Þær ættu að ræða við sína lækna eða aðila í meðgönguverndinni varðandi D-vítamín og uppsprettur þess, hvort heldur hefðbundið lýsi, eingöngu D-vítamín eða önnur bætiefni.

D-vítamín, kalk og hreyfing,  nauðsynlegt samband.

Neysla á D-vítamíni og kalki helst hönd í hönd  við að byggja sterk bein ásamt þungaberandi álagi í reglubundinni hreyfingu s.s. göngu, skokki, hlaupum, styrktarþjálfun með lóðum, pallatímum og annarri hreyfingu sem setur hæfilegan þrýsting á beinin. Samspil þessara þátta stuðlar að góðri beinheilsu. Íþróttaþjálfun sem felur í sér hlaup, stökk og lendingar er tilvalin leið, samhliða hollri og nægri næringu til að byggja sterk bein til framtíðar, bæði fyrir stúlkur og drengi.

Aðrar uppsprettur D-vítamíns.

Húð mannsins framleiðir D-vítamín þegar sólin skín á hana. Hins vegar hafa ráðleggingar um notkun sólarvarnar orðið til þess að gildi sólarinnar við D-vítamínframleiðslu hefur minnkað verulega.
Prófessor Michael Holick við Bostonháskóla í Bandaríkjunum sem rannsakað hefur D-vítamín mannslíkamans í yfir 30 ár ráðleggur 10-15 mínútna sól á húðina á degi hverjum yfir heitasta tíma dagsins eða milli kl. 9 á morgnana og fram til kl. 15 síðdegis. Hann ráðleggur að slíkt sólböð séu án sólarvarnar en að ávalt skuli bera sólarvörn á andlit. Hann telur að það séu mikil mistök að forðast sólarjósið eða að verja sig alveg gegn því en hófsemin sé best í þessu sem öðru. Fólki með ljósa húð ráðleggur hann að sóla fætur, bak, brjóst og hendur daglega yfir sumartímann (10-15 mínútur) og það sama fyrir börn. Dr. Holick segir einnig að þeir sem búa norðan við 33. beiddargráðu framleiði ekkert D-vítamín úr sólarljósinu á veturna en tilgreinir reyndar ekki við hvaða mánuði ársins hann miðar. Notkun ljósabekkja er mikil á Íslandi og þegar kemur að leiðbeiningum um varnir gegn i húðkrabbameini og sortuæxlum er ráðleggingin einföld og það er að forðast ljósabekkjanotkun algerlega. Dr. Holick hefur mælt D-vítamín hjá einstaklingum í Boston sem nota ljósabekki að staðaldri og mælast þeir með meira D-vítamín en þeir sem ekki nota ljósabekki. Þrátt fyrir þessar niðurstöður, ætti þó að vera ljóst að fara þarf að öllu með gát og mun skynsamlegri er neysla D-vítamíns í matvælum eða inntaka í formi fæðubótarefna heldur en að stunda ljósabekki og mikla veru í sól, sér í lagi án sólarvarnar.

D-vítamínskortur og aðrir sjúkdómar.

Eftir áralangar rannsóknir Dr. Holick á D-vítamíni þá telur hann að fleiri sjúkdómar en þeir sem tengjast beinheilsu hafi með of lága D-vítamínneyslu að gera. Sykursýki týpa I og II, hjartasjúkdómar og jafnvel sýkingar og sjálfsofnæmissjúkdómar til að mynda iktsýki eru dæmi um slíka sjúkdóma. Einnig telur hann að D-vítamín sé mikilvægt í baráttuni við krabbamein í ristli og brjóstum.

Skortur á D-vítamíni er algengur hjá þeim sem þjást af depurð og þunglyndi einnig hjá þeim sem þjást af vefjagigt þó svo að skorturinn sé ekki beint orsakavaldur heldur geri einkennin verri og viðhaldi einkenninum. Í nýlegri rannsókn þar sem fertugar konur með vefjagigt voru skoðaðar kom í ljós að um 80% þeirra skorti nægjanlegt magn D-vítamíns. Það er því ljóst að endurskoða þarf ráðleggingar um ráðlagða dagskammta og koma á fót aðgerðaráætlun til að tryggja að þeir skammtar komist inn fyrir varir fólks til framtíðar.

Ráðlagðir dagskammtar.

Ráðleggingar um daglega skammta af D-vítamíni hafa verið til umræðu og endurskoðunar en þar sem D-vítamín er eitt af svokölluðum fituleysanlegum vítamínunum sem safnast geta fyrir í líkamanum sé þeirra neytt í óhófi til lengri tíma, þá hefur verið talin hætta á því að magni D-vítamíns þurfi að stýra mjög gaumg&ael ig;filega. Niðurstöður hafa þó sýnt fram á að eitranir af völdum D-vítamíns eru mjög sjaldgæfar.

Dr. Holick ráðleggur skammta sem nema 15-25 míkrógrömmum á dag fyrir börn en 37–50 míkrógrömmum fyrir fullorðna. Á Íslandi nema ráðlagðir dagskammtar 10 míkrógrömmum fyrir börn og fullorðna en 15 míkrógrömmum fyrir 60 ára og eldri. Viðmiðanir annarsstaðar í Evrópu utan norðurlandanna eru aðeins 5 míkrógrömm á dag. Í Bandaríkjunum eru skammtarnir 15 míkrógrömm fyrir fullorðna og 20 míkrógrömm fyrir 70 ára og eldri. Í erindi Guðbjargar K. Ludvigsdóttur endurhæfingarlæknis á Matvæladeginum 2011 kom fram að gömu reglurnar um 10 míkrógrömm á dag séu ekki nóg en 25-50 míkrógrömm séu nærri lagi eða um 1 míkrógramm/kg líkamsþyngdar/dag og að þungaðar konur fái um 100 míkrógrömm á dag.

Höfundur: Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og næringarráðgjafi

Lestu fleiri áhugaverðar greinar á doktor.is logo

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Hjartsláttur og blóðþrýstingur

hvað er rétt og hvað ekki?

 

HjartslátturÍ netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga sem haldið hefur verið á lofti í gegnum tíðina hvað varðar blóðþrýsting og hjartslátt. Hér má finna hvað er rétt og hvað ekki í þessum efnum.

Í huga margra haldast hjartsláttur og blóðþrýstingur í hendur þar sem þetta bæði er yfirleitt skoðað til að athuga lífsmörk. Þegar þetta tvennt er mælt er aftur á móti verið að skoða tvo mismunandi hluti tengda hjartaheilsunni. Blóðþrýstingur er kraftur blóðsins sem flæðir að æðaveggjunum, en púlsinn er hversu oft hjartað slær á mínútu.

Michael Faulx hjartasérfræðingur hjá Cleveland Clinic útskýrir hér fyrir neðan hver munurinn á hjartslætti og blóðþrýstingi er og skoðar hvort ákveðnar sögusagnir þessu tengdar séu sannar eða ekki.

1.  Blóðþrýstingur og hjartsláttur haldast alltaf í hendur.

Ósatt: Það er rétt að hjartsláttur og blóðþrýstingur rís og fellur oft á sama tíma, segir Dr. Faulx. Þetta á til dæmis við þegar við erum í hættu, þá tekur bæði blóðþrýstingur og hjartsláttur stökk upp á við.

Aftur á móti, ef hjartslátturinn rís þá þýðir það ekki endilega að blóðþrýstingurinn geri það líka, eða öfugt. En ef þetta tvennt er algjörlega ótengt, þá getur aftur á móti verið um vandamál að ræða. Dr. Faulx segir að ef til dæmis blóðþrýstingurinn er stöðugt frekar hár, en hjartslátturinn eðlilegur, þá þarf líklega að skoða meðhöndlun við of háum blóðþrýstingi.

2. Það er einhver ein tala sem er „eðlileg“ fyrir hjartslátt og blóðþrýsting.

Ósatt: Það eru ákveðin viðmið, en það hvað er eðlilegt er mismunandi milli manneskja.

Ákjósanlegur blóðþrýstingur er yfirleitt talinn vera 120 mm HG (efri mörk, það er þrýstingurinn sem kemur þegar hjartað slær) og 80 mm Hg (neðri mörk, sem er þrýstingurinn þegar hjartað er í hvíld). Þegar hjartað er í hvíld þá er yfirleitt miðað við um 60 til 100 slög á mínútu. Samkvæmt Dr. Faulx þarf samt að hafa í huga að hjartsláttur og blóðþrýstingur er persónubundinn og því mikilvægt að finna út með sínum lækni hvaða grunnlína er eðlileg fyrir hvern og einn.

3. Það að vera „lágur“ í blóþrýstingi eða hjartslætti gefur alltaf til kynna að vandamál sé til staðar.

Ósatt: Það sem er hættulegt fyrir eina manneskju getur verið heilbrigt fyrir aðra. Til dæmis getur ung manneskja í góðu formi verið með hvíldarhjartslátt í kringum 50 eða jafnvel 40 og getur það verið merki um að viðkomandi sé í virkilega góðu formi, segir Dr. Faulx.

Lágur blóðþrýstingur getur aftur á móti verið snúinn, sérstaklega hjá eldra fólki og þeim sem eru með hjartasjúkdóm. Ef þú ert í hættu vegna of lágs blóðþrýstings þá mun líkaminn segja þér það. Dr. Faulx segir að það snúist í raun um hvernig þér líður, ef þér finnst þú slappur og veikburða þá getur það verið blóðþrýstingurinn. En tölurnar einar og sér segja ekki alla söguna, það þarf að skoða þær í samhengi við líðan og einkenni hjá viðkomandi.

4. Hár blóðþrýstingur eða hár hjartsláttur er líklegri til að vera hættulegur.

Satt: Hér má aftur taka fram að það er mismunandi milli manneskja hvað er „eðlilegt“. En Dr. Faulx segir að það séu nægar klínískar niðurstöður til sem benda til þess að ef blóðþrýstingur er jafnvel bara örlítið hærri en þitt venjulega meðaltal í einhvern tíma, þá hækkar hættan á hjartasjúkdómi og heilablóðfalli. Áhrif hás blóðþrýstings taka sinn toll á æðarnar.

Hækkaður hjartsláttur getur einnig verið merki um hættu, en hver orsök-afleiðing sambandið er í því samhengi er ekki skýrt. Dr. Faulx segir að rannsóknir sýni að fólk sem er almennt með hraðari hjartslátt sé líklegra til að hafa hjarta- og æðavandamál og deyja af völdum þeirra. Það er þó ekki vitað hvort það sé orsök vandans eða bara merki um að hjarta- og æðavandamál sé til staðar.

5. Það skiptir máli hvenær þú mælir blóðþrýsting og hjartslátt

Satt: Samkvæmt Dr. Faulx er ráðlagt að mæla þetta tvennt þegar þú ert í slökun. Það að mæla sig nokkrum sinnum yfir daginn getur einnig verið ráðlagt til að fá meðaltal af mælingunum. Það er ekki gott að mæla sig rétt eftir líkamsrækt, nema viðkomandi sé að leitast eftir að finna grunnlínu fyrir „virkan“ blóðþrýsting og hjartslátt.

Það hvor mælingin er mikilvægari fyrir þig fer eftir heilsu þinni. Fyrir sjúklinga með gáttatif þá er líklega mikilvægara að fylgjast með hjartslætti, en varðandi marga aðra hjartasjúkdóma getur verið mikilvægara að fylgjast með blóðþrýstingi. Til öryggis er best að fylgjast alltaf með hvoru tveggja.

Grein þýdd af síðu Cleveland Clinic.

Hanna María Guðbjartsdóttir

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

Landlæknir segir peninga sem hið opinbera greiðir í einkarekstur heilbrigðiskerfisins hverfa í hít

Föstudagur 15.05.2015 – 07:50 – Ummæli (11)

Landlæknir segir peninga sem hið opinbera greiðir í einkarekstur heilbrigðiskerfisins hverfa í hít

Landlæknir segir mestan hluta einkareksturs í heilbrigðiskerfinu er greiddur af hinu opinbera og þeir peningar fara að segja má í einhverja hít sem ekki er vitað hverju skilar. Ekki sé ástæða til að auka einkarekstur á Landspítala frekar. Landlæknir segir koma á óvart að sami vandi blasi við heilbrigðiskerfinu nú og fyrir tveimur áratugum þegar hann starfaði síðast hér á landi.

Notuðum ekki góðærið

Rætt er við Birgi Jakobsson, nýjan landlækni, í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir að mikill vandi blasi við heilbrigðiskerfinu, sem nú um stundir er plagað af verkfallsátökum. Mikill niðurskurður hafi átt sér stað eftir hrun en það sem komi honum á óvart sé að sami vandi blasi við heilbrigðiskerfinu nú og fyrir tveimur áratugum.

Við notuðum ekki góðærið til að bæta lestina í íslenskri heilbrigðisþjónustu og gera hana eins góða og mögulegt er. Það er ekki skrítið að þar sem voru brestir fyrir kreppu eru enn áþreifanlegri brestir eftir kreppu. […]En þar sem við höfum vanrækt að bæta þessa þjónustu í áratugi, þá verður allt sem við þurfum að gera svo miklu dýrara. Þær fjárfestingar sem við höfum frestað eða látið hjá líða koma í hausinn á okkur núna.

Óskýr stefna

Birgir segir þrennt sem vinna þurfi að hvað varðar þjónustuþátt heilbrigðiskerfisins. Að bæta heilsugæsluna á höguðborgarsvæðinu, að bæta og gera skilvirkari sérfræðiþjónustu úti á landi og að skapa forsendur fyrir rekstri háskólasjúkrahúss.

Birgir segir óskýra stefnu uppi þegar kemur að rekstrarformi heilbrigðisþjónustu en mikill hluti hennar er einkarekinn í dag. Hann segist ekki hafa trú á einkarekstri á Landspítala né að spítalanum verði skipt upp í einingar. Þá sé áhyggjuefni að þeir peningar sem hið opinbera greiðir í einkareksturinn, sem er mestur hluti kostnaðarins, í einhverja hít sem ekki sé vitað hverju skili.

Hefur áhyggjur af frjálshyggjunni

Landlæknir hefur áhyggjur af þeirri léttúð sem hann segir að einkenni marga Íslendinga, þeirri hugmyndafræðir frjálshyggju sem tröllríði samfélaginu, á kostnað meðal annars lýðheilsu. Þar bendir hann meðal annars á áfengisfrumvarpið og afnám tolla á sykur sem stangist á við öll þekkt markmið um lýðheilsu.

Ég verð sorgmæddur yfir þessu. Það er gengið yfir þá sem minna mega sín og lenda augljóslega í erfiðleikum út af þessu.

Mettuð fita ekki eins hættuleg og áður var talið

ruv-1
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Niðurstöður stórrar nýrrar rannsóknar sýna ekki tengsl milli neyslu mettaðrar fitu og skaðlegra áhrifa á heilsu. Áður hefur verið talið að mikil neysla á mettaðri fitu auki hættuna á hjartasjúkdómum, hjartaáföllum og áunninni sykursýki.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í British Medical Journal. Þetta kemur fram á vef The Independent.

Vísindamenn við McMaster háskólann í Ontario í Kanada rannsökuðu tengsl milli mikillar neyslu á mjólkurvörum, kjöti og eggjum, sem innihalda mikla mettaða fitu, og aukinnar hættu á hjartasjúkdómum, hjartaáföllum og áunninni sykursýki. Þeir fundu ekki tengsl þarna á milli.

Niðurstöðurnar rannsóknarinnar sýndu á hinn bóginn fram á tengsl neyslu transfitu, úr hertri fitu og olíum, við kransæðasjúkdóma.

Þó ekki sannað að engin tengsl séu á milli neyslu mettaðrar fitu og hjartasjúkdóma
Þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarinnar mæla vísindamennirnir ekki með því að fólk neyti meiri matar með mikla mettaða fitu. Þótt engin bein tengsl hafi fundist milli sjúkdóma og mettaðrar fitu fundust heldur engar vísbendingar um að þetta sé sérstaklega gott fyrir heilsu fólks.